„Bárðarbunga er mamman og börnin eru byrjuð að leika sér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 16:33 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, hélt fyrirlestur um eldgosið í Holuhrauni í Háskóla Íslands í dag. Vísir/Valli „Ég heyrði þennan fyrirlestur auglýstan í útvarpinu áðan og þar var sagt að hér myndi koma fram „allt sem þú vilt vita um eldgosið“. Ég ætla nú ekki að lofa ykkur því,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun, og uppskar hlátur viðstaddra við upphaf fyrirlestrar um eldgosið í Holuhrauni í Hátíðarsal Háskóla Íslands í hádeginu. Augljóst er að mikill áhugi er enn á meðal almennings á eldgosinu en fullt var út úr dyrum í Hátíðarsalnum auk þess sem opna þurfti aukastofur svo fleiri kæmust fyrir. Í fyrirlestrinum fór Ármann yfir upphaf eldgossins og hvernig það hefur þróast frá því það hófst í lok ágúst á seinasta ári en hátt í 100 vísindamenn hafa komið að rannsóknum á gosinu.14 milljón tonn af gasi Í máli Ármanns kom fram að gosið í Holuhrauni, eða Nornahrauni, eins og jarðvísindamenn vilja kalla það er stærsta eldgos á Íslandi seinustu 200-300 árin. Þetta sýna mælingar vísindamanna á magni kviku sem komið hefur upp í gosinu. „Meðalframleiðsla á kviku á Íslandi á heilli öld eru 5 rúmkílómetrar. Um 40% þess hefur nú komið upp bara í þessu eldgosi,“ sagði Ármann. Mesta hættan sem stafað hefur af eldgosinu er gasútstreymi þess en í upphafi gossins fóru um 140.000 tonn af brennisteini út á dag. Í dag eru fara um 5.000 tonn af brennisteini frá gosinu út í andrúmsloftið en heildarútstreymið er nálægt 14 milljónum tonna. „Til samanburðar má benda á að Evrópa losar um 5 milljón tonna á ári þannig að þið sjáið að þetta er væg viðbót kerfið,“ sagði Ármann.Alvarlegt ástand sem kallar á að gerðar séu varúðarráðstafanir Mikið hefur verið rætt um þær takmarkanir sem settar eru almenningi hvað varðar aðgang að gosstöðvunum og út í þetta var spurt við lok fyrirlestursins í dag. „Við erum að glíma við eitt stærsta eldfjall landsins, Bárðarbungu, sem er að mestu leyti hulin jökli. Ef eitthvað hreyfir sig undir jöklinum hafa þeir sem eru þarna í grenndinni um 15-20 mínútur til að koma sér í burtu. Segjum að það séu 400-500 manns dreifðir þarna um sandana með ferðaþjónustuaðilum þegar kallið kemur. Það munu kannski 100-200 manns ná að koma sér í burtu og hvernig ætlarðu að réttlæta fjöldann sem verður eftir? Á meðan við erum að glíma við svona alvarlegt ástand og alvarlegt eldfjall verður að gera varúðarráðstafanir,“ svaraði Ármann. Hann sagði það versta sem gæti gerst væri að fá stórt sprengigos undir jökli sem hefði í för með sér mikil flóð. Stór hluti raforkuframleiðslunnar væri til að mynda kominn í vandræði ef flóðið færi til suðurs. Aðspurður hversu langur fyrirvarinn væri á stóru sprengigosi svaraði Ármann: „Fyrirvarinn kom 16. ágúst þegar skjálftavirknin hófst í Bárðarbungu. Þú getur eiginlega ekki fengið lengri fyrirvara en það. Bárðarbungan er mamman í þessu eldfjallakerfi og nú eru börnin byrjuð að leika sér, eins og með eldgosinu sem stendur núna.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir „Ætla með ykkur inn í virkt eldfjall“ Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður með innslög í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 11:40 Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05 Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Þykkt mengunarlag frá austurströnd Bandaríkjanna yfir landinu Er þetta í fyrsta skipti sem mengun frá þessum slóðum mælist hér á landi. 30. janúar 2015 12:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Ég heyrði þennan fyrirlestur auglýstan í útvarpinu áðan og þar var sagt að hér myndi koma fram „allt sem þú vilt vita um eldgosið“. Ég ætla nú ekki að lofa ykkur því,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun, og uppskar hlátur viðstaddra við upphaf fyrirlestrar um eldgosið í Holuhrauni í Hátíðarsal Háskóla Íslands í hádeginu. Augljóst er að mikill áhugi er enn á meðal almennings á eldgosinu en fullt var út úr dyrum í Hátíðarsalnum auk þess sem opna þurfti aukastofur svo fleiri kæmust fyrir. Í fyrirlestrinum fór Ármann yfir upphaf eldgossins og hvernig það hefur þróast frá því það hófst í lok ágúst á seinasta ári en hátt í 100 vísindamenn hafa komið að rannsóknum á gosinu.14 milljón tonn af gasi Í máli Ármanns kom fram að gosið í Holuhrauni, eða Nornahrauni, eins og jarðvísindamenn vilja kalla það er stærsta eldgos á Íslandi seinustu 200-300 árin. Þetta sýna mælingar vísindamanna á magni kviku sem komið hefur upp í gosinu. „Meðalframleiðsla á kviku á Íslandi á heilli öld eru 5 rúmkílómetrar. Um 40% þess hefur nú komið upp bara í þessu eldgosi,“ sagði Ármann. Mesta hættan sem stafað hefur af eldgosinu er gasútstreymi þess en í upphafi gossins fóru um 140.000 tonn af brennisteini út á dag. Í dag eru fara um 5.000 tonn af brennisteini frá gosinu út í andrúmsloftið en heildarútstreymið er nálægt 14 milljónum tonna. „Til samanburðar má benda á að Evrópa losar um 5 milljón tonna á ári þannig að þið sjáið að þetta er væg viðbót kerfið,“ sagði Ármann.Alvarlegt ástand sem kallar á að gerðar séu varúðarráðstafanir Mikið hefur verið rætt um þær takmarkanir sem settar eru almenningi hvað varðar aðgang að gosstöðvunum og út í þetta var spurt við lok fyrirlestursins í dag. „Við erum að glíma við eitt stærsta eldfjall landsins, Bárðarbungu, sem er að mestu leyti hulin jökli. Ef eitthvað hreyfir sig undir jöklinum hafa þeir sem eru þarna í grenndinni um 15-20 mínútur til að koma sér í burtu. Segjum að það séu 400-500 manns dreifðir þarna um sandana með ferðaþjónustuaðilum þegar kallið kemur. Það munu kannski 100-200 manns ná að koma sér í burtu og hvernig ætlarðu að réttlæta fjöldann sem verður eftir? Á meðan við erum að glíma við svona alvarlegt ástand og alvarlegt eldfjall verður að gera varúðarráðstafanir,“ svaraði Ármann. Hann sagði það versta sem gæti gerst væri að fá stórt sprengigos undir jökli sem hefði í för með sér mikil flóð. Stór hluti raforkuframleiðslunnar væri til að mynda kominn í vandræði ef flóðið færi til suðurs. Aðspurður hversu langur fyrirvarinn væri á stóru sprengigosi svaraði Ármann: „Fyrirvarinn kom 16. ágúst þegar skjálftavirknin hófst í Bárðarbungu. Þú getur eiginlega ekki fengið lengri fyrirvara en það. Bárðarbungan er mamman í þessu eldfjallakerfi og nú eru börnin byrjuð að leika sér, eins og með eldgosinu sem stendur núna.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir „Ætla með ykkur inn í virkt eldfjall“ Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður með innslög í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 11:40 Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05 Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Þykkt mengunarlag frá austurströnd Bandaríkjanna yfir landinu Er þetta í fyrsta skipti sem mengun frá þessum slóðum mælist hér á landi. 30. janúar 2015 12:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Ætla með ykkur inn í virkt eldfjall“ Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður með innslög í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 11:40
Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05
Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30
Þykkt mengunarlag frá austurströnd Bandaríkjanna yfir landinu Er þetta í fyrsta skipti sem mengun frá þessum slóðum mælist hér á landi. 30. janúar 2015 12:59
Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00