Pau Gasol er enn goðsögn hjá LA Lakers þó svo hann spili fyrir Chicago Bulls í dag.
Það var vel tekið á móti honum í gær er hann kom með Bulls í fyrsta skipti í Staples Center. Allir áhorfendur fengu bol sem á stóð: "Takk Pau" og var hann hylltur fyrir leik.
Góðvildin fór svo meðan á frábærum leik stóð sem Lakers vann eftir tvær framlengingar.
Gasol gekk í raðir Lakers um mitt tímabil árið 2008. Þá fór liðið alla leið í úrslit en tapaði.
Næstu tvö árin fór liðið alla leið með Gasol sem algeran lykilmann. Titlarnir líka mikilvægir fyrir Kobe Bryant sem vildi sanna að hann gæti unnið án Shaquille O'Neal.
LA Lakers hyllti Pau Gasol
Tengdar fréttir
NBA: Lakers vann Chicago Bulls í tvíframlengdum leik
Los Angeles Lakers endaði níu leikja taphrinu sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik en tap hefði þýtt nýtt félagsmet yfir flest töp í röð. Memphis Grizzlies vann sinn fimmta leik í röð í nótt.