Rory McIlroy kláraði dæmið í Dubai 1. febrúar 2015 13:30 Það var gaman að fylgjast með McIlroy um helgina. Getty Rory McIlroy sýndi og sannaði af hverju hann er besti kylfingur heims á Dubai Desert Classic sem kláraðist í dag en hann sigraði á mótinu með yfirburðum. Þetta er aðeins annað mótið sem McIlroy tekur þátt í á tímabilinu en hann lék hringina fjóra á Emirates vellinum á 22 höggum undir pari. Svíinn Alex Noren nældi sér í annað sætið á 19 undir pari eftir frábæran lokahring en sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher, getur verið stoltur af titilvörninni eftir að hafa endað í þriðja sæti á 16 höggum undir pari. McIlroy sýndi allar sínar bestu hliðar um helgina en til að setja það í samhengi þá fékk hann aðeins tvo skolla á 72 holum og leiddi mótið nánast frá byrjun. Fyrir sigurinn fær hann rúmlega 60 milljónir króna í sinn hlut. Golfveislu helgarinnar er þó hvergi nærri lokið en fyrir lokahringinn á Phoenix Open sem er hluti af PGA-mótaröðinni leiðir skotinn Martin Laird með þremur höggum. Þar eru nokkur stór nöfn sem gætu gert atlögu að Laird á lokahringnum, meðal annars Bubba Watson, Zach Johnson og japanska ungstirnið Hideki Matsuyama. Beint útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy sýndi og sannaði af hverju hann er besti kylfingur heims á Dubai Desert Classic sem kláraðist í dag en hann sigraði á mótinu með yfirburðum. Þetta er aðeins annað mótið sem McIlroy tekur þátt í á tímabilinu en hann lék hringina fjóra á Emirates vellinum á 22 höggum undir pari. Svíinn Alex Noren nældi sér í annað sætið á 19 undir pari eftir frábæran lokahring en sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher, getur verið stoltur af titilvörninni eftir að hafa endað í þriðja sæti á 16 höggum undir pari. McIlroy sýndi allar sínar bestu hliðar um helgina en til að setja það í samhengi þá fékk hann aðeins tvo skolla á 72 holum og leiddi mótið nánast frá byrjun. Fyrir sigurinn fær hann rúmlega 60 milljónir króna í sinn hlut. Golfveislu helgarinnar er þó hvergi nærri lokið en fyrir lokahringinn á Phoenix Open sem er hluti af PGA-mótaröðinni leiðir skotinn Martin Laird með þremur höggum. Þar eru nokkur stór nöfn sem gætu gert atlögu að Laird á lokahringnum, meðal annars Bubba Watson, Zach Johnson og japanska ungstirnið Hideki Matsuyama. Beint útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira