Körfubolti

Clippers fór létt með Mavericks | Stórleikur hjá Pau Gasol

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Spánverjinn var óstöðvandi í gær
Spánverjinn var óstöðvandi í gær Vísir/getty
Spánverjinn Pau Gasol stal senunni í NBA körfuboltanum í nótt þegar lið hans, Chicago Bulls lagði Milwaukee Bucks 95-87 á heimavelli en alls voru níu leikir í NBA í nótt.

Gasol skoraði alls 46 stig og tók 18 fráköst en Bulls lék án Derrick Rose. Kirk Hinrich skoraði 16 stig.

Hjá Bucks var Brandon Knight stigahæstur með 20 stig. Jared Dudley skoraði 15 stig af bekknum.

Detroit Pistons komst aftur á sigurbraut og vann áttunda leik sinn í níu leikjum frá því að liðið losaði sig við framherjann Josh Smith. Pistons lagði Brooklyn Nets 98-93 þar sem Brandon Jennings skoraði 20 stig og gaf 11 stoðsendingar.

Joe Johnson skoraði 17 sig fyrir Nets.

Búist var við jöfnum og spennandi leik þegar Los Angeles Clippers tók á móti Dallas Mavericks í gærkvöldi. Sú var ekki raunin því Clippers vann sannfærandi og öruggan sigur 120-100.

Blake Griffin skoraði 22 stig fyrir Clippers. Matt Barnes bætti 18 stigum við og Chris Paul 17 auk þess að gefa 13 stoðsendingar. Jamal Crawford skoraði 19 stig af bekknum en alls skoruðu 6 leikmenn Clippers 13 stig eða meira.

Hjá Mavericks var Dirk Nowitzki stigahæstur með 25 stig. Monta Ellis skoraði 23 stig.

Úrslit næturinnar:

New York Knicks – New Orleans Horents 82-110

Los Angeles Clippers – Dallas Mavericks 120-100

Detroit Pistons – Brooklyn Nets 98-93

Philadelphia 76ers – Indiana Pacers 93-92

Toronto Raptors – Boston Celtics 109-96

Chicago Bulls – Milwaukee Bucks 95-87

Houston Rockets – Utah Jazz 97-82

Minnesota Timberwolves – San Antonio Spurs 93-108

Portland Trail Blazers – Orlando Magic 103-92

Top 10 tilþrif næturinnar: Persónulegt met Pau Gasol: Maxiell setur Hardaway Jr. á veggspjald:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×