Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 11:09 Jón Garðar Ögmundsson á McDonald's þegar sá veitingastaður var og hét. Vísir/GVA Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald‘s á Íslandi og veitingastaðarins Metro, fór fram í Hæstarétti í morgun. Jón Garðar var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar í fyrra fyrir að standa ekki skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna McDonald‘s og síðar Metro eftir að McDonald‘s hætti. Staðirnir voru báðir reknir af fyrirtækinu Lyst ehf. sem Jón Garðar fór fyrir. Brotin áttu sér stað árunum 2009 og 2010. Héraðsdómur dæmdi Jón Garðar í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvikin sem nema rúmum 22 milljónum krónum auk þess sem hann var dæmdur til að greiða sekt upp á 45 milljónir króna.Merki Metró.Játaði en samt ekki Verjandi Jóns Garðars fór fram á sýknu í Hæstarétti í morgun og gerði meðal annars athugasemd við þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað væri með „skýlausri játningu ákærða fyrir dómi og með öðrum gögnum málsins að hann hafi framið háttsemina sem í ákæru greinir.“ Spurðu hæstaréttardómarar þá hvort að verjandinn vildi meina að þarna væri dómarinn að túlka orð ákærða og sagðist verjandinn líta svo á. Í dómi héraðsdóms kemur fram að Jón Garðar hafi neitað sök í málinu en þó viðurkennt að ákæran sé rétt, bæði hvað varðaði málavexti og upphæðir. Hann hafi hins vegar ekki getað staðið skil á opinberum gjöldum vegna þess að hann hafði ekki „aðgengi að sjóðum fyrirtækisins“, eins og verjandi hans orðaði það í morgun.Helgi Magnús Gunnarsson.Vísir/GVAEngin gögn sem tengjast samskiptum við bankann Lyst ehf. hafi verið með gengislán hjá viðskiptabanka sínum sem hafi stökkbreyst við fall krónunnar í kjölfar efnahagshrunsins. Við það hafi fyrirtækið lent í rekstrarerfiðleikum en bankinn hafi fyrst og fremst viljað fá greitt af láninu. Því hafi verið ákveðinn ómöguleiki til staðar varðandi það að standa skil á opinberum gjöldum. Eiríkur Tómasson, hæstaréttardómari, spurði verjandann þá hvort eitthvað í gögnum málsins sannaði það að bankinn hafi vísvitandi haldið eftir peningum svo að fyrirtækið gat ekki greitt þau opinberu gjöld sem því bar. Verjandinn kvað svo ekki vera. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði málsvörn Jóns Garðars um rekstrarerfiðleika ekki standast. Slíkt hefði aldrei ráðið niðurstöðu í málum er vörðuðu vanskil á opinberum gjöldum. Hins vegar lægi fyrir af hálfu Jóns Garðars að þáttum málsins væri rétt lýst í ákæru og að hann bæri ábyrgð á skilunum.Jón Garðar Ögmundsson.Vísir/ArnþórAftur ákærður fyrir skattsvik Í júlí í fyrra gaf sérstakur saksóknari svo út aðra ákæru á hendur Jóni Garðari vegna skattsvika upp á tæplega 35 milljónir. Ásgerður Guðmundsdóttir er ákærð ásamt Jóni og nema svikin í hennar tilfelli tæpum 34 milljónum króna. Í ákæru er þeim gefið að sök að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna á árunum 2011 og 2012. Fyrirtækið Lyst ehf. fór í þrot sumarið 2010 og fór rekstur Metro-staðanna þá undir merki fyrirtækisins Líf og heilsa ehf. en Ásgerður var skráður eigandi þess fyrirtækis. Haustið 2012 fór Líf og heilsa svo í þrot en Ásgerður er þó enn eigandi Metro-staðanna, að því er fram kemur á vef Kjarnans. Aðalmeðferð í því máli er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 17. mars næstkomandi. Tengdar fréttir Metro-maður ákærður fyrir undanskot Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Jóni Garðari Ögmundssyni fyrir skattsvik í rekstri Lystar ehf., sem var móðurfyrirtæki McDonald's á Íslandi og síðar hamborgarastaðarins Metro. 17. september 2013 07:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Sjá meira
Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald‘s á Íslandi og veitingastaðarins Metro, fór fram í Hæstarétti í morgun. Jón Garðar var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar í fyrra fyrir að standa ekki skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna McDonald‘s og síðar Metro eftir að McDonald‘s hætti. Staðirnir voru báðir reknir af fyrirtækinu Lyst ehf. sem Jón Garðar fór fyrir. Brotin áttu sér stað árunum 2009 og 2010. Héraðsdómur dæmdi Jón Garðar í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvikin sem nema rúmum 22 milljónum krónum auk þess sem hann var dæmdur til að greiða sekt upp á 45 milljónir króna.Merki Metró.Játaði en samt ekki Verjandi Jóns Garðars fór fram á sýknu í Hæstarétti í morgun og gerði meðal annars athugasemd við þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað væri með „skýlausri játningu ákærða fyrir dómi og með öðrum gögnum málsins að hann hafi framið háttsemina sem í ákæru greinir.“ Spurðu hæstaréttardómarar þá hvort að verjandinn vildi meina að þarna væri dómarinn að túlka orð ákærða og sagðist verjandinn líta svo á. Í dómi héraðsdóms kemur fram að Jón Garðar hafi neitað sök í málinu en þó viðurkennt að ákæran sé rétt, bæði hvað varðaði málavexti og upphæðir. Hann hafi hins vegar ekki getað staðið skil á opinberum gjöldum vegna þess að hann hafði ekki „aðgengi að sjóðum fyrirtækisins“, eins og verjandi hans orðaði það í morgun.Helgi Magnús Gunnarsson.Vísir/GVAEngin gögn sem tengjast samskiptum við bankann Lyst ehf. hafi verið með gengislán hjá viðskiptabanka sínum sem hafi stökkbreyst við fall krónunnar í kjölfar efnahagshrunsins. Við það hafi fyrirtækið lent í rekstrarerfiðleikum en bankinn hafi fyrst og fremst viljað fá greitt af láninu. Því hafi verið ákveðinn ómöguleiki til staðar varðandi það að standa skil á opinberum gjöldum. Eiríkur Tómasson, hæstaréttardómari, spurði verjandann þá hvort eitthvað í gögnum málsins sannaði það að bankinn hafi vísvitandi haldið eftir peningum svo að fyrirtækið gat ekki greitt þau opinberu gjöld sem því bar. Verjandinn kvað svo ekki vera. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði málsvörn Jóns Garðars um rekstrarerfiðleika ekki standast. Slíkt hefði aldrei ráðið niðurstöðu í málum er vörðuðu vanskil á opinberum gjöldum. Hins vegar lægi fyrir af hálfu Jóns Garðars að þáttum málsins væri rétt lýst í ákæru og að hann bæri ábyrgð á skilunum.Jón Garðar Ögmundsson.Vísir/ArnþórAftur ákærður fyrir skattsvik Í júlí í fyrra gaf sérstakur saksóknari svo út aðra ákæru á hendur Jóni Garðari vegna skattsvika upp á tæplega 35 milljónir. Ásgerður Guðmundsdóttir er ákærð ásamt Jóni og nema svikin í hennar tilfelli tæpum 34 milljónum króna. Í ákæru er þeim gefið að sök að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna á árunum 2011 og 2012. Fyrirtækið Lyst ehf. fór í þrot sumarið 2010 og fór rekstur Metro-staðanna þá undir merki fyrirtækisins Líf og heilsa ehf. en Ásgerður var skráður eigandi þess fyrirtækis. Haustið 2012 fór Líf og heilsa svo í þrot en Ásgerður er þó enn eigandi Metro-staðanna, að því er fram kemur á vef Kjarnans. Aðalmeðferð í því máli er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 17. mars næstkomandi.
Tengdar fréttir Metro-maður ákærður fyrir undanskot Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Jóni Garðari Ögmundssyni fyrir skattsvik í rekstri Lystar ehf., sem var móðurfyrirtæki McDonald's á Íslandi og síðar hamborgarastaðarins Metro. 17. september 2013 07:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Sjá meira
Metro-maður ákærður fyrir undanskot Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Jóni Garðari Ögmundssyni fyrir skattsvik í rekstri Lystar ehf., sem var móðurfyrirtæki McDonald's á Íslandi og síðar hamborgarastaðarins Metro. 17. september 2013 07:00