NBA: Crawford með 19 stig í endurkomu Clippers í fjórða | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 08:30 Jamal Crawford. Vísir/Getty Los Angeles Clippers vann sinn fimmta sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Anthony Davis átti enn einn stórleikinn með New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder vann án Kevin Durant.Jamal Crawford skoraði 19 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 102-98 endurkomusigur á Denver Nuggets en þetta var fimmti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Matt Barnes skoraði 18 stig fyrir Clippers, Blake Griffin var með 14 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar og Chris Paul skoraði 15 stig. Denver Nuggets var átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en varð að sætta sig við sjöunda tapið í röð. Ty Lawson var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Denver og þeir Arron Afflalo og Wilson Chandler skoruðu 18 stig.Anthony Davis fór fyrir fjórða sigri New Orleans Pelicans í röð en Pelíkanarnir unnu þá 99-74 sigur á Philadelphia 76ers. Davis var með 32 stig, 10 fráköst og 4 varin skot í leiknum en Pelicans-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki í röð á þessu tímabili. Ryan Anderson skoraði 18 stig fyrir New Orleans Pelicans, Eric Gordon var með 13 stig og Tyreke Evans gaf 12 stoðsendingar annað kvöldið í röð. K.J. McDaniels skoraði 16 stig í sjötta tapi Philadelphia 76ers í röð.Russell Westbrook var með 18 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 92-84 heimasigur á Minnesota Timberwolves en Thunder lék án Kevin Durant sem meiddist í tapinu á móti Cleveland Cavaliers kvöldið áður. Westbrook skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 6 skotum sínum. Serge Ibaka bætti við 13 stigum og 19 fráköstum. Nýliðinn Andrew Wiggins skoraði 23 stig fyrir Minnesota Timberwolves og Thaddeus Young var með 22 stig.Zach Randolph var með 24 stig og 10 fráköst og Marc Gasol bætti við 16 stigum og 10 fráköstum þegar Memphis Grizzlies vann 103-94 heimasigur á Orlando Magic. Þetta var þriðji sigur Grizzlies-liðsins í röð á sama tíma og Orlando varð að sætta sig við sjötta tapið í röð. Nikola Vucevic var með 18 stig og 12 fráköst fyrir Orlando Magic.Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir Boston Celtics sem vann 99-90 útisigur á Utah Jazz. Prince kom til Boston frá Memphis 12. janúar síðastliðinn sem hluti af þriggja liða leikmannaskiptum og átti sinn besta leik með sínu nýja liði. Gordon Hayward skoraði 26 stig fyrir Utah en það dugði lítið. Það þurfti að fresta báðum heimaleikjum New York liðanna í gær vegna snjóstorms sem gekk yfir borgina í nótt.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers Frestað New York Knicks - Sacramento Kings Frestað Memphis Grizzlies - Orlando Magic 103-94 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 99-74 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 92-84 Utah Jazz - Boston Celtics 90-99 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 102-98 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þruman skellti í lás og tók forystuna Körfubolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira
Los Angeles Clippers vann sinn fimmta sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Anthony Davis átti enn einn stórleikinn með New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder vann án Kevin Durant.Jamal Crawford skoraði 19 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 102-98 endurkomusigur á Denver Nuggets en þetta var fimmti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Matt Barnes skoraði 18 stig fyrir Clippers, Blake Griffin var með 14 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar og Chris Paul skoraði 15 stig. Denver Nuggets var átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en varð að sætta sig við sjöunda tapið í röð. Ty Lawson var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Denver og þeir Arron Afflalo og Wilson Chandler skoruðu 18 stig.Anthony Davis fór fyrir fjórða sigri New Orleans Pelicans í röð en Pelíkanarnir unnu þá 99-74 sigur á Philadelphia 76ers. Davis var með 32 stig, 10 fráköst og 4 varin skot í leiknum en Pelicans-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki í röð á þessu tímabili. Ryan Anderson skoraði 18 stig fyrir New Orleans Pelicans, Eric Gordon var með 13 stig og Tyreke Evans gaf 12 stoðsendingar annað kvöldið í röð. K.J. McDaniels skoraði 16 stig í sjötta tapi Philadelphia 76ers í röð.Russell Westbrook var með 18 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 92-84 heimasigur á Minnesota Timberwolves en Thunder lék án Kevin Durant sem meiddist í tapinu á móti Cleveland Cavaliers kvöldið áður. Westbrook skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 6 skotum sínum. Serge Ibaka bætti við 13 stigum og 19 fráköstum. Nýliðinn Andrew Wiggins skoraði 23 stig fyrir Minnesota Timberwolves og Thaddeus Young var með 22 stig.Zach Randolph var með 24 stig og 10 fráköst og Marc Gasol bætti við 16 stigum og 10 fráköstum þegar Memphis Grizzlies vann 103-94 heimasigur á Orlando Magic. Þetta var þriðji sigur Grizzlies-liðsins í röð á sama tíma og Orlando varð að sætta sig við sjötta tapið í röð. Nikola Vucevic var með 18 stig og 12 fráköst fyrir Orlando Magic.Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir Boston Celtics sem vann 99-90 útisigur á Utah Jazz. Prince kom til Boston frá Memphis 12. janúar síðastliðinn sem hluti af þriggja liða leikmannaskiptum og átti sinn besta leik með sínu nýja liði. Gordon Hayward skoraði 26 stig fyrir Utah en það dugði lítið. Það þurfti að fresta báðum heimaleikjum New York liðanna í gær vegna snjóstorms sem gekk yfir borgina í nótt.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers Frestað New York Knicks - Sacramento Kings Frestað Memphis Grizzlies - Orlando Magic 103-94 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 99-74 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 92-84 Utah Jazz - Boston Celtics 90-99 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 102-98 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þruman skellti í lás og tók forystuna Körfubolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Sjá meira