Frá Eurovision til Haíti: Elín Sif kemur fram ásamt LOTV Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 13:14 LOTV og Elín troða upp á Café Haítí á morgun klukkan 21. Hin sextán ára söngkona, Elín Sif Halldórsdóttir, sem sló eftirminnilega í gegn í undankeppni Eurovision um síðustu helgi, syngur á tónleikum ásamt hljómsveitinni Lilly of the Valley á morgun. Tónleikarnir fara fram á Café Haiti og hefjast klukkan 21:00. Lilly of the Valley spilar svokallaða folk-skotna popptónlist og hefur vakið athygli fyrir líflegar melódíur og angurværa texta. Sveitin hefur verið dugleg að koma fram að undanförnu og gáfu út lagaþrennu í haust og sat sveitin samtals í 16 vikur á topplista Rásar Tvö. Sveitin var stofnuð fyrir Airwaves 2013 og hana skipa þau Tinna Katrín, Logi Marr, Mímir Nordquist, Hrafnkell Már og Leó Ingi. „Síðasta ár var frábært fyrir okkur í LOTV flokknum og við viljum byrja þetta ár á sömu nótum. Við spiluðum á ótal tónleikum síðasta ár og núna langar okkur að prófa staði sem við höfum ekki prófað áður. Þess vegna fannst okkur Café Haiti tilvalinn staður fyrir nýtt prógram. Nýtt efni og nýjar áherslur. Þetta er lítill og huggulegur staður og það er mikil nálægð við listamanninn þarna," segir Logi um tónleikana sem verða á morgun. Hann segir að þau í sveitinni hafi hrifist af Elínu, en Logi heyrði fyrst af henni fyrir skemmstu. „Ég heyrði af Elínu ekki fyrir svo löngu en hreifst af hennar stöffi. Tinna Katrín benti mér á hana áður en þetta Júró fjör byrjaði og við vorum sammála að þarna væri gott talent á ferð. Við höfðum bara samband við hana og buðum henni að opna fyrir okkur kvöldið og hún var heldur betur til í það. Mér finnst svo mikilvægt að við stöndum saman í þessu og hjálpum hvort öðru hér á þessum litla markaði. Hvet fólk allavega til þess að koma og hlusta." Tónlist Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hin sextán ára söngkona, Elín Sif Halldórsdóttir, sem sló eftirminnilega í gegn í undankeppni Eurovision um síðustu helgi, syngur á tónleikum ásamt hljómsveitinni Lilly of the Valley á morgun. Tónleikarnir fara fram á Café Haiti og hefjast klukkan 21:00. Lilly of the Valley spilar svokallaða folk-skotna popptónlist og hefur vakið athygli fyrir líflegar melódíur og angurværa texta. Sveitin hefur verið dugleg að koma fram að undanförnu og gáfu út lagaþrennu í haust og sat sveitin samtals í 16 vikur á topplista Rásar Tvö. Sveitin var stofnuð fyrir Airwaves 2013 og hana skipa þau Tinna Katrín, Logi Marr, Mímir Nordquist, Hrafnkell Már og Leó Ingi. „Síðasta ár var frábært fyrir okkur í LOTV flokknum og við viljum byrja þetta ár á sömu nótum. Við spiluðum á ótal tónleikum síðasta ár og núna langar okkur að prófa staði sem við höfum ekki prófað áður. Þess vegna fannst okkur Café Haiti tilvalinn staður fyrir nýtt prógram. Nýtt efni og nýjar áherslur. Þetta er lítill og huggulegur staður og það er mikil nálægð við listamanninn þarna," segir Logi um tónleikana sem verða á morgun. Hann segir að þau í sveitinni hafi hrifist af Elínu, en Logi heyrði fyrst af henni fyrir skemmstu. „Ég heyrði af Elínu ekki fyrir svo löngu en hreifst af hennar stöffi. Tinna Katrín benti mér á hana áður en þetta Júró fjör byrjaði og við vorum sammála að þarna væri gott talent á ferð. Við höfðum bara samband við hana og buðum henni að opna fyrir okkur kvöldið og hún var heldur betur til í það. Mér finnst svo mikilvægt að við stöndum saman í þessu og hjálpum hvort öðru hér á þessum litla markaði. Hvet fólk allavega til þess að koma og hlusta."
Tónlist Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira