Körfubolti

Kobe ætti að hætta ef Lakers fær ekki alvöru menn

Magic Johnson.
Magic Johnson. vísir/getty
Körfuboltagoðsögnin Magic Johnson er ekki ánægður með sitt gamla félag, LA Lakers, og gagnrýnir yfirmann íþróttamála fyrir að sinna ekki sínu starfi.

Jim Buss tók við þeirri stöðu af föður sínum, Jerry, en Jerry féll frá árið 2013. Magic segir að Buss sé ekki að gera allt sem hann geti til þess að gera Lakers-liðið samkeppnishæft á ný.

„Jim er að reyna að gera allt sjálfur og sanna fyrir öllum að það hafi verið rétt af pabba hans að láta hann fá starfið. Hann ráðfærir sig ekki við neinn sem getur hjálpað honum að vinna NBA-titilinn á ný," sagði Magic.

Lakers missti af úrslitakeppninni í fyrra en það var aðeins í sjötta sinn í sögu félagsins sem það gerist. Lakers er ekki heldur á leið í úrslitakeppnina núna.

Magic segir að það sé allt undir næsta sumar að redda nýjum háklassamönnum. Ef það takist ekki eigi Kobe Bryant að hætta.

„Ef liðið nær ekki í háklassamenn í sumar þá er þetta búið. Ef Buss nær ekki í alvöru menn í sumar þá ætti Kobe að hætta hjá liðinu."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×