Menning

Framhald væntanlegt af To Kill a Mockingbird

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Framhaldið heitir Go Set a Watchman.
Framhaldið heitir Go Set a Watchman. Vísir
Rithöfundurinn Harper Lee tilkynnti í dag að í sumar muni koma út framhald af fyrstu og einu bók hennar, To Kill a Mockingbird.

Framhaldið heitir Go Set a Watchman en í henni er aðalsöguhetja To Kill a Mockingbird, Scout, orðin fullorðin kona.

Lee sagði í dag að hún hafi skrifað Go Set a Watchman áður en hún skrifaði To Kill a Mockingbird. Ristjórinn sem fékk handritið að framhaldssögunni fyrst í hendurnar heillaðist af endurlitum til æsku Scout sem voru í bókinni og hvatti Lee til að skrifa bók um það.

Handritið að bókinni um fullorðnu Scout var því sett til hliðar. Lee hélt að það væri týnt þar til nýlega en áætlað er að prenta bókina í 2 milljónum eintaka.

To Kill a Mockingbird kom út árið 1960. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og selst í yfir 30 milljónum eintaka en hún hefur aldrei komið út á íslensku. Bókin hefur hins vegar verið lesin í fjöldamörg ár í enskuáföngum í framhaldsskólum landsins.

Árið 1962 kom út vinsæl mynd gerð eftir bókinni með stórstjörnunni Gregory Peck í hlutverki föður Scout, Atticus Finch.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×