Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. janúar 2025 17:46 Vörubíll fór út af veginum Vísir/Hólmfríður Mörgum vegum hefur verið lokað eða eru á óvissustigi vegna veðurs. Óvissustig vegna ofanflóðshættu er í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum og sunnanverðum Austfjörðum. „Nýlegur snjór er á Vestfjörðum og næsta sólarhring má búast við talsverðum leysingum, sérstaklega á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir í tilkynningu frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Vegunum um Raknadalshlíð og Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum verður því lokað klukkan tíu í kvöld vegna snjóflóðahættunnar. Óvissustig tók gildi klukkan fjögur í dag. Á sunnanverðum Austfjörðum má búast við rigningu og mikið hvassviðri. Vegna hitabreytinga og úrkomumagns eykst því hættan á blautum snjóflóðum og krapaflóðum. Óvissustig tekur gildi klukkan átta í kvöld. Hellisheiðinni lokað og óvissustig víða Hellisheiðinni var lokað að ganga fjögur í dag. Þrengslin eru enn opin en skafrenningur er á svæðinu og víða hvasst. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru sterkar vindhviður og mikil rigning í Þrengslunum. Að minnsta kosti fjórir bílar hafa farið út af veginum. Einnig fór vörubíll út af veginum í beygju nálægt Hveragerði og þurfti kranabíl til að hífa hann aftur upp á veginn. Krýsuvíkurvegur er einnig lokaður vegna veðurs. Þá hefur einnig öllum vegum á norðanverðu Snæfellsnesi verið lokað og allir vegir á sunnanverðu Snæfellsnesi eru á óvissustigi. Vatnaleið er ófærð vegna veðurs ásamt Fróðárheiði. Á Vestfjörðum eru Kleifaheiði og Dynjandisheiði lokaðar ásamt fyrrnefndum lokunum Súðavíkurhlíðar og Raknadalshlíðar klukkan tíu. Öxnadalsheiði er á óvissustigi og getur því lokað með skömmum fyrirvara. Einnig er óvissustig á Möðrudalsöræfi Þónokkrir vegir eru á óvissustigi og gæti verið lokað með skömmum fyrirvara. Þar á meðal er Brattabrekka, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði og Mývatnsöræfi. Veðurviðvaranir um allt land Þegar þetta er ritað að ganga sex eru appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á Suðausturlandi, í Breiðafirði og á Miðhálendi. Alls staðar annars staðar eru gular viðvaranir í gildi. Klukkan fimm aðfaranótt laugardags fer appelsínugul viðvörun í gildi á Norðurlandi vestra. Klukkan sjö á laugardagsmorgun verður einnig appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi klukkan ellefu á laugardag. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu aðfaranótt laugardags.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Umferð Færð á vegum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
„Nýlegur snjór er á Vestfjörðum og næsta sólarhring má búast við talsverðum leysingum, sérstaklega á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir í tilkynningu frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Vegunum um Raknadalshlíð og Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum verður því lokað klukkan tíu í kvöld vegna snjóflóðahættunnar. Óvissustig tók gildi klukkan fjögur í dag. Á sunnanverðum Austfjörðum má búast við rigningu og mikið hvassviðri. Vegna hitabreytinga og úrkomumagns eykst því hættan á blautum snjóflóðum og krapaflóðum. Óvissustig tekur gildi klukkan átta í kvöld. Hellisheiðinni lokað og óvissustig víða Hellisheiðinni var lokað að ganga fjögur í dag. Þrengslin eru enn opin en skafrenningur er á svæðinu og víða hvasst. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru sterkar vindhviður og mikil rigning í Þrengslunum. Að minnsta kosti fjórir bílar hafa farið út af veginum. Einnig fór vörubíll út af veginum í beygju nálægt Hveragerði og þurfti kranabíl til að hífa hann aftur upp á veginn. Krýsuvíkurvegur er einnig lokaður vegna veðurs. Þá hefur einnig öllum vegum á norðanverðu Snæfellsnesi verið lokað og allir vegir á sunnanverðu Snæfellsnesi eru á óvissustigi. Vatnaleið er ófærð vegna veðurs ásamt Fróðárheiði. Á Vestfjörðum eru Kleifaheiði og Dynjandisheiði lokaðar ásamt fyrrnefndum lokunum Súðavíkurhlíðar og Raknadalshlíðar klukkan tíu. Öxnadalsheiði er á óvissustigi og getur því lokað með skömmum fyrirvara. Einnig er óvissustig á Möðrudalsöræfi Þónokkrir vegir eru á óvissustigi og gæti verið lokað með skömmum fyrirvara. Þar á meðal er Brattabrekka, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði og Mývatnsöræfi. Veðurviðvaranir um allt land Þegar þetta er ritað að ganga sex eru appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á Suðausturlandi, í Breiðafirði og á Miðhálendi. Alls staðar annars staðar eru gular viðvaranir í gildi. Klukkan fimm aðfaranótt laugardags fer appelsínugul viðvörun í gildi á Norðurlandi vestra. Klukkan sjö á laugardagsmorgun verður einnig appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi klukkan ellefu á laugardag. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu aðfaranótt laugardags.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Umferð Færð á vegum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira