Dreifði kynlífsmyndböndum af barnsmóður sinni meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 26. janúar 2015 19:27 "Það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson. Vísir/Getty/Stöð 2 „Úrskurðurinn var reiðarslag, það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson en Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane sem dreifði kynlífsmyndböndum til vinnufélaga hennar á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu. „Hann hefur meiri réttindi en fórnarlambið, nú getur hann haldið óáreittur áfram að senda mér skilaboð og áreita mig.“ Juliane Ferguson hefur dvalið í Kvennaathvarfinu frá því í nóvember. Sambýlismaður hennar býr í íbúð sem hún á ein og sjálf og hefur forræði yfir tveggja ára dóttur þeirra. „Hann er að áreita mig meðan hún er hjá honum. Það eru ekki góðar aðstæður fyrir barn,“ segir Juliane og bætir við að barnaverndaryfirvöld þurfi að svara fyrir afskiptaleysi sitt í málinu. Þá hafa tvö eldri börn hennar, sem hún á með öðrum, þurft að dvelja hjá föður sínum vegna málsins enda á móðir þeirra ekki afturkvæmt á heimili þeirra meðan maðurinn dvelur þar. Urðu þau vitni að ofbeldi á heimilinu. Lögreglan hefur ekki lokið við að rannsaka kæru Juliane á hendur manninum fyrir líkamsárás í júlí, en hún var lögð fram í október. Lögreglan hafði hvatt hana til að bíða með aðrar aðgerðir til að endurheimta íbúð sína þar sem til greina kæmi að bera manninn út. Saksóknari lögreglu hafnaði þeirri leið hinsvegar áður en hún kom til kasta dómstóla. Maðurinn sendi nýlega kynlífsmyndband og nektarmyndir af Juliane til vinnufélaga hennar en að mati Hæstaréttar kæmi nálgunarbann ekki sjálfkrafa í veg fyrir slíkt og því taldi rétturinn ekki hægt að staðfesta nálgunarbannið, þótt hann hefði játað að hafa dreift myndbandinu og ljósmyndunum. Þá er of langt liðið frá líkamsárásinni að mati dómsins til að hún réttlæti nálgunarbann. Juliane segist óttast skilaboðin til annarra kvenna í sömu stöðu sem felist í þessum viðbrögðum. „Það er nógu skelfilegt og erfitt að taka skrefið út úr slíkum samböndum, að yfirgefa heimili sitt, án þess að hafa hugmynd um hvað tekur við, án þess að það bætist við að einskis sé að vænta frá lögreglu og dómskerfinu,“ segir hún. „Það verður til þess að konur hreinlega gefast upp.“ Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Úrskurðurinn var reiðarslag, það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson en Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane sem dreifði kynlífsmyndböndum til vinnufélaga hennar á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu. „Hann hefur meiri réttindi en fórnarlambið, nú getur hann haldið óáreittur áfram að senda mér skilaboð og áreita mig.“ Juliane Ferguson hefur dvalið í Kvennaathvarfinu frá því í nóvember. Sambýlismaður hennar býr í íbúð sem hún á ein og sjálf og hefur forræði yfir tveggja ára dóttur þeirra. „Hann er að áreita mig meðan hún er hjá honum. Það eru ekki góðar aðstæður fyrir barn,“ segir Juliane og bætir við að barnaverndaryfirvöld þurfi að svara fyrir afskiptaleysi sitt í málinu. Þá hafa tvö eldri börn hennar, sem hún á með öðrum, þurft að dvelja hjá föður sínum vegna málsins enda á móðir þeirra ekki afturkvæmt á heimili þeirra meðan maðurinn dvelur þar. Urðu þau vitni að ofbeldi á heimilinu. Lögreglan hefur ekki lokið við að rannsaka kæru Juliane á hendur manninum fyrir líkamsárás í júlí, en hún var lögð fram í október. Lögreglan hafði hvatt hana til að bíða með aðrar aðgerðir til að endurheimta íbúð sína þar sem til greina kæmi að bera manninn út. Saksóknari lögreglu hafnaði þeirri leið hinsvegar áður en hún kom til kasta dómstóla. Maðurinn sendi nýlega kynlífsmyndband og nektarmyndir af Juliane til vinnufélaga hennar en að mati Hæstaréttar kæmi nálgunarbann ekki sjálfkrafa í veg fyrir slíkt og því taldi rétturinn ekki hægt að staðfesta nálgunarbannið, þótt hann hefði játað að hafa dreift myndbandinu og ljósmyndunum. Þá er of langt liðið frá líkamsárásinni að mati dómsins til að hún réttlæti nálgunarbann. Juliane segist óttast skilaboðin til annarra kvenna í sömu stöðu sem felist í þessum viðbrögðum. „Það er nógu skelfilegt og erfitt að taka skrefið út úr slíkum samböndum, að yfirgefa heimili sitt, án þess að hafa hugmynd um hvað tekur við, án þess að það bætist við að einskis sé að vænta frá lögreglu og dómskerfinu,“ segir hún. „Það verður til þess að konur hreinlega gefast upp.“
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira