Tiger Woods hætti leik á fyrsta hring á Torrey Pines Kári Örn Hinriksson skrifar 5. febrúar 2015 23:52 Woods fékk far upp í klúbbhús eftir að hann hætti leik. Getty Vandræði Tiger Woods halda áfram en þessi fyrrum besti kylfingur heims dró sig úr leik eftir 11 holur á Farmers Insurance mótinu sem hófst í dag. Mikil pressa hefur verið á Woods undanfarið en um síðustu helgi lék hann versta hring sinn á ferlinum á TPC Scottsdale vellinum þar sem hann endaði í síðasta sæti á Phoenix Open. Woods var á tveimur höggum yfir pari á Torrey Pines vellinum þegar að hann hætti keppni og það leit út fyrir að hann myndi klára hringinn neðarlega á skortöflunni. Þetta er í þriðja sinn sem Woods hættir keppni í síðustu átta atvinnumótum sem hann hefur tekið þátt í en hann sagði við fréttamenn að hann hefði fundið fyrir verkjum í baki á ný. Woods tók sér langt frí frá golfi síðasta haust til þess að ná sér af bakmeiðslum sem hafa plagað hann lengi en samkvæmt þessu virðist hann enn ekki hafa náð sér. Næsta mót sem hann er skráður í er Honda Classic sem fer fram í enda febrúar en óvíst er með þátttöku hans þar. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Vandræði Tiger Woods halda áfram en þessi fyrrum besti kylfingur heims dró sig úr leik eftir 11 holur á Farmers Insurance mótinu sem hófst í dag. Mikil pressa hefur verið á Woods undanfarið en um síðustu helgi lék hann versta hring sinn á ferlinum á TPC Scottsdale vellinum þar sem hann endaði í síðasta sæti á Phoenix Open. Woods var á tveimur höggum yfir pari á Torrey Pines vellinum þegar að hann hætti keppni og það leit út fyrir að hann myndi klára hringinn neðarlega á skortöflunni. Þetta er í þriðja sinn sem Woods hættir keppni í síðustu átta atvinnumótum sem hann hefur tekið þátt í en hann sagði við fréttamenn að hann hefði fundið fyrir verkjum í baki á ný. Woods tók sér langt frí frá golfi síðasta haust til þess að ná sér af bakmeiðslum sem hafa plagað hann lengi en samkvæmt þessu virðist hann enn ekki hafa náð sér. Næsta mót sem hann er skráður í er Honda Classic sem fer fram í enda febrúar en óvíst er með þátttöku hans þar.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira