Dirk Nowitzki kallaður inn í Stjörnuleikinn á síðustu stundu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2015 19:15 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Dirk Nowitzki, framherji Dallas Mavericks, verður með í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á sunnudagskvöldið þrátt fyrir að hvorki áhugafólkið eða þjálfararnir hafi valið hann. Anthony Davis, framherji New Orleans Pelicans, getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, valdi Dirk Nowitzki í hans stað. Þetta verður þrettándi Stjörnuleikurinn hjá Dirk Nowitzki á ferlinum en þýski framherjinn sem er orðinn 36 ára gamall er með 18,3 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Þetta er annað árið í röð sem hann er með í leiknum en hann var búinn að taka þátt í ellefu Stjörnuleikjum í röð þegar hann var ekki valinn árið 2013. Steve Kerr, þjálfari Vesturdeildarinnar, hefur einnig tilkynnt um hvaða leikmenn koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Kobe Bryant og Blake Griffin. Bryant og Griffin voru kosnir í byrjunarliðið en geta ekki spilað vegna meiðsla. Adam Silver hafði áður valið þá DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings og Damian Lillard hjá Portland Trail Blazers til að taka sæti þeirra Kobe Bryant og Blake Griffin í liði Vesturdeildarinnar. Kerr ákvað að þeir Klay Thompson hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets byrji leikinn í þeirra stað en báðir hafa þeir átt frábært tímabil með liðum sínum. Harden er meðal annars stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,7 stig í leik og Thompson er með 22,1 stig í leik og 44 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Steve Kerr á enn eftir að velja hvaða leikmaður kemur inn í byrjunarliðið fyrir Anthony Davis en nú eru bara eftir tveir leikmenn í byrjunarliðinu sem voru kosnir þangað af almenningi en það eru þeir Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies. NBA Tengdar fréttir Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30 Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15 Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45 Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00 NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Sjá meira
Dirk Nowitzki, framherji Dallas Mavericks, verður með í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á sunnudagskvöldið þrátt fyrir að hvorki áhugafólkið eða þjálfararnir hafi valið hann. Anthony Davis, framherji New Orleans Pelicans, getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, valdi Dirk Nowitzki í hans stað. Þetta verður þrettándi Stjörnuleikurinn hjá Dirk Nowitzki á ferlinum en þýski framherjinn sem er orðinn 36 ára gamall er með 18,3 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Þetta er annað árið í röð sem hann er með í leiknum en hann var búinn að taka þátt í ellefu Stjörnuleikjum í röð þegar hann var ekki valinn árið 2013. Steve Kerr, þjálfari Vesturdeildarinnar, hefur einnig tilkynnt um hvaða leikmenn koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Kobe Bryant og Blake Griffin. Bryant og Griffin voru kosnir í byrjunarliðið en geta ekki spilað vegna meiðsla. Adam Silver hafði áður valið þá DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings og Damian Lillard hjá Portland Trail Blazers til að taka sæti þeirra Kobe Bryant og Blake Griffin í liði Vesturdeildarinnar. Kerr ákvað að þeir Klay Thompson hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets byrji leikinn í þeirra stað en báðir hafa þeir átt frábært tímabil með liðum sínum. Harden er meðal annars stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,7 stig í leik og Thompson er með 22,1 stig í leik og 44 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Steve Kerr á enn eftir að velja hvaða leikmaður kemur inn í byrjunarliðið fyrir Anthony Davis en nú eru bara eftir tveir leikmenn í byrjunarliðinu sem voru kosnir þangað af almenningi en það eru þeir Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Marc Gasol hjá Memphis Grizzlies.
NBA Tengdar fréttir Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30 Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15 Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45 Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00 NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Sjá meira
Cousins inn fyrir Kobe DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar. 31. janúar 2015 23:30
Skvettubræður og Kyle Korver í þriggja stiga keppninni í ár Þriggja stiga skotkeppnin á Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta verður stjörnum prýdd en nú er orðið ljóst hvaða leikmenn ætla að taka þátt að þessu sinni. 6. febrúar 2015 23:15
Allt byrjunarlið Atlanta Hawks valið „leikmaður" mánaðarins Atlanta Hawks varð í janúar fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta til að vinna alla sautján leiki sína í einum mánuði og í gær skrifaði liðið einnig nýjan kafla í söguna þegar NBA-deildin valdi alla fimm byrjunarliðsleikmenn liðsins besta leikmenn Austurdeildarinnar í mánuðinum. 5. febrúar 2015 12:45
Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta. 4. febrúar 2015 23:00
NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. 30. janúar 2015 10:00
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti