Körfubolti

Damian Lillard tekur sæti Griffin í Stjörnuleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damian Lillard.
Damian Lillard. Vísir/EPA
Damian Lillard verður með í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta eftir allt saman en hann mun taka sæti Blake Griffin í liði Vesturdeildarinnar. Griffin er meiddur og missir af leiknum.

Adam Silver, yfirmaður NBA, valdi Damian Lillard í stað Blake Griffin en Silver hafði áður gengið framhjá Damian Lillard þegar hann valdi varamann Kobe Bryant.

Silver valdi þá miðherjann DeMarcus Cousins sem spilar með Sacramento Kings en kvartaði þó yfir því að það hafi verið mjög erfitt að velja á milli þeirra.   

Damian Lillard hefur átt frábært tímabil með Portland Trail Blazers en hann er með 21,6 stig og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var valinn í Stjörnuleikinn í fyrra.

Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1978 sem Portland Trail Blazers á tvo leikmenn í Stjörnuleiknum en LaMarcus Aldridge er einnig með. Síðasta tvíeyki Trail Blazers í Stjörnuleiknum voru þeir Maurice Lucas og Bill Walton árin 1977 og 1978.

Blake Griffin þarf að fara í aðgerð vegna sýkingar í olnboga en hann var kosinn í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Steve Kerr, þjálfari Vesturdeildarliðsins, mun síðan ákveða það hvaða leikmaður kemur inn í byrjunarliðið fyrir Blake Griffin.

Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fer fram í Madison Square Garden í New York á sunnudaginn kemur.

NBA

Tengdar fréttir

Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins

Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×