Viðskipti innlent

Engin inn­köllun á NAN þurr­mjólk á Ís­landi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Engin þörf er á innköllun á Íslandi.
Engin þörf er á innköllun á Íslandi. Danól

Nestlé í Noregi hefur af öryggisástæðum hafið innköllun á ákveðnum framleiðslulotum af NAN þurrmjólk fyrir börn. Í tilkynningu frá Danól kemur fram að loturnar sem um ræðir séu hvorki í dreifingu né sölu hér á landi. Því þurfi ekki að fara í neinar innkallanir á þurrmjólkinni á Íslandi.

Í tilkynningu kemur einnig fram að heilbrigðiseftirlitinu og MAST hafi verið tilkynnt um málið og upplýst að innköllunin eigi ekki við um neinar lotur sem til sölu eru hérlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×