Körfubolti

Mavericks vann í framlengingu | Myndbönd

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Dirk og félagar höfðu betur
Dirk og félagar höfðu betur vísir/ap
Alls voru sjö leikir í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Þar bar hæst að Dallas Mavericks lagði Portlands Trail Blazers í framlengdum leik í Dallas.

Dallas Mavericks vann upp 11 stiga forystu Trail Blazers á tveimur síðustu mínútunum í venjulegum leiktíma og knúði fram framlengingu.

Chandler Parsons fór fyrir Mavericks í framlengingunni sem var óspennandi því Mavericks vann að lokum tíu stig sigur 111-101.

Parsons skoraði 20 stig líkt og Monta Ellis fyrir Mavericks en Dirk Nowitzki var stigahæstur með 25 stig en hann tryggði Mavericks framlenginguna.

Damian Lillard skoraði 26 stig fyrir Trail Blazers og LaMarcus Aldridge 25 en hann tók að auki 14 fráköst.

Philadelphia vann aðeins þrjá af 21 fyrstu heimaleikjum sínum á leiktíðinni en síðan þá hefur liðið unnið fjóra heimaleiki í röð.

76ers vann nokkuð öruggan 89-81 sigur á Charlotte Hornets í nótt þar sem Robert Covington skoraði 22 stig fyrir 76ers. Al Jefferson skoraði 18 stig fyrir Hornets.



Úrslit næturinnar:

New Orleans Pelicans – Chicago Bulls 72-107

Washington Wizards – Brooklyn Nets 114-77

New York Knicks – Golden State Warriors 92-106

Philadelphia 76ers – Charlotte Hornets 89-81

Dallas Mavericks – Portland Trail Blazers 111-101

Milwaukee Bucks – Boston Celtics 96-93

Utah Jazz – Sacramento Kings 102-90

Tíu bestu tilþrif næturinnar: Gordon Hayward setti 30 stig gegn Kings:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×