Innlent

Hraunið jafnstórt og Manhattan

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Jarðvísindastofnun Háskólans
Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. Frá hádegi í gær hafa um 30 jarðskjálftar mælst við Bárðarbungu. Sá stærsti varð við norðanverða öskjuna klukkan 18:23 í gær, en hann var 4,7 stig að stærð.

Þá náðu nokkrir aðrir skjálftar yfir fjórum að stærð. Hátt í tug skjálfta urðu í kvikuganginum, allir um og innan við einn að stærð.

Flatarmál hraunsins samsvarar nú nærri því flatarmáli Manhattan eyjunnar í New York, sem er 87 ferkílómetrar að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×