Veðrið setur strik í reikninginn á Honda Classic - McIlroy úr leik 28. febrúar 2015 01:55 Brendan Steele lét rigninguna ekki aftra sér í dag. Getty Rory McIlroy vonar eflaust að fall sé fararheill en hann er úr leik á Honda Classic sem fram fer á PGA National vellinum. Eftir tvo hringi er þessi besti kylfingur heims mjög neðarlega á skortöflunni á sjö höggum yfir pari. Mótið er það fyrsta sem McIlroy tekur átt í á PGA-mótaröðinni á árinu en hann mun ekki koma til með að ná niðurskurðinum. Veðrið í Flórídaríki setti strik í reikninginn á öðrum hring en það þurfti að fresta leik tvisvar og sumir kylfingar náðu aðeins að klára nokkrar holur. Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele leiðir mótið eins og er en hann lék fyrsta hring á 66 höggum eða fjórum undir pari. Hann var svo í banastuði á fyrstu fjórum holunum á öðrum hring þar sem hann fékk bara fugla áður en leikur var stöðvaður vegna veðurs. Steele er því á átta höggum undir pari, tveimur höggum betri heldur en hinn ungi Patrick Reed sem náði að ljúka öðrum hring og er samtals á sex höggum undir pari. Veðurspáin á PGA-National vellinum er betri á morgun en rástímar á þriðja degi hafa færst til svo að hægt verði að klára annan hring. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Rory McIlroy vonar eflaust að fall sé fararheill en hann er úr leik á Honda Classic sem fram fer á PGA National vellinum. Eftir tvo hringi er þessi besti kylfingur heims mjög neðarlega á skortöflunni á sjö höggum yfir pari. Mótið er það fyrsta sem McIlroy tekur átt í á PGA-mótaröðinni á árinu en hann mun ekki koma til með að ná niðurskurðinum. Veðrið í Flórídaríki setti strik í reikninginn á öðrum hring en það þurfti að fresta leik tvisvar og sumir kylfingar náðu aðeins að klára nokkrar holur. Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele leiðir mótið eins og er en hann lék fyrsta hring á 66 höggum eða fjórum undir pari. Hann var svo í banastuði á fyrstu fjórum holunum á öðrum hring þar sem hann fékk bara fugla áður en leikur var stöðvaður vegna veðurs. Steele er því á átta höggum undir pari, tveimur höggum betri heldur en hinn ungi Patrick Reed sem náði að ljúka öðrum hring og er samtals á sex höggum undir pari. Veðurspáin á PGA-National vellinum er betri á morgun en rástímar á þriðja degi hafa færst til svo að hægt verði að klára annan hring.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira