Dreifði kynlífsmyndböndum af barnsmóður sinni meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 26. janúar 2015 19:27 "Það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson. Vísir/Getty/Stöð 2 „Úrskurðurinn var reiðarslag, það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson en Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane sem dreifði kynlífsmyndböndum til vinnufélaga hennar á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu. „Hann hefur meiri réttindi en fórnarlambið, nú getur hann haldið óáreittur áfram að senda mér skilaboð og áreita mig.“ Juliane Ferguson hefur dvalið í Kvennaathvarfinu frá því í nóvember. Sambýlismaður hennar býr í íbúð sem hún á ein og sjálf og hefur forræði yfir tveggja ára dóttur þeirra. „Hann er að áreita mig meðan hún er hjá honum. Það eru ekki góðar aðstæður fyrir barn,“ segir Juliane og bætir við að barnaverndaryfirvöld þurfi að svara fyrir afskiptaleysi sitt í málinu. Þá hafa tvö eldri börn hennar, sem hún á með öðrum, þurft að dvelja hjá föður sínum vegna málsins enda á móðir þeirra ekki afturkvæmt á heimili þeirra meðan maðurinn dvelur þar. Urðu þau vitni að ofbeldi á heimilinu. Lögreglan hefur ekki lokið við að rannsaka kæru Juliane á hendur manninum fyrir líkamsárás í júlí, en hún var lögð fram í október. Lögreglan hafði hvatt hana til að bíða með aðrar aðgerðir til að endurheimta íbúð sína þar sem til greina kæmi að bera manninn út. Saksóknari lögreglu hafnaði þeirri leið hinsvegar áður en hún kom til kasta dómstóla. Maðurinn sendi nýlega kynlífsmyndband og nektarmyndir af Juliane til vinnufélaga hennar en að mati Hæstaréttar kæmi nálgunarbann ekki sjálfkrafa í veg fyrir slíkt og því taldi rétturinn ekki hægt að staðfesta nálgunarbannið, þótt hann hefði játað að hafa dreift myndbandinu og ljósmyndunum. Þá er of langt liðið frá líkamsárásinni að mati dómsins til að hún réttlæti nálgunarbann. Juliane segist óttast skilaboðin til annarra kvenna í sömu stöðu sem felist í þessum viðbrögðum. „Það er nógu skelfilegt og erfitt að taka skrefið út úr slíkum samböndum, að yfirgefa heimili sitt, án þess að hafa hugmynd um hvað tekur við, án þess að það bætist við að einskis sé að vænta frá lögreglu og dómskerfinu,“ segir hún. „Það verður til þess að konur hreinlega gefast upp.“ Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
„Úrskurðurinn var reiðarslag, það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson en Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane sem dreifði kynlífsmyndböndum til vinnufélaga hennar á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu. „Hann hefur meiri réttindi en fórnarlambið, nú getur hann haldið óáreittur áfram að senda mér skilaboð og áreita mig.“ Juliane Ferguson hefur dvalið í Kvennaathvarfinu frá því í nóvember. Sambýlismaður hennar býr í íbúð sem hún á ein og sjálf og hefur forræði yfir tveggja ára dóttur þeirra. „Hann er að áreita mig meðan hún er hjá honum. Það eru ekki góðar aðstæður fyrir barn,“ segir Juliane og bætir við að barnaverndaryfirvöld þurfi að svara fyrir afskiptaleysi sitt í málinu. Þá hafa tvö eldri börn hennar, sem hún á með öðrum, þurft að dvelja hjá föður sínum vegna málsins enda á móðir þeirra ekki afturkvæmt á heimili þeirra meðan maðurinn dvelur þar. Urðu þau vitni að ofbeldi á heimilinu. Lögreglan hefur ekki lokið við að rannsaka kæru Juliane á hendur manninum fyrir líkamsárás í júlí, en hún var lögð fram í október. Lögreglan hafði hvatt hana til að bíða með aðrar aðgerðir til að endurheimta íbúð sína þar sem til greina kæmi að bera manninn út. Saksóknari lögreglu hafnaði þeirri leið hinsvegar áður en hún kom til kasta dómstóla. Maðurinn sendi nýlega kynlífsmyndband og nektarmyndir af Juliane til vinnufélaga hennar en að mati Hæstaréttar kæmi nálgunarbann ekki sjálfkrafa í veg fyrir slíkt og því taldi rétturinn ekki hægt að staðfesta nálgunarbannið, þótt hann hefði játað að hafa dreift myndbandinu og ljósmyndunum. Þá er of langt liðið frá líkamsárásinni að mati dómsins til að hún réttlæti nálgunarbann. Juliane segist óttast skilaboðin til annarra kvenna í sömu stöðu sem felist í þessum viðbrögðum. „Það er nógu skelfilegt og erfitt að taka skrefið út úr slíkum samböndum, að yfirgefa heimili sitt, án þess að hafa hugmynd um hvað tekur við, án þess að það bætist við að einskis sé að vænta frá lögreglu og dómskerfinu,“ segir hún. „Það verður til þess að konur hreinlega gefast upp.“
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira