Tiger í tómu tjóni 30. janúar 2015 21:30 Þessi mynd af Tiger í dag segir allt sem segja þarf. Getty Undanfarin ár hefur umræðan um að Rory McIlroy sé að taka við af Tiger Woods sem stærsta nafnið í golfinu orðið mun háværari en dagurinn í dag gæti endað hana að fullu. McIlroy er að keppa á Dubai Desert Classic sem fram fer á Emirates vellinum en hann fór á kostum á öðrum hring í dag, fékk átta fugla og tíu pör og leiðir þetta sterka mót með einu höggi á heilum 14 höggum undir pari. Á meðan tók Tiger Woods slaginn á Phoenix Open á PGA-mótaröðinni þar sem hann hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 formlega. Eftir fyrsta hring í gær var hann mjög neðarlega á skortöflunni og ekki batnaði það á öðrum hring í dag en eftir níu holur var Woods heila átta yfir pari. Það var á köflum pínlegt að horfa á Woods sem hélt áfram að safna að sér skollum á seinni níu og eftir 18 langar holur voru höggin orðin 82 og Woods 13 höggum yfir pari í heildina. Það stóð hvorki steinn yfir steini í leik þessa sögufræga kylfings en það sem vakti sérstaka athygli var hversu lélegt stutta spilið var hjá honum, þá sérstaklega vippin. Hringur Woods í dag er hans versti á atvinnumannaferli hans sem spannar 19 ár en hann situr í síðasta sæti mótsins þegar þetta er skrifað. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræðan um að Rory McIlroy sé að taka við af Tiger Woods sem stærsta nafnið í golfinu orðið mun háværari en dagurinn í dag gæti endað hana að fullu. McIlroy er að keppa á Dubai Desert Classic sem fram fer á Emirates vellinum en hann fór á kostum á öðrum hring í dag, fékk átta fugla og tíu pör og leiðir þetta sterka mót með einu höggi á heilum 14 höggum undir pari. Á meðan tók Tiger Woods slaginn á Phoenix Open á PGA-mótaröðinni þar sem hann hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 formlega. Eftir fyrsta hring í gær var hann mjög neðarlega á skortöflunni og ekki batnaði það á öðrum hring í dag en eftir níu holur var Woods heila átta yfir pari. Það var á köflum pínlegt að horfa á Woods sem hélt áfram að safna að sér skollum á seinni níu og eftir 18 langar holur voru höggin orðin 82 og Woods 13 höggum yfir pari í heildina. Það stóð hvorki steinn yfir steini í leik þessa sögufræga kylfings en það sem vakti sérstaka athygli var hversu lélegt stutta spilið var hjá honum, þá sérstaklega vippin. Hringur Woods í dag er hans versti á atvinnumannaferli hans sem spannar 19 ár en hann situr í síðasta sæti mótsins þegar þetta er skrifað.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira