Körfubolti

Pelíkanarnir stöðvuðu Haukana | Myndbönd

Anthony Davis var illviðráðanlegur í nótt.
Anthony Davis var illviðráðanlegur í nótt. vísir/getty
Lengstu sigurgöngu í sögu Atlanta Hawks er lokið. Það var New Orleans sem batt enda á hana í nótt.

Eftir 19 sigurleiki í röð var komið að því að Atlanta tapaði. Þetta var líka aðeins þriðja tap liðsins í 36 leikjum.

„Það er nóg eftir af tímabilinu. Það var vissulega gott að vinna 19 leiki í röð. Nú erum við 19-1. Við látum þetta tap ekki hafa áhrif á okkur," sagði Paul Millsap, leikmaður Atlanta, eftir leikinn.

Anthony Davis reyndist Atlanta erfiður í leiknum en hann skoraði 29 stig og tók 13 fráköst. Þetta var sjötti sigur New Orleans í sjö leikjum.

Úrslit:

Cleveland-Philadelphia  97-84

Washington-Charlotte  88-92

Brooklyn-LA Clippers  102-100

Toronto-Milwaukee  75-82

New Orleans-Atlanta  115-100

Oklahoma-Orlando  104-97

Dallas-Minnesota  100-94

Phoenix-Memphis  101-102

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×