Fuglaveisla á Hawaii 11. janúar 2015 12:54 Jimmy Walker deilir forystunni á Kapalua. AP/Getty Það er mikil spenna á Hyundai Tournament of Champions sem fram fer á Kapalua vellinum á Hawaii en í mótinu hafa aðeins þeir kylfingar þátttökurétt sem sigruðu á móti á PGA-mótaröðinni á síðasta ári. Eftir tvo hringi deila fjögur þekkt nöfn efsta sætinu á 11 höggum undir pari en það eru þeir Russell Henley,Jimmy Walker, Sang-Moon Bae og sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson. Fimm kylfingar deila fimmta sætinu, einu höggi á eftir forystusauðunum en hinn glæsilegi Kapalua völlur, sem er par 73, er með breiðar brautir og stórar flatir og því er skor keppenda almennt mjög gott. Tilþrif dagsins í gær átti Bandaríkjamaðurinn Charlie Hoffman en hann var aðeins millimetrum frá því að fara holu í höggi á 11. holu og vinna sér inn glænýjan bíl. Hann þurfti að sætta sig við auðveldan fugl en höggið má sjá hér. Þriðji hringur frá Hawaii verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:30 í kvöld. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Það er mikil spenna á Hyundai Tournament of Champions sem fram fer á Kapalua vellinum á Hawaii en í mótinu hafa aðeins þeir kylfingar þátttökurétt sem sigruðu á móti á PGA-mótaröðinni á síðasta ári. Eftir tvo hringi deila fjögur þekkt nöfn efsta sætinu á 11 höggum undir pari en það eru þeir Russell Henley,Jimmy Walker, Sang-Moon Bae og sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson. Fimm kylfingar deila fimmta sætinu, einu höggi á eftir forystusauðunum en hinn glæsilegi Kapalua völlur, sem er par 73, er með breiðar brautir og stórar flatir og því er skor keppenda almennt mjög gott. Tilþrif dagsins í gær átti Bandaríkjamaðurinn Charlie Hoffman en hann var aðeins millimetrum frá því að fara holu í höggi á 11. holu og vinna sér inn glænýjan bíl. Hann þurfti að sætta sig við auðveldan fugl en höggið má sjá hér. Þriðji hringur frá Hawaii verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:30 í kvöld.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira