Harden einni stoðsendingu frá rosalegri þrennu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 07:30 James Harden átti frábæran leik. vísir/getty James Harden átti stórkostlegan leik fyrir Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli, 127-118. Harden var einni stoðsendingu frá ævintýralega flottri þrennu, en hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þessi magnaði leikmaður skoraði 20 stig bara í fjórða leikhlutanum þar sem Houston sleit sig frá Phoenix og landaði sigrinum, en gestirnir unnu síðasta fjórðunginn með tíu stigum þökk sé honum. Harden hitti úr 13 af 23 skotum sínum í teignum og þremur af sjö þriggja stiga skotum auk þess að nýta 11 af 14 vítaskotum. Houston heldur eins leiks forystu á Portland í baráttunni um þriðja sæti í vesturdeildinni þar sem heimavallarrétturinn mun væntanlega skipta þokkalegu máli í úrslitakeppninni, en liðið er þremur sigrum á eftir Memphis sem er í öðru sæti. Sjáðu Harden fara á kostum í nótt: Talandi um Memphis. Það vann það níu stiga heimasigur á Brooklyn Nets í nótt, 95-86. Heimamenn voru með þrettán stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir náðu ekki að éta upp. Marc Gasol heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur fyrir Memphis, en spænski miðherjinn skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Zach Randolph var þó stigahæstur með 19 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst. Bróðir Gasol, Pau, hefur líka spilað frábærlega á tímabilinu eftir að skipta yfir til Chicago og hann fór fyrir sínum mönnum sem völtuðu yfir Sacramento Kings, 104-86, á heimavelli. Gasol skoraði 26 stig og tók 16 fráköst, en hann hitti úr 11 af 15 skotum sínum í teignum. Tony Snell kom hrikalega öflugur inn af bekknum og skoraði 24 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu. Chicago-liðið er í þriðja sæti austurdeildarinnar og búið að vinna þrjá leiki í röð, en það er 2,5 sigrum á eftir Toronto sem er í öðru sætinu. Atlanta er sem fyrr á toppnum í austrinu með örugga forystu þar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Detroit Pistons 78-106 Phoenix Suns - Hoston Rockets 118-127 Chicago Bulls - Sacramento Kings 104-86 Memphis Grizzlies - Brooklyn Nets 95-86 LA Lakers - Denver Nuggets 96-106Staðan í deildinni.Jeff Green setur niður hollí hú-troðslu: Ben McLemore treður í Chicago NBA Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
James Harden átti stórkostlegan leik fyrir Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli, 127-118. Harden var einni stoðsendingu frá ævintýralega flottri þrennu, en hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þessi magnaði leikmaður skoraði 20 stig bara í fjórða leikhlutanum þar sem Houston sleit sig frá Phoenix og landaði sigrinum, en gestirnir unnu síðasta fjórðunginn með tíu stigum þökk sé honum. Harden hitti úr 13 af 23 skotum sínum í teignum og þremur af sjö þriggja stiga skotum auk þess að nýta 11 af 14 vítaskotum. Houston heldur eins leiks forystu á Portland í baráttunni um þriðja sæti í vesturdeildinni þar sem heimavallarrétturinn mun væntanlega skipta þokkalegu máli í úrslitakeppninni, en liðið er þremur sigrum á eftir Memphis sem er í öðru sæti. Sjáðu Harden fara á kostum í nótt: Talandi um Memphis. Það vann það níu stiga heimasigur á Brooklyn Nets í nótt, 95-86. Heimamenn voru með þrettán stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir náðu ekki að éta upp. Marc Gasol heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur fyrir Memphis, en spænski miðherjinn skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Zach Randolph var þó stigahæstur með 19 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst. Bróðir Gasol, Pau, hefur líka spilað frábærlega á tímabilinu eftir að skipta yfir til Chicago og hann fór fyrir sínum mönnum sem völtuðu yfir Sacramento Kings, 104-86, á heimavelli. Gasol skoraði 26 stig og tók 16 fráköst, en hann hitti úr 11 af 15 skotum sínum í teignum. Tony Snell kom hrikalega öflugur inn af bekknum og skoraði 24 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu. Chicago-liðið er í þriðja sæti austurdeildarinnar og búið að vinna þrjá leiki í röð, en það er 2,5 sigrum á eftir Toronto sem er í öðru sætinu. Atlanta er sem fyrr á toppnum í austrinu með örugga forystu þar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Detroit Pistons 78-106 Phoenix Suns - Hoston Rockets 118-127 Chicago Bulls - Sacramento Kings 104-86 Memphis Grizzlies - Brooklyn Nets 95-86 LA Lakers - Denver Nuggets 96-106Staðan í deildinni.Jeff Green setur niður hollí hú-troðslu: Ben McLemore treður í Chicago
NBA Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira