Körfubolti

Warriors fagnar ári geitarinnar með kínverskum búningum

Það er hægt að panta nýju búningana fyrir áhugasama.
Það er hægt að panta nýju búningana fyrir áhugasama. mynd/twitter
NBA-liðin fara mörg hver óheðfbundnar leiðir til þess að ná sér í aukapening og jafnvel næla í nokkra nýja aðdáendur í leiðinni.

Forráðamenn Golden State Warriors hafa ákveðið að herja á Kínamarkað sem er ekki vitlaust. Liðið verður í sérstökum búningum til þess að fagna nýja árinu í Kína.

Á treyjunni stendur Warriors á mandarínsku og á erminni er mynd af geit. Það er af því ár geitarinnar er að koma í Kína. Einnig eru fánalitir Kína í búningnum.

„Að vera Warrior (stríðsmaður) er eitthvað sem er vel þekkt í kínverskri menningu," sagði forseti Warriors, Rick Welts.

Kínverska árið gengur í garð þann 19. febrúar en degi síðar verða leikmenn Warriors í búningnum. Liðið mun alls spila þrjá leiki í þessum búningum.

Leikurinn 20. febrúar verður sýndur í beinni útsendingu í kínverska ríkissjónvarpinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×