Fylkir og Selfoss græða yfir 40 milljónir á Viðari Erni Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar 20. janúar 2015 10:56 Viðar Örn Kjartansson. vísir/vilhelm Sala framherjans Viðars Arnar Kjartanssonar frá Valerenga til kínverska liðsins Jiangsu Guoxin-Sainty mun skila Fylki og Selfoss tugum milljóna króna. Samkvæmt útreikningum Vísis munu bæði lið fá yfir 40 milljónir króna af kaupverðinu sem er samkvæmt heimildum Vísis nálægt hálfum milljarði íslenskra króna. Heimildir Vísis herma að Fylkir hafi við söluna á Viðari Erni til Valerenga í fyrra samið um hluta í áframsölu á Viðari. Heimildir herma að sá hluti sé um 15 prósent og skiptist á milli Fylkis og uppeldisfélags Viðars Selfoss. Um er ræða hátt í 70 milljónir af kaupverðinu sem kínverska liðið borgar. Eftir því sem Vísir kemst næst fær Fylkir stærri hluta af þessari upphæð en Selfoss. Selfoss situr hins vegar í bílstjórasætinu þegar kemur að því að fá úthlutað svokölluðum samstöðubótum til uppeldisfélaga leikmanns sem ná yfir aldurstímabilið 12 til 23 ára – alls 5 prósent þar sem Viðar verður 25 ára á þessu ári. Viðar er uppalinn Selfyssingur og lék með liðinu til tvítugs þegar hann skipti yfir í ÍBV í rúmt ár. Hann fór aftur til Selfoss og spilaði síðan með Fylki í tvö ár þar til hann fór út í fyrra. Samstöðubætur virka þannig að greitt er 0,25 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár frá 12 til 16 ára aldurs. Greitt er 0,5 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár eftir það til 23 ára aldurs. Samkvæmt eftirgrennslan Vísis fær Selfoss 3,5 prósent af þessum 5 prósentum, Fylkir 1 prósent og ÍBV 0,5 prósent. Ljóst er því að bæði Fylkir og Selfoss fá yfir 40 milljónir hvort félag fyrir söluna á Viðari og ÍBV fær að öllum líkindum tvær til þrjár milljónir í sinn hlut. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty greiðir norska félaginu Vålerenga hátt í hálfan milljarð fyrir framherjann Viðar Örn Kjartansson sem er við það að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. 20. janúar 2015 09:40 Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við. 11. nóvember 2014 08:38 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018. 21. nóvember 2014 11:53 Viðar Örn þakkaði Fylki fyrir sig með peningagjöf Framherjinn gaf eftir sinn hlut í greiðslu norska félagsins Vålerenga til Fylkis. 19. janúar 2015 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira
Sala framherjans Viðars Arnar Kjartanssonar frá Valerenga til kínverska liðsins Jiangsu Guoxin-Sainty mun skila Fylki og Selfoss tugum milljóna króna. Samkvæmt útreikningum Vísis munu bæði lið fá yfir 40 milljónir króna af kaupverðinu sem er samkvæmt heimildum Vísis nálægt hálfum milljarði íslenskra króna. Heimildir Vísis herma að Fylkir hafi við söluna á Viðari Erni til Valerenga í fyrra samið um hluta í áframsölu á Viðari. Heimildir herma að sá hluti sé um 15 prósent og skiptist á milli Fylkis og uppeldisfélags Viðars Selfoss. Um er ræða hátt í 70 milljónir af kaupverðinu sem kínverska liðið borgar. Eftir því sem Vísir kemst næst fær Fylkir stærri hluta af þessari upphæð en Selfoss. Selfoss situr hins vegar í bílstjórasætinu þegar kemur að því að fá úthlutað svokölluðum samstöðubótum til uppeldisfélaga leikmanns sem ná yfir aldurstímabilið 12 til 23 ára – alls 5 prósent þar sem Viðar verður 25 ára á þessu ári. Viðar er uppalinn Selfyssingur og lék með liðinu til tvítugs þegar hann skipti yfir í ÍBV í rúmt ár. Hann fór aftur til Selfoss og spilaði síðan með Fylki í tvö ár þar til hann fór út í fyrra. Samstöðubætur virka þannig að greitt er 0,25 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár frá 12 til 16 ára aldurs. Greitt er 0,5 prósent af kaupverðinu fyrir hvert ár eftir það til 23 ára aldurs. Samkvæmt eftirgrennslan Vísis fær Selfoss 3,5 prósent af þessum 5 prósentum, Fylkir 1 prósent og ÍBV 0,5 prósent. Ljóst er því að bæði Fylkir og Selfoss fá yfir 40 milljónir hvort félag fyrir söluna á Viðari og ÍBV fær að öllum líkindum tvær til þrjár milljónir í sinn hlut.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty greiðir norska félaginu Vålerenga hátt í hálfan milljarð fyrir framherjann Viðar Örn Kjartansson sem er við það að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. 20. janúar 2015 09:40 Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við. 11. nóvember 2014 08:38 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018. 21. nóvember 2014 11:53 Viðar Örn þakkaði Fylki fyrir sig með peningagjöf Framherjinn gaf eftir sinn hlut í greiðslu norska félagsins Vålerenga til Fylkis. 19. janúar 2015 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Sjá meira
Viðar Örn með yfir 100 milljónir króna í árslaun Kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty greiðir norska félaginu Vålerenga hátt í hálfan milljarð fyrir framherjann Viðar Örn Kjartansson sem er við það að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. 20. janúar 2015 09:40
Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við. 11. nóvember 2014 08:38
Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00
Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018. 21. nóvember 2014 11:53
Viðar Örn þakkaði Fylki fyrir sig með peningagjöf Framherjinn gaf eftir sinn hlut í greiðslu norska félagsins Vålerenga til Fylkis. 19. janúar 2015 14:30