Wieseberger leiðir í Dubai eftir fyrsta hring 29. janúar 2015 19:15 Wieseberger er í stuði þessa dagana. Getty Austurríkismaðurinn Bernd Wieseberger er greinilega í miklu stuði þessa dagana en eftir að hafa verið í toppbaráttunni á síðustu tveimur mótum á Evrópumótaröðinni leiðir hann á Dubai Desert Classic eftir fyrsta hring. Wieseberger lék Emirates völlinn á 64 höggum í dag eða á átta undir pari en fjórir kylfingar eru í öðru sæti á sjö undir pari, meðal annars Englendingurinn Lee Westwood og hinn högglangi Nicolas Colsaerts. Þá er Rory McIlroy einnig meðal þátttakenda en hann byrjaði vel og er jafn í sjötta sæti á sex höggum undir pari sem og sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher. Þá vakti töluverða athygli fyrir mótið að sonur goðsagnarinnar Seve Ballesteros, Javier Ballesteros væri meðal þátttakenda en hann gerðist atvinnumaður í golfi seint á síðasta ári. Mótið er hans fyrsta á Evrópumótaröðinni á ferlinum en honum gekk vægast sagt mjög illa og kom inn á 83 höggum eða 11 yfir pari. Hann situr eins og er í síðasta sæti en hefur tækifæri á því að laga stöðuna aðeins á öðrum hring á morgun. Tvö stór mót eru á dagskrá í golfheiminum um helgina en bæði Dubai Desert Classic og Phoenix Open, þar sem Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt, verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Alla útsendingartíma má nálgast hér. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Austurríkismaðurinn Bernd Wieseberger er greinilega í miklu stuði þessa dagana en eftir að hafa verið í toppbaráttunni á síðustu tveimur mótum á Evrópumótaröðinni leiðir hann á Dubai Desert Classic eftir fyrsta hring. Wieseberger lék Emirates völlinn á 64 höggum í dag eða á átta undir pari en fjórir kylfingar eru í öðru sæti á sjö undir pari, meðal annars Englendingurinn Lee Westwood og hinn högglangi Nicolas Colsaerts. Þá er Rory McIlroy einnig meðal þátttakenda en hann byrjaði vel og er jafn í sjötta sæti á sex höggum undir pari sem og sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher. Þá vakti töluverða athygli fyrir mótið að sonur goðsagnarinnar Seve Ballesteros, Javier Ballesteros væri meðal þátttakenda en hann gerðist atvinnumaður í golfi seint á síðasta ári. Mótið er hans fyrsta á Evrópumótaröðinni á ferlinum en honum gekk vægast sagt mjög illa og kom inn á 83 höggum eða 11 yfir pari. Hann situr eins og er í síðasta sæti en hefur tækifæri á því að laga stöðuna aðeins á öðrum hring á morgun. Tvö stór mót eru á dagskrá í golfheiminum um helgina en bæði Dubai Desert Classic og Phoenix Open, þar sem Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt, verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Alla útsendingartíma má nálgast hér.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira