Wieseberger leiðir í Dubai eftir fyrsta hring 29. janúar 2015 19:15 Wieseberger er í stuði þessa dagana. Getty Austurríkismaðurinn Bernd Wieseberger er greinilega í miklu stuði þessa dagana en eftir að hafa verið í toppbaráttunni á síðustu tveimur mótum á Evrópumótaröðinni leiðir hann á Dubai Desert Classic eftir fyrsta hring. Wieseberger lék Emirates völlinn á 64 höggum í dag eða á átta undir pari en fjórir kylfingar eru í öðru sæti á sjö undir pari, meðal annars Englendingurinn Lee Westwood og hinn högglangi Nicolas Colsaerts. Þá er Rory McIlroy einnig meðal þátttakenda en hann byrjaði vel og er jafn í sjötta sæti á sex höggum undir pari sem og sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher. Þá vakti töluverða athygli fyrir mótið að sonur goðsagnarinnar Seve Ballesteros, Javier Ballesteros væri meðal þátttakenda en hann gerðist atvinnumaður í golfi seint á síðasta ári. Mótið er hans fyrsta á Evrópumótaröðinni á ferlinum en honum gekk vægast sagt mjög illa og kom inn á 83 höggum eða 11 yfir pari. Hann situr eins og er í síðasta sæti en hefur tækifæri á því að laga stöðuna aðeins á öðrum hring á morgun. Tvö stór mót eru á dagskrá í golfheiminum um helgina en bæði Dubai Desert Classic og Phoenix Open, þar sem Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt, verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Alla útsendingartíma má nálgast hér. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Austurríkismaðurinn Bernd Wieseberger er greinilega í miklu stuði þessa dagana en eftir að hafa verið í toppbaráttunni á síðustu tveimur mótum á Evrópumótaröðinni leiðir hann á Dubai Desert Classic eftir fyrsta hring. Wieseberger lék Emirates völlinn á 64 höggum í dag eða á átta undir pari en fjórir kylfingar eru í öðru sæti á sjö undir pari, meðal annars Englendingurinn Lee Westwood og hinn högglangi Nicolas Colsaerts. Þá er Rory McIlroy einnig meðal þátttakenda en hann byrjaði vel og er jafn í sjötta sæti á sex höggum undir pari sem og sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher. Þá vakti töluverða athygli fyrir mótið að sonur goðsagnarinnar Seve Ballesteros, Javier Ballesteros væri meðal þátttakenda en hann gerðist atvinnumaður í golfi seint á síðasta ári. Mótið er hans fyrsta á Evrópumótaröðinni á ferlinum en honum gekk vægast sagt mjög illa og kom inn á 83 höggum eða 11 yfir pari. Hann situr eins og er í síðasta sæti en hefur tækifæri á því að laga stöðuna aðeins á öðrum hring á morgun. Tvö stór mót eru á dagskrá í golfheiminum um helgina en bæði Dubai Desert Classic og Phoenix Open, þar sem Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt, verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Alla útsendingartíma má nálgast hér.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira