Körfubolti

Ótrúleg skotsýning Klay Thompson - skoraði 37 stig í einum leikhluta | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thomspn fagnar einni af fjölmörgu körfum sínum í nótt.
Thomspn fagnar einni af fjölmörgu körfum sínum í nótt. vísir/afp
Klay Thompson fór hamförum í nótt þegar Golden State Warriors vann 25 stiga sigur, 126-101, á Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Thompson skoraði alls 52 stig í leiknum en 37 þeirra komu í 3. leikhluta. Hann skráði sig um leið í metabækurnar en enginn leikmaður í sögu NBA hefur skorað jafn mörg stig í einum leikhluta.

Thompson setti niður níu þriggja stiga skot í 3. leikhluta sem er einnig met. Þessi mikla skytta hitti úr öllum 13 skotum sínum utan af velli í leikhlutanum auk þess sem hann setti niður tvö vítaskot.

„Ég var einn af heppnustu leikmönnum í NBA og spilaði með Michael Jordan, Tim Duncan, David Robinson og fleiri stórkostlegum leikmönnum. Jordan gerði ótrúlega hluti nánast í hverjum leik en ég sá hann aldrei gera þetta,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, um frammistöðu Thompson.

Tíu aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt, þar sem sigur Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder bar hæst.

Þetta var 15. sigur Atlanta í röð sem er félagsmet. Haukarnir eru með bestan árangur allra liða í Austurdeildinni en liðið hefur unnið 36 leiki og tapað átta.

Úrslitin í nótt:

Philadelphia 86-91 Toronto

Atlanta 103-93 Oklahoma City

Cleveland 129-90 Charlotte

Miami 89-87 Indiana

New York 113-106 Orlando

Dallas 98-102 Chicago

Minnesota 84-92 New Orleans

San Antonio 99-85 LA Lakers

Denver 99-100 Boston

Phoenix 111-113 Houston

Golden State 126-101 Sacramento

Allar körfur Thompson í 3. leikhluta LeBron James með alvöru troðslu James Harden fór mikinn í nótt
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×