„Ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2015 11:05 Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, ræddi um íslam, hryðjuverkin í París og sat fyrir svörum hlustenda í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Aðspurður hvort að árásirnar í París hefðu ekki svert íslam sagði hann: „Það kemur svo á eftir. Eins og ég rakti í sjónvarpinu, og fleiri hafa rakið en ég, og mér vitrari menn, þá er alveg hægt að rekja þetta til þess að þetta eru Alsírbúar í stríði gegn Frökkum. Ég myndi segja það fyrst og fremst.“ Sverrir setti þetta í samhengi við Alsírstríðið sem geisaði á árunum 1954-1962 milli Alsír og Frakka. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir Alsírbúar létust í átökunum en talan 1,5 milljón hefur verið nefnd í því samhengi. „Þetta er sem sagt bakgrunnurinn. Bakgrunnurinn er ekkert endilega þessar skopteikningar, ég held að þetta sé miklu dýpra en það. Þeir ráðast á frönsk tákn og það er örugglega auðveldlega hægt fyrir íslamska öfgamenn, eftir framsetningu þessara skopmynda, að nota það sem átyllu.“ Þá ræddi Sverrir einnig um Al-Kaída og Íslamska ríkið. Hann sagði marga meðlimi þeirra samtaka fórnarlömb túlkunar öfgamanna á Kóraninum þar sem í hópi þeirra séu meðal annars Tsjetenar, Tyrkir og Alsírbúar sem tali til að mynda ekki arabísku. „Þeim er kennt íslam sem er kannski ekkert íslam.“ Sverrir minntist svo á hernað Bandaríkjanna, og annarra Vesturlanda, í múslimalöndum: „Bandaríkjamenn kalla bara fall borgaranna "collateral damage". Hafið þið séð tölurnar fyrir drónaárásir í Pakistan og Afganistan til dæmis? Það er einn hryðjuverkamaður fyrir hverjar 40 börn og konur. Þá er þetta bara kallað "collateral damage". [...] Ég er að segja að ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna.“Segir áróðurinn gegn múslimum bera keim af áróðrinum gegn gyðingumEn er eitthvað við íslam sem dregur frekar að ofbeldismenn heldur en ekki? „Nei, það er ekkert slíkt í íslam. Það er miklu frekar í íslam sem hvetur til friðar... Það er svo hreint og klárt ef að þú lest Kóraninn í samhengi að árás og stríð er ekki samþykkt af Kóraninum, og það er grunnheimild íslam.“ Þá var Sverrir spurður að því í lok opinnar línu hlustenda hvort að því hvort að hann hefði áhyggjur af ofsóknum á hendur múslimum vegna umræðunnar í kjölfar hryðjuverkanna í París: „Mér finnst áróðurinn í Frakklandi og Þýskalandi er farinn að bera nokkurn keim, nú ætla ég ekkert að líkja því við ofsóknir gegn gyðingum eins og þær urðu, en þessi áróður er farinn að bera keim af því sem var í Þýskalandi upp úr 1930, 1932. Þá var hamast á gyðingum með skopmyndum, með áróðri [...] Það var búið til alls konar, þeir átu börn, þeir notuðu blóð [...] Áróðurinn er farinn að líkjast þessum áróðri.“ Hlusta má á viðtalið við Sverri í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þegar hann sat fyrir svörum hlustenda í spilaranum að neðan. Charlie Hebdo Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, ræddi um íslam, hryðjuverkin í París og sat fyrir svörum hlustenda í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Aðspurður hvort að árásirnar í París hefðu ekki svert íslam sagði hann: „Það kemur svo á eftir. Eins og ég rakti í sjónvarpinu, og fleiri hafa rakið en ég, og mér vitrari menn, þá er alveg hægt að rekja þetta til þess að þetta eru Alsírbúar í stríði gegn Frökkum. Ég myndi segja það fyrst og fremst.“ Sverrir setti þetta í samhengi við Alsírstríðið sem geisaði á árunum 1954-1962 milli Alsír og Frakka. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir Alsírbúar létust í átökunum en talan 1,5 milljón hefur verið nefnd í því samhengi. „Þetta er sem sagt bakgrunnurinn. Bakgrunnurinn er ekkert endilega þessar skopteikningar, ég held að þetta sé miklu dýpra en það. Þeir ráðast á frönsk tákn og það er örugglega auðveldlega hægt fyrir íslamska öfgamenn, eftir framsetningu þessara skopmynda, að nota það sem átyllu.“ Þá ræddi Sverrir einnig um Al-Kaída og Íslamska ríkið. Hann sagði marga meðlimi þeirra samtaka fórnarlömb túlkunar öfgamanna á Kóraninum þar sem í hópi þeirra séu meðal annars Tsjetenar, Tyrkir og Alsírbúar sem tali til að mynda ekki arabísku. „Þeim er kennt íslam sem er kannski ekkert íslam.“ Sverrir minntist svo á hernað Bandaríkjanna, og annarra Vesturlanda, í múslimalöndum: „Bandaríkjamenn kalla bara fall borgaranna "collateral damage". Hafið þið séð tölurnar fyrir drónaárásir í Pakistan og Afganistan til dæmis? Það er einn hryðjuverkamaður fyrir hverjar 40 börn og konur. Þá er þetta bara kallað "collateral damage". [...] Ég er að segja að ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna.“Segir áróðurinn gegn múslimum bera keim af áróðrinum gegn gyðingumEn er eitthvað við íslam sem dregur frekar að ofbeldismenn heldur en ekki? „Nei, það er ekkert slíkt í íslam. Það er miklu frekar í íslam sem hvetur til friðar... Það er svo hreint og klárt ef að þú lest Kóraninn í samhengi að árás og stríð er ekki samþykkt af Kóraninum, og það er grunnheimild íslam.“ Þá var Sverrir spurður að því í lok opinnar línu hlustenda hvort að því hvort að hann hefði áhyggjur af ofsóknum á hendur múslimum vegna umræðunnar í kjölfar hryðjuverkanna í París: „Mér finnst áróðurinn í Frakklandi og Þýskalandi er farinn að bera nokkurn keim, nú ætla ég ekkert að líkja því við ofsóknir gegn gyðingum eins og þær urðu, en þessi áróður er farinn að bera keim af því sem var í Þýskalandi upp úr 1930, 1932. Þá var hamast á gyðingum með skopmyndum, með áróðri [...] Það var búið til alls konar, þeir átu börn, þeir notuðu blóð [...] Áróðurinn er farinn að líkjast þessum áróðri.“ Hlusta má á viðtalið við Sverri í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þegar hann sat fyrir svörum hlustenda í spilaranum að neðan.
Charlie Hebdo Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira