Steiktur humar með ólífusalsa, avókadó og grilluðu súrdeigsbrauði Eyþór Rúnarsson skrifar 28. febrúar 2015 12:00 Vísir Eyþór Rúnarsson meistarakokkur gefur lesendum hér uppskrift að girnilegum humarrétti sem hann hristi fram úr erminni í þætti sínum Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2. Rétturinn er vonum framar bragðgóður og einfaldur í gerð. Steiktur humar með ólífusalsa, avókadó og grilluðu súrdeigsbrauði Ólífusalsa 100 g steinlausar ólífur í olíu ½ fínt skorinn rauðlaukur 1 stk. gul paprika fínt skorin 1 msk. fínt skorið rautt chili ½ stk. hunangsmelóna (skorin í litla teninga) 2 msk. fínt skorin ítölsk steinselja 2 msk. sítrónusafi 100 ml extra virgin ólífuolía sjávarsalt hvítur pipar úr kvörn Skerið ólífurnar í fernt og setjið í skál með öllu hinu hráefninu. Smakkið til með salti og pipar. Humar og súrdeigsbrauð2 stk. fullþroskuð avókadó12 stk. pillaðir stórir humarhalar4 stk. súrdeigbrauðsneiðar½ sítrónaÓlífuolíaSjávarsaltHvítur pipar úr kvörn Skerið avókadóið í tvennt, takið steininn úr því og skafið allt innan úr því með matskeið. Setjið á disk og kreistið safann úr sítrónunni yfir avókadóið, stappið allt saman með gaffli og smakkið til með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið humarinn í ca. 2 mín á hvorri hlið. Penslið súrdeigsbrauðið með ólífuolíu og grillið það á grillpönnu í ca. 1 mín á hvorri hlið. Kryddið brauðið með salti og pipar. Smyrjið avókadómaukinu yfir brauðið og raðið steikta humrinum ofan á brauðið og setjið ólífusalsað yfir. Eyþór Rúnarsson Grillréttir Humar Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp
Eyþór Rúnarsson meistarakokkur gefur lesendum hér uppskrift að girnilegum humarrétti sem hann hristi fram úr erminni í þætti sínum Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2. Rétturinn er vonum framar bragðgóður og einfaldur í gerð. Steiktur humar með ólífusalsa, avókadó og grilluðu súrdeigsbrauði Ólífusalsa 100 g steinlausar ólífur í olíu ½ fínt skorinn rauðlaukur 1 stk. gul paprika fínt skorin 1 msk. fínt skorið rautt chili ½ stk. hunangsmelóna (skorin í litla teninga) 2 msk. fínt skorin ítölsk steinselja 2 msk. sítrónusafi 100 ml extra virgin ólífuolía sjávarsalt hvítur pipar úr kvörn Skerið ólífurnar í fernt og setjið í skál með öllu hinu hráefninu. Smakkið til með salti og pipar. Humar og súrdeigsbrauð2 stk. fullþroskuð avókadó12 stk. pillaðir stórir humarhalar4 stk. súrdeigbrauðsneiðar½ sítrónaÓlífuolíaSjávarsaltHvítur pipar úr kvörn Skerið avókadóið í tvennt, takið steininn úr því og skafið allt innan úr því með matskeið. Setjið á disk og kreistið safann úr sítrónunni yfir avókadóið, stappið allt saman með gaffli og smakkið til með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið humarinn í ca. 2 mín á hvorri hlið. Penslið súrdeigsbrauðið með ólífuolíu og grillið það á grillpönnu í ca. 1 mín á hvorri hlið. Kryddið brauðið með salti og pipar. Smyrjið avókadómaukinu yfir brauðið og raðið steikta humrinum ofan á brauðið og setjið ólífusalsað yfir.
Eyþór Rúnarsson Grillréttir Humar Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp