Tiger Woods byrjar keppnistímabilið illa 30. janúar 2015 09:00 Tiger fann sig ekki á fyrsta hring. Getty Tiger Woods hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 í dag en Phoenix Open er fyrsta hefðbundna PGA-mótið sem hann tekur þátt í síðan um mitt síðasta ár. Woods á eflaust eftir að vona að fall sé fararheill fyrir tímabilið sem nú er að hefjast en hann byrjaði á því að fá skolla á fyrstu tvær holurnar og eftir að hafa leikið 11 holur var hann á fimm höggum yfir pari og meðal neðstu manna. Hann sýndi þó gæði sín á 13. holu með gullfallegu innáhöggi sem skilaði honum erni og einn fugl í viðbót á 17. holu lagaði stöðuna frekar. Woods lék hringinn á 73 höggum eða tveimur yfir pari sem þykir ekki gott á TPC Scottsdale þar sem skor þeirra bestu er yfirleitt í lægra lagi. Woods er því jafn í 105. sæti af 132 keppendum og hann þarf að girða sig í brók á öðrum hring og leika betra golf en í dag ætli hann sér að ná niðurskurðinum. Toppbaráttan eftir fyrsta hring lofar líka mjög góðu þar sem Ryan Palmer leiðir á sjö höggum undir pari en Bubba Watson, Keegan Bradley og Daniel Berger koma þar á eftir á sex höggum undir. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 í dag en Phoenix Open er fyrsta hefðbundna PGA-mótið sem hann tekur þátt í síðan um mitt síðasta ár. Woods á eflaust eftir að vona að fall sé fararheill fyrir tímabilið sem nú er að hefjast en hann byrjaði á því að fá skolla á fyrstu tvær holurnar og eftir að hafa leikið 11 holur var hann á fimm höggum yfir pari og meðal neðstu manna. Hann sýndi þó gæði sín á 13. holu með gullfallegu innáhöggi sem skilaði honum erni og einn fugl í viðbót á 17. holu lagaði stöðuna frekar. Woods lék hringinn á 73 höggum eða tveimur yfir pari sem þykir ekki gott á TPC Scottsdale þar sem skor þeirra bestu er yfirleitt í lægra lagi. Woods er því jafn í 105. sæti af 132 keppendum og hann þarf að girða sig í brók á öðrum hring og leika betra golf en í dag ætli hann sér að ná niðurskurðinum. Toppbaráttan eftir fyrsta hring lofar líka mjög góðu þar sem Ryan Palmer leiðir á sjö höggum undir pari en Bubba Watson, Keegan Bradley og Daniel Berger koma þar á eftir á sex höggum undir.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira