Gómsætt grænmeti sigga dögg skrifar 15. febrúar 2015 14:00 Vísir/Getty Nýlega voru stofnuð Samtök grænmetisæta á Íslandi. Samkvæmt vefsíðu Samtaka grænmetisæta þá er það „að gerast grænmetisæta eða vegan er að mörgu leyti einfaldara en fólk gerir sér í hugarlund. Stærsta þrautin er án efa huglæg. Gott er að líta raunsætt á hlutina, og hafa það í huga að samfélagið eins og það er í dag, er ekki sniðið að þörfum grænmetisæta“. Einstaklingar sem eru vegan kjósa að neyta ekki neinna dýraafurða. Mörg matvæli sem eru merkt grænmetisætum geta innihaldið duldar dýraafurðir, til dæmis í formi kjötkrafts í grænmetissúpu. Það að gerast grænmetisæta getur því verið gagnrýnin kúnst þar sem þjálfa þarf þekkingu á innihaldslýsingum og minna gestgjafa á hvar dýraafurðir leynast. Þetta er því spurning um að breyta um hugarfar og þjálfa sig og bragðlaukana upp á nýtt í matreiðslunni. Rétt krydd geta gert hvaða grænmetisrétt gómsætan og því getur verið gott að kynna sér hvaða krydd fara með ákveðnu grænmeti og hvernig meðhöndla skal grænmeti til að ná hámarks bragðgæðum. Hér svarar Sæunn Ingibjörg formaður samtakanna nokkrum algengum spurningum um grænmetisætur.GrænmetisborgariVísir/GettyByrjar maður sem grænmetisæta og verður svo vegan?Það er mjög misjafnt og einstaklingsbundið. Það að gerast grænmetisæta er nokkuð sem einstaklingurinn ákveður á sínum forsendum, bæði hvernig breytingin á sér stað og einnig hversu mörg skref viðkomandi vill taka. Fjölmargar grænmetisætur eru ánægðar með sinn lífsstíl og hafa ekki áhuga á að gerast vegan en fyrir aðra getur það einmitt verið skref á leiðinni að veganisma. Einnig eru dæmi þess að fólk snúi frá hinu hefðbundna mataræði og gerist vegan í einu skrefi en líklega hefur meirihluti vegana verið grænmetisætur fyrst. Upphaflega hélt ég sjálf að veganismi væri nánast goðsagnakennd og óframkvæmanleg hugmyndafræði en með því að taka eitt skref í einu á löngum tíma fannst mér tilhugsunin sífellt meira heillandi. Ég komst í kynni við íslenskt vegan fólk og áttaði mig á að þetta var ekki eins flókið eða fjarstæðukennt og ég hafði haldið. Loksins þegar ég tók skrefið endanlega fólst í því mikill léttir og það hefur veitt mér mikla lífsfyllingu að fara í gegnum lífið á þessum forsendum.Standa samtökin fyrir viðburðum?Já, eitt af markmiðum samtakanna er að bjóða upp á góða fræðslu fyrir bæði grænmetisætur og aðra auk þess sem við viljum styrkja samfélag grænmetisæta. Við höfum t.d. haldið nokkur Pálínuboð (e. potluck) þar sem allir gestir mæta með mat í heljarinnar hlaðborð sem er deilt með öllum. Þessi hlaðborð eru til einföldunar alltaf höfð vegan þar sem sá matur hentar okkur flestum, jafnvel þó allir séu hjartanlega velkomnir. Í síðasta boð mættu á milli 50-60 manns og það næsta verður haldið sunnudaginn 15. febrúar. Til viðbótar við Pálínuboð hafa veirð haldnir spjallfundir og aðrar minni samkomur þar sem grænmetisætur sitja saman og spjalla um lífið og tilveruna. Vísir/GettyAf hverju kýs fólk að verða grænmetisætur?Fyrir því eru ótalmargar ástæður, ýmist praktískar, siðferðislegar eða tilfinningalegar. Stóru málefnaflokkarnir þrír eru umhverfisvernd, heilsuvernd og dýravernd. Það er óumdeilt að aukin neysla grænmetisfæðis er afar mikilvæg fyrir umhverfi og náttúru. Sameinuðu þjóðirnar gáfu t.d. út skýrslu árið 2006 þar sem biðlað var til þjóða að taka höndum saman um breytingu í þessa átt. Nýjar ráðleggingar Landlæknis styðja þetta sjónarmið og benda einnig á heilsufarslegt mikilvægi aukinnar neyslu jurtafæðis. Fjölmargar grænmetisætur hafa snúið frá hefðbundnu mataræði eftir að hafa lent í veikindum eða upplifað hnignandi heilsu, margar þeirra með mjög góðum árangri. Loks er það dýraverndin sem má segja að sé kjarni grænmetishyggjunnar og getur bætt staða dýra ýmist verið ástæða eða afleiðing þess að gerast grænmetisæta. Hugmyndafræði veganismans gengur t.a.m. út frá því að mannkynið eigi hvorki rétt né tilkall til hagnýtingar dýra og þar sem við getum vandræðalaust lifað án þess sé ekki ástæða til að taka þátt í þeirri menningu á nokkurn hátt. Loks má nefna að til eru margar grænmetisætur bæði á Íslandi og erlendis sem hreinlega fæddust sem slíkar og hér eru jafnvel dæmi um „þriðju kynslóðar grænmetisætur“ sem hafa alist upp án þess að borða kjöt eða aðrar dýraafurðir. Þá er hægt að vera í samskiptum við aðra grænmetisætur í gegnum facebook hópinn Íslenskar grænmetisætur og á facebook síðu samtakanna. Grænmetisréttir Heilsa Matur Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Nýlega voru stofnuð Samtök grænmetisæta á Íslandi. Samkvæmt vefsíðu Samtaka grænmetisæta þá er það „að gerast grænmetisæta eða vegan er að mörgu leyti einfaldara en fólk gerir sér í hugarlund. Stærsta þrautin er án efa huglæg. Gott er að líta raunsætt á hlutina, og hafa það í huga að samfélagið eins og það er í dag, er ekki sniðið að þörfum grænmetisæta“. Einstaklingar sem eru vegan kjósa að neyta ekki neinna dýraafurða. Mörg matvæli sem eru merkt grænmetisætum geta innihaldið duldar dýraafurðir, til dæmis í formi kjötkrafts í grænmetissúpu. Það að gerast grænmetisæta getur því verið gagnrýnin kúnst þar sem þjálfa þarf þekkingu á innihaldslýsingum og minna gestgjafa á hvar dýraafurðir leynast. Þetta er því spurning um að breyta um hugarfar og þjálfa sig og bragðlaukana upp á nýtt í matreiðslunni. Rétt krydd geta gert hvaða grænmetisrétt gómsætan og því getur verið gott að kynna sér hvaða krydd fara með ákveðnu grænmeti og hvernig meðhöndla skal grænmeti til að ná hámarks bragðgæðum. Hér svarar Sæunn Ingibjörg formaður samtakanna nokkrum algengum spurningum um grænmetisætur.GrænmetisborgariVísir/GettyByrjar maður sem grænmetisæta og verður svo vegan?Það er mjög misjafnt og einstaklingsbundið. Það að gerast grænmetisæta er nokkuð sem einstaklingurinn ákveður á sínum forsendum, bæði hvernig breytingin á sér stað og einnig hversu mörg skref viðkomandi vill taka. Fjölmargar grænmetisætur eru ánægðar með sinn lífsstíl og hafa ekki áhuga á að gerast vegan en fyrir aðra getur það einmitt verið skref á leiðinni að veganisma. Einnig eru dæmi þess að fólk snúi frá hinu hefðbundna mataræði og gerist vegan í einu skrefi en líklega hefur meirihluti vegana verið grænmetisætur fyrst. Upphaflega hélt ég sjálf að veganismi væri nánast goðsagnakennd og óframkvæmanleg hugmyndafræði en með því að taka eitt skref í einu á löngum tíma fannst mér tilhugsunin sífellt meira heillandi. Ég komst í kynni við íslenskt vegan fólk og áttaði mig á að þetta var ekki eins flókið eða fjarstæðukennt og ég hafði haldið. Loksins þegar ég tók skrefið endanlega fólst í því mikill léttir og það hefur veitt mér mikla lífsfyllingu að fara í gegnum lífið á þessum forsendum.Standa samtökin fyrir viðburðum?Já, eitt af markmiðum samtakanna er að bjóða upp á góða fræðslu fyrir bæði grænmetisætur og aðra auk þess sem við viljum styrkja samfélag grænmetisæta. Við höfum t.d. haldið nokkur Pálínuboð (e. potluck) þar sem allir gestir mæta með mat í heljarinnar hlaðborð sem er deilt með öllum. Þessi hlaðborð eru til einföldunar alltaf höfð vegan þar sem sá matur hentar okkur flestum, jafnvel þó allir séu hjartanlega velkomnir. Í síðasta boð mættu á milli 50-60 manns og það næsta verður haldið sunnudaginn 15. febrúar. Til viðbótar við Pálínuboð hafa veirð haldnir spjallfundir og aðrar minni samkomur þar sem grænmetisætur sitja saman og spjalla um lífið og tilveruna. Vísir/GettyAf hverju kýs fólk að verða grænmetisætur?Fyrir því eru ótalmargar ástæður, ýmist praktískar, siðferðislegar eða tilfinningalegar. Stóru málefnaflokkarnir þrír eru umhverfisvernd, heilsuvernd og dýravernd. Það er óumdeilt að aukin neysla grænmetisfæðis er afar mikilvæg fyrir umhverfi og náttúru. Sameinuðu þjóðirnar gáfu t.d. út skýrslu árið 2006 þar sem biðlað var til þjóða að taka höndum saman um breytingu í þessa átt. Nýjar ráðleggingar Landlæknis styðja þetta sjónarmið og benda einnig á heilsufarslegt mikilvægi aukinnar neyslu jurtafæðis. Fjölmargar grænmetisætur hafa snúið frá hefðbundnu mataræði eftir að hafa lent í veikindum eða upplifað hnignandi heilsu, margar þeirra með mjög góðum árangri. Loks er það dýraverndin sem má segja að sé kjarni grænmetishyggjunnar og getur bætt staða dýra ýmist verið ástæða eða afleiðing þess að gerast grænmetisæta. Hugmyndafræði veganismans gengur t.a.m. út frá því að mannkynið eigi hvorki rétt né tilkall til hagnýtingar dýra og þar sem við getum vandræðalaust lifað án þess sé ekki ástæða til að taka þátt í þeirri menningu á nokkurn hátt. Loks má nefna að til eru margar grænmetisætur bæði á Íslandi og erlendis sem hreinlega fæddust sem slíkar og hér eru jafnvel dæmi um „þriðju kynslóðar grænmetisætur“ sem hafa alist upp án þess að borða kjöt eða aðrar dýraafurðir. Þá er hægt að vera í samskiptum við aðra grænmetisætur í gegnum facebook hópinn Íslenskar grænmetisætur og á facebook síðu samtakanna.
Grænmetisréttir Heilsa Matur Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira