Körfubolti

Tók við WNBA-liði um leið og hún kom heim frá Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jenny Boucek fagnar hér Íslandsmeistaratitli með Keflavík vorið 1998.
Jenny Boucek fagnar hér Íslandsmeistaratitli með Keflavík vorið 1998. Vísir/Brynjar Gauti
Jenny Boucek verður næsti þjálfari WNBA-liðsins Seattle Storm en hún er nýkomin heim til Bandaríkjanna eftir að hafa haldið æfingabúðir á Íslandi fyrr í þessum mánuði.

Jenny Boucek, varð Íslands- og bikarmeistari, með Keflavík tímabilið 1997-98 en gömlu liðsfélagar hennar í Keflavík fengu hana til að koma aftur til Íslands til að halda æfingabúðir fyrir ungar körfuboltakonur.

Jenny Boucek var áður aðstoðarþjálfari Seattle Storm liðsins en hún var einnig aðalþjálfari Sacramento Monarchs frá 2007 til 2009.

Alisha Valavanis, forseti og framkvæmdastjóri Seattle Storm hrósaði Jenny Boucek fyrir vinnusemi, körfuboltagreind og frumlega hugsun en það bíður hennar að setja saman nýtt framtíðarlið og koma liðinu aftur á toppinn.

Á blaðamannafundinum talaði Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks, einnig afar vel um Jenny Boucek en hún vann með honum á undirbúningstímabilinu.

„Jenny var hluti af þjálfarateymi mínu hjá Dallas Mavericks á undirbúningstímabilinu. Ég tel að hún sé ein björtustu og hugmyndaríkustu körfuboltahugsuðum sem við eigum í okkar leik í dag. Seattle vann stórsigur með þessari ráðningu," sagði Rick Carlisle.

Jenny Boucek tók þátt í að vinna fyrsta meistaratitil Seattle Storm árið 2004 en hún var einnig aðstoðarþjálfari félagsins frá 2003 til 2005.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×