„Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 10:59 Morrissey mun ekki koma fram á tónleikum í Hörpu en tónleikahaldarar leita nú að öðrum stað fyrir breska tónlistarmanninn á höfuðborgarsvæðinu. Getty/GVA „Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar,“ segir Halldór Kvaran, hjá RR ehf., um ákvörðun breska tónlistarmannsins að spila ekki í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík vegna þess að þar er boðið upp á kjöt. Það var Nútíminn sem greindi fyrstur frá þessu máli hér á landi í gærkvöldi en þar er vitnað í yfirlýsingu frá tónlistarmanninum sem birtist á vef aðdáenda hans sem nefnist True to You. Halldór Kvaran hafði staðið í samningaviðræðum við Morrissey um tónleika í Hörpu en þær strönduðu á því samningsatriði að boðið er upp á kjöt í Hörpu. „Mér skilst að hann spili ekki á stöðum þar sem kjöt er selt og við getum náttúrlega ekki stjórnað því að hvað er á matseðlinum í Hörpu. Þannig að Harpan er dottin út sem möguleiki og við erum að kíkja eftir því hvort það sé einhver annar staður sem við getum notað. Það er ekki flóknara en það,“ segir Halldór. Morrissey er þekktur fyrir andstöðu sína gegn kjötáti en í fyrra sagðist hann ekki sjá mun á barnaníð og kjötáti þegar hann satt fyrir svörum á fyrrnefndri síðu aðdáenda hans True To You. „Þetta er eins og að segja að ég myndi ekki spila í einhverju húsi ef rafmagnið er fengið úr kjarnorku. Þannig að Harpan er ekki möguleiki í þessu tilfelli. Við erum að kíkja hvort við finnum eitthvað annað eða við gefum þetta frá okkur,“ segir Halldór hjá RR ehf. sem hefur staðið fyrir tónleikum hér á landi með hljómsveitum á borð við Metallica, Iron Maiden, Robbie Williams, Elton John, David Bowie og fleirum. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar,“ segir Halldór Kvaran, hjá RR ehf., um ákvörðun breska tónlistarmannsins að spila ekki í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík vegna þess að þar er boðið upp á kjöt. Það var Nútíminn sem greindi fyrstur frá þessu máli hér á landi í gærkvöldi en þar er vitnað í yfirlýsingu frá tónlistarmanninum sem birtist á vef aðdáenda hans sem nefnist True to You. Halldór Kvaran hafði staðið í samningaviðræðum við Morrissey um tónleika í Hörpu en þær strönduðu á því samningsatriði að boðið er upp á kjöt í Hörpu. „Mér skilst að hann spili ekki á stöðum þar sem kjöt er selt og við getum náttúrlega ekki stjórnað því að hvað er á matseðlinum í Hörpu. Þannig að Harpan er dottin út sem möguleiki og við erum að kíkja eftir því hvort það sé einhver annar staður sem við getum notað. Það er ekki flóknara en það,“ segir Halldór. Morrissey er þekktur fyrir andstöðu sína gegn kjötáti en í fyrra sagðist hann ekki sjá mun á barnaníð og kjötáti þegar hann satt fyrir svörum á fyrrnefndri síðu aðdáenda hans True To You. „Þetta er eins og að segja að ég myndi ekki spila í einhverju húsi ef rafmagnið er fengið úr kjarnorku. Þannig að Harpan er ekki möguleiki í þessu tilfelli. Við erum að kíkja hvort við finnum eitthvað annað eða við gefum þetta frá okkur,“ segir Halldór hjá RR ehf. sem hefur staðið fyrir tónleikum hér á landi með hljómsveitum á borð við Metallica, Iron Maiden, Robbie Williams, Elton John, David Bowie og fleirum.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira