Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2015 20:03 Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri þegar hann fékk tækifæri til að æfa og leika með knattspyrnuliði Manchester United. Hann heitir Axel Rúnar Guðmundsson, er liðlega fimmtugur kúabóndi, og býr á bænum Valdarási ásamt konu og tveim dætrum. Á yngri árum þótti hann svo efnilegur knattspyrnumaður að skoski sóknarpresturinn á Tjörn á Vatnsnesi, séra Róbert Jack, nýtti sér vináttu sína við knattspyrnugoðið Sir Matt Busby til að fara út með hann til æfinga hjá Manchester United. Þar kom það báðum á óvart að hann skyldi fá að æfa með aðalliðinu og fá leik.Rúnar og séra Róbert Jack í ferðinni til Manchester sumarið 1986.„Það var ólýsanlegt að hlaupa inná völlinn með rauðklæddum leikmönnum United í treyju númer 9, - hjá Manchester United,” segir Rúnar, sem notar jafnan seinna nafnið. Og það sem meira var. Hann skoraði mark. Leikurinn var gegn Norwich á undirbúningstímabili fyrir deildakeppnina. Morgunblaðið sagði á sínum tíma frá þessu í heilsíðugrein og séra Róbert Jack fjallaði einnig um leikinn í 2. bindi sjálfsævisögu sinnar. Síðan hefur þetta fallið að mestu í gleymsku, þar til nú að Rúnar rifjar ævintýrið upp á Stöð 2.Rúnar varðveitir ljósmyndir og bréf sem tengjast æfingatímabilinu hjá Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hann segir engan vafa á að þetta hafi verið alvöruleikur. Þetta hafi verið skráður æfingaleikur í leikskrá United fyrir leiktímabilið. Rúnar fékk einnig tækifæri til að æfa með Celtic í Skotlandi og Grenoble í Frakklandi og var boðinn hálfsárs reynslusamningur hjá United. Spurður hvort hann hafi átt raunhæfa möguleika á að verða atvinnumaður í fótbolta svarar Rúnar: „Ég er alveg handviss um það, ef ég hefði farið út á réttum tíma undir réttri leiðsögn.” Rúnar segir frá þessu mikla ævintýri og hversvegna búskapurinn varð ofaná hér í þættinum „Um land allt“ sem má sjá hér að neðan. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri þegar hann fékk tækifæri til að æfa og leika með knattspyrnuliði Manchester United. Hann heitir Axel Rúnar Guðmundsson, er liðlega fimmtugur kúabóndi, og býr á bænum Valdarási ásamt konu og tveim dætrum. Á yngri árum þótti hann svo efnilegur knattspyrnumaður að skoski sóknarpresturinn á Tjörn á Vatnsnesi, séra Róbert Jack, nýtti sér vináttu sína við knattspyrnugoðið Sir Matt Busby til að fara út með hann til æfinga hjá Manchester United. Þar kom það báðum á óvart að hann skyldi fá að æfa með aðalliðinu og fá leik.Rúnar og séra Róbert Jack í ferðinni til Manchester sumarið 1986.„Það var ólýsanlegt að hlaupa inná völlinn með rauðklæddum leikmönnum United í treyju númer 9, - hjá Manchester United,” segir Rúnar, sem notar jafnan seinna nafnið. Og það sem meira var. Hann skoraði mark. Leikurinn var gegn Norwich á undirbúningstímabili fyrir deildakeppnina. Morgunblaðið sagði á sínum tíma frá þessu í heilsíðugrein og séra Róbert Jack fjallaði einnig um leikinn í 2. bindi sjálfsævisögu sinnar. Síðan hefur þetta fallið að mestu í gleymsku, þar til nú að Rúnar rifjar ævintýrið upp á Stöð 2.Rúnar varðveitir ljósmyndir og bréf sem tengjast æfingatímabilinu hjá Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hann segir engan vafa á að þetta hafi verið alvöruleikur. Þetta hafi verið skráður æfingaleikur í leikskrá United fyrir leiktímabilið. Rúnar fékk einnig tækifæri til að æfa með Celtic í Skotlandi og Grenoble í Frakklandi og var boðinn hálfsárs reynslusamningur hjá United. Spurður hvort hann hafi átt raunhæfa möguleika á að verða atvinnumaður í fótbolta svarar Rúnar: „Ég er alveg handviss um það, ef ég hefði farið út á réttum tíma undir réttri leiðsögn.” Rúnar segir frá þessu mikla ævintýri og hversvegna búskapurinn varð ofaná hér í þættinum „Um land allt“ sem má sjá hér að neðan.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15