Strax farið að vísa í fordæmisgildi Al-Thani dómsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 13:45 Lárus Welding ásamt verjanda sínum, Óttari Pálssyni. Vísir/GVA Það fordæmi sem dómur Hæstaréttar í Al-Thani málinu er talinn hafa kom glögglega í ljós í munnlegum málflutningi í Stím-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjendur Lárusar Welding, fyrrum forstjóra Glitnis, og Jóhannesar Baldurssonar, fyrrum framkvæmdastjóra markaðsviðskipta bankans, tókust þar á við ákæruvaldið um aðgang að gögnum og dómkvaðningu matsmanna. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar, fór á fram á aðgang að ýmsum gögnum sem hann telur tengjast málinu og vitnaði í Al-Thani dóminn máli sínu til stuðnings. Gerði hann þetta á grundvelli jafnræði aðila í málinu en hann óskaði eftir aðgangi að gögnunum, en ekki að fá afrit af þeim, eins og verjendur í Al-Thani málinu fóru fram á. Því var ítrekað hafnað og málinu ekki vísað frá á þeim grundvelli. Í dómi Hæstaréttar kemur þó fram að sakborningum hafi boðist að fá aðgang að gögnunum, en ekki afrit.Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni.Vísir/GVAFarið fram á aðgang að gögnum og svo frávísun? Á meðal þeirra gagna sem verjandi Jóhannesar vill fá aðgang að eru samskipti tveggja starfsmanna Glitnis varðandi Stím-viðskiptin. Er það vegna breytts framburðar annars þeirra í málinu, en fallið var frá saksókn á hendur manninum eftir að hann veitti rannsakendum upplýsingar um málið. Saksóknari, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, mótmælti harðlega bæði kröfum um aðgang að gögnum sem og dómkvaðningu matsmanna. Sagði hann að ekki væri hægt að skilja Al-Thani dóminn sem svo að sakborningar ættu rétt á að fá gögn frá þriðja aðila, eins og í tilfelli starfsmanna Glitnis. Auk þess gætu tölvupóstar þeirra gætu innihaldið upplýsingar um fjárhagsstöðu viðskiptavina sem falla undir bankaleynd og orðsendingar sem vörðuðu einkalíf þeirra. Um þetta er fjallað í Al-Thani dómnum og vitnaði saksóknari í hann. Velti Hólmsteinn því svo upp hvort verið væri að fara fram á aðgang að gögnunum svo seinna væri hægt að fara fram á frávísun þess eins og gert var í Al-Thani málinu.Stefndi fjármunum bankans í gríðarlega hættu Stím-málið snýst um ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital. Forsaga málsins er sú að félag að nafni Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Í ákærunni segir að Lárus hafi sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu með því að lána Stím milljarða til að kaupa í bankanum sjálfum og FL Group. Stím málið Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 20:39 Dómur Hæstaréttar svarar þeirri gagnrýni sem hefur komið fram á embættið Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að hátt hafi verið reitt til höggs gegn embættinu og dómstólum. 17. febrúar 2015 18:56 Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54 Kemur til skoðunar hvort Sigurður verði sviptur fálkaorðunni "Við munum fara yfir þetta,“ segir Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. 13. febrúar 2015 13:35 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Það fordæmi sem dómur Hæstaréttar í Al-Thani málinu er talinn hafa kom glögglega í ljós í munnlegum málflutningi í Stím-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjendur Lárusar Welding, fyrrum forstjóra Glitnis, og Jóhannesar Baldurssonar, fyrrum framkvæmdastjóra markaðsviðskipta bankans, tókust þar á við ákæruvaldið um aðgang að gögnum og dómkvaðningu matsmanna. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar, fór á fram á aðgang að ýmsum gögnum sem hann telur tengjast málinu og vitnaði í Al-Thani dóminn máli sínu til stuðnings. Gerði hann þetta á grundvelli jafnræði aðila í málinu en hann óskaði eftir aðgangi að gögnunum, en ekki að fá afrit af þeim, eins og verjendur í Al-Thani málinu fóru fram á. Því var ítrekað hafnað og málinu ekki vísað frá á þeim grundvelli. Í dómi Hæstaréttar kemur þó fram að sakborningum hafi boðist að fá aðgang að gögnunum, en ekki afrit.Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Glitni.Vísir/GVAFarið fram á aðgang að gögnum og svo frávísun? Á meðal þeirra gagna sem verjandi Jóhannesar vill fá aðgang að eru samskipti tveggja starfsmanna Glitnis varðandi Stím-viðskiptin. Er það vegna breytts framburðar annars þeirra í málinu, en fallið var frá saksókn á hendur manninum eftir að hann veitti rannsakendum upplýsingar um málið. Saksóknari, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, mótmælti harðlega bæði kröfum um aðgang að gögnum sem og dómkvaðningu matsmanna. Sagði hann að ekki væri hægt að skilja Al-Thani dóminn sem svo að sakborningar ættu rétt á að fá gögn frá þriðja aðila, eins og í tilfelli starfsmanna Glitnis. Auk þess gætu tölvupóstar þeirra gætu innihaldið upplýsingar um fjárhagsstöðu viðskiptavina sem falla undir bankaleynd og orðsendingar sem vörðuðu einkalíf þeirra. Um þetta er fjallað í Al-Thani dómnum og vitnaði saksóknari í hann. Velti Hólmsteinn því svo upp hvort verið væri að fara fram á aðgang að gögnunum svo seinna væri hægt að fara fram á frávísun þess eins og gert var í Al-Thani málinu.Stefndi fjármunum bankans í gríðarlega hættu Stím-málið snýst um ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital. Forsaga málsins er sú að félag að nafni Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir einnig fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Í ákærunni segir að Lárus hafi sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu með því að lána Stím milljarða til að kaupa í bankanum sjálfum og FL Group.
Stím málið Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 20:39 Dómur Hæstaréttar svarar þeirri gagnrýni sem hefur komið fram á embættið Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að hátt hafi verið reitt til höggs gegn embættinu og dómstólum. 17. febrúar 2015 18:56 Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54 Kemur til skoðunar hvort Sigurður verði sviptur fálkaorðunni "Við munum fara yfir þetta,“ segir Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. 13. febrúar 2015 13:35 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17
Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 20:39
Dómur Hæstaréttar svarar þeirri gagnrýni sem hefur komið fram á embættið Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að hátt hafi verið reitt til höggs gegn embættinu og dómstólum. 17. febrúar 2015 18:56
Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54
Kemur til skoðunar hvort Sigurður verði sviptur fálkaorðunni "Við munum fara yfir þetta,“ segir Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. 13. febrúar 2015 13:35
Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25