Rory McIlroy kláraði dæmið í Dubai 1. febrúar 2015 13:30 Það var gaman að fylgjast með McIlroy um helgina. Getty Rory McIlroy sýndi og sannaði af hverju hann er besti kylfingur heims á Dubai Desert Classic sem kláraðist í dag en hann sigraði á mótinu með yfirburðum. Þetta er aðeins annað mótið sem McIlroy tekur þátt í á tímabilinu en hann lék hringina fjóra á Emirates vellinum á 22 höggum undir pari. Svíinn Alex Noren nældi sér í annað sætið á 19 undir pari eftir frábæran lokahring en sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher, getur verið stoltur af titilvörninni eftir að hafa endað í þriðja sæti á 16 höggum undir pari. McIlroy sýndi allar sínar bestu hliðar um helgina en til að setja það í samhengi þá fékk hann aðeins tvo skolla á 72 holum og leiddi mótið nánast frá byrjun. Fyrir sigurinn fær hann rúmlega 60 milljónir króna í sinn hlut. Golfveislu helgarinnar er þó hvergi nærri lokið en fyrir lokahringinn á Phoenix Open sem er hluti af PGA-mótaröðinni leiðir skotinn Martin Laird með þremur höggum. Þar eru nokkur stór nöfn sem gætu gert atlögu að Laird á lokahringnum, meðal annars Bubba Watson, Zach Johnson og japanska ungstirnið Hideki Matsuyama. Beint útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Rory McIlroy sýndi og sannaði af hverju hann er besti kylfingur heims á Dubai Desert Classic sem kláraðist í dag en hann sigraði á mótinu með yfirburðum. Þetta er aðeins annað mótið sem McIlroy tekur þátt í á tímabilinu en hann lék hringina fjóra á Emirates vellinum á 22 höggum undir pari. Svíinn Alex Noren nældi sér í annað sætið á 19 undir pari eftir frábæran lokahring en sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher, getur verið stoltur af titilvörninni eftir að hafa endað í þriðja sæti á 16 höggum undir pari. McIlroy sýndi allar sínar bestu hliðar um helgina en til að setja það í samhengi þá fékk hann aðeins tvo skolla á 72 holum og leiddi mótið nánast frá byrjun. Fyrir sigurinn fær hann rúmlega 60 milljónir króna í sinn hlut. Golfveislu helgarinnar er þó hvergi nærri lokið en fyrir lokahringinn á Phoenix Open sem er hluti af PGA-mótaröðinni leiðir skotinn Martin Laird með þremur höggum. Þar eru nokkur stór nöfn sem gætu gert atlögu að Laird á lokahringnum, meðal annars Bubba Watson, Zach Johnson og japanska ungstirnið Hideki Matsuyama. Beint útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira