McLaren endurnýjar kynnin við Honda Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 16:30 Formúlu 1 keppnisbíll McLaren. Árangur McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur ekki talist góður að undanförnu, en þetta sigursæla lið endaði aðeins í fimmta sæti á síðasta keppnistímabili. McLaren státar af 12 titlum ökumanna, 8 titlum sem bílasmiðir og 182 sigrum í einstökum keppnum Formúlu 1, engum þó frá 2012. Því ættu aðdáendur liðsins að kætast við nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins, en það hefur endurnýjað kynnin við Honda. Á næsta keppnistímabili verður semsagt Honda vél í bílum McLaren, í fyrsta sinni í 23 ár. McLaren verður eina liðið sem verður með vél frá Honda en nafn hennar er RA615H og er forþjöppudrifin. Hin nýja vél Honda er vonandi nægilega öflug til að verma Mercedes Benz liðinu undir uggum en það lið drottnaði yfir keppninni á síðasta ári. Það er þó ekki bara vélin sem verður ný af nálinni hjá McLaren, en bíll McLaren fær nýja trjónu og nýja fjöðrun og afturendinn verður ekki eins breiður og í fyrra. Einnig verður bíllinn öðruvísi málaður og fær margar nýjar auglýsingar, meðal annars frá Mobil 1, SAP, Tag Heuer, Johnnie Walker, Hilton, CNN og KPMG, auk þess sem auðvitað verður auglýsing frá Honda. Ökumenn McLaren á komandi keppnistímabili verða Fernando Alonso og Jenson Button. Formúla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Árangur McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur ekki talist góður að undanförnu, en þetta sigursæla lið endaði aðeins í fimmta sæti á síðasta keppnistímabili. McLaren státar af 12 titlum ökumanna, 8 titlum sem bílasmiðir og 182 sigrum í einstökum keppnum Formúlu 1, engum þó frá 2012. Því ættu aðdáendur liðsins að kætast við nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins, en það hefur endurnýjað kynnin við Honda. Á næsta keppnistímabili verður semsagt Honda vél í bílum McLaren, í fyrsta sinni í 23 ár. McLaren verður eina liðið sem verður með vél frá Honda en nafn hennar er RA615H og er forþjöppudrifin. Hin nýja vél Honda er vonandi nægilega öflug til að verma Mercedes Benz liðinu undir uggum en það lið drottnaði yfir keppninni á síðasta ári. Það er þó ekki bara vélin sem verður ný af nálinni hjá McLaren, en bíll McLaren fær nýja trjónu og nýja fjöðrun og afturendinn verður ekki eins breiður og í fyrra. Einnig verður bíllinn öðruvísi málaður og fær margar nýjar auglýsingar, meðal annars frá Mobil 1, SAP, Tag Heuer, Johnnie Walker, Hilton, CNN og KPMG, auk þess sem auðvitað verður auglýsing frá Honda. Ökumenn McLaren á komandi keppnistímabili verða Fernando Alonso og Jenson Button.
Formúla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira