Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2025 21:04 „Samborgari ársins 2024“ í Rangárþingi ytra, Pálína S. Kristinsdóttir í söluskálanum sínum, sem heitir Landvegamót. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að hún sé að verða 85 ára þá stendur hún vaktina alla daga í söluskálanum sínum Landvegamót í Rangárþingi ytra en hér erum við að tala um Pálínu S. Kristinsdóttur, sem hefur fengið heiðursnafnbótina „Samborgari” ársins í Rangárþingi ytra. Söluskálinn Landvegamót eins og hann heitir hjá Pálínu stendur við Landvegamót rétt við Suðurlandsveg þar sem mikil umferð er alla daga og koma margir við hjá Pálínu til að versla til dæmis bensín, matvöru, verkfæri, gúmmískó eða bara til að fara á salerni. Pálína fær líka oft hópa af erlendum ferðamönnum til sín og þá er meira en nóg að gera en dóttir hennar, Sigríður Bergsdóttir vinnur með mömmu sinni í söluskálanum. Í lok nýliðins árs heiðraði sveitarstjórn Rangárþings ytra Pálínu og fékk hún heiðursnafnbótina “Samborgari ársins 2024” fyrir ómetanlega þjónustu við sveitunga sína. „Mér finnst bara mjög skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu eftir öll þessi ár og sé það að fólk kanna að meta það sem ég er að gera. Reyndar hef ég vitað það áður en ég fékk þetta skjal en alltaf fallegt að fá það skjalfest,” segir Pálína stolt og alsæl með nafnbótina og bætir við. „Já, þetta er mjög góður staður enda mikið af fólki hérna, sem er að fara upp Landveg og er að fara upp á hálendið. Hittist hérna, nestar sig hérna og spjallar saman og ber saman ráð sín”. Heiðursskjalið, sem Pálína fékk og hún er að sjálfsögðu með það í söluskálanum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálína, sem verður 85 ára í sumar er staðráðin að halda áfram að standa vaktina á Landvegamótum með bros á vör. „Já, já, ef guð lofar þá held ég áfram en mér er gefin góð heilsa, gott skap, ég hef gaman af þessu,” segir Pálína. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að eiga konu eins og Pálínu? „Það er náttúrulega mjög mikilvægt því að fólk eins og hún er bæði fyrirmyndir og svona meðhjálparar í samfélaginu. Það er ekkert sjálfgefið að standa hér áratugum saman og halda úti verslun og þjónustu,” segir Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Verslun Eldri borgarar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Söluskálinn Landvegamót eins og hann heitir hjá Pálínu stendur við Landvegamót rétt við Suðurlandsveg þar sem mikil umferð er alla daga og koma margir við hjá Pálínu til að versla til dæmis bensín, matvöru, verkfæri, gúmmískó eða bara til að fara á salerni. Pálína fær líka oft hópa af erlendum ferðamönnum til sín og þá er meira en nóg að gera en dóttir hennar, Sigríður Bergsdóttir vinnur með mömmu sinni í söluskálanum. Í lok nýliðins árs heiðraði sveitarstjórn Rangárþings ytra Pálínu og fékk hún heiðursnafnbótina “Samborgari ársins 2024” fyrir ómetanlega þjónustu við sveitunga sína. „Mér finnst bara mjög skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu eftir öll þessi ár og sé það að fólk kanna að meta það sem ég er að gera. Reyndar hef ég vitað það áður en ég fékk þetta skjal en alltaf fallegt að fá það skjalfest,” segir Pálína stolt og alsæl með nafnbótina og bætir við. „Já, þetta er mjög góður staður enda mikið af fólki hérna, sem er að fara upp Landveg og er að fara upp á hálendið. Hittist hérna, nestar sig hérna og spjallar saman og ber saman ráð sín”. Heiðursskjalið, sem Pálína fékk og hún er að sjálfsögðu með það í söluskálanum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálína, sem verður 85 ára í sumar er staðráðin að halda áfram að standa vaktina á Landvegamótum með bros á vör. „Já, já, ef guð lofar þá held ég áfram en mér er gefin góð heilsa, gott skap, ég hef gaman af þessu,” segir Pálína. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að eiga konu eins og Pálínu? „Það er náttúrulega mjög mikilvægt því að fólk eins og hún er bæði fyrirmyndir og svona meðhjálparar í samfélaginu. Það er ekkert sjálfgefið að standa hér áratugum saman og halda úti verslun og þjónustu,” segir Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Verslun Eldri borgarar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira