Óttinn rekinn á brott Rikka skrifar 1. mars 2015 10:00 Vísir/Getty Ótti er orð sem að margir hræðast enda ekki að ástæðulausu. Hann er oft á tíðum grunnur af því hvernig við sjáum okkur sjálf, hvernig við tökum ákvarðanir og hvað við gerum. Hvernig getur þetta litla áferðafallega orð valdið svona miklum usla í lífi hvers manns og hvað er það í rauninni sem við óttumst þegar allt kemur til alls? Ótti á sér margar hliðar og búninga til skiptanna, hann getur komið fram sem stjórnsemi þar sem að viðkomandi sem klæðist búningnum finnur sig knúinn til að stjórna öllum mögulegu aðstæðum þar sem að hann óttast endanlega útkomuna. Ótti getur komið fram sem stress og streita, við óttumst að standa okkur ekki, gera hlutina ekki nægilega vel. Út frá búningunum höfnun og gagnrýni stöndum við okkur að því að halda aftur af okkur orðum og segja ekki hvað í hjarta okkar býr. Ótti er einnig undirstaðan í meðvirkni, við samþykkjum að gera hluti sem að við viljum í rauninni ekki gera. Óttinn kemur víða við og lætur engan ósnortinn. Fyrsta skrefið til þess að losna undan óttanum er að vera meðvitaður um það hvar hann stígur niður í þínu lífi. Kannast þú við einhverja af þessum búningum sem ég nefndi hér að ofan? Annað skrefið er að vera þakklátur og finna fyrir kærleikatilfinningu. Lokaðu augunum og hugsaðu um einhvern sem að þér þykir vænt um og finndu hlýjuna sem fer um líkamann. Þakkaðu fyrir það sem að þú hefur í lífinu og einbeittu þér að því. Þriðja skrefið er að hugleiða. Þú getur leitt markmið og hugmyndir inn í hugleiðsluna þína. Sjáðu fyrir þér bestu mögulegu útkomuna fyrir þig. Hugleiðsla hefur einnig róandi áhrif á hugann og hugsanir skýrast í kjölfarið. Í fjórða skrefinu liggur traust, treystu því að allt fari á besta veg. Þú hefur ekkert að óttast og getur miklu meira en þú heldur. Fimmta skrefið felur í sér að umkringja þig jákvæðu og hvetjandi fólki, fólki sem hefur trú á þér og ber hag þinn fyrir brjósti. Heilsa Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið
Ótti er orð sem að margir hræðast enda ekki að ástæðulausu. Hann er oft á tíðum grunnur af því hvernig við sjáum okkur sjálf, hvernig við tökum ákvarðanir og hvað við gerum. Hvernig getur þetta litla áferðafallega orð valdið svona miklum usla í lífi hvers manns og hvað er það í rauninni sem við óttumst þegar allt kemur til alls? Ótti á sér margar hliðar og búninga til skiptanna, hann getur komið fram sem stjórnsemi þar sem að viðkomandi sem klæðist búningnum finnur sig knúinn til að stjórna öllum mögulegu aðstæðum þar sem að hann óttast endanlega útkomuna. Ótti getur komið fram sem stress og streita, við óttumst að standa okkur ekki, gera hlutina ekki nægilega vel. Út frá búningunum höfnun og gagnrýni stöndum við okkur að því að halda aftur af okkur orðum og segja ekki hvað í hjarta okkar býr. Ótti er einnig undirstaðan í meðvirkni, við samþykkjum að gera hluti sem að við viljum í rauninni ekki gera. Óttinn kemur víða við og lætur engan ósnortinn. Fyrsta skrefið til þess að losna undan óttanum er að vera meðvitaður um það hvar hann stígur niður í þínu lífi. Kannast þú við einhverja af þessum búningum sem ég nefndi hér að ofan? Annað skrefið er að vera þakklátur og finna fyrir kærleikatilfinningu. Lokaðu augunum og hugsaðu um einhvern sem að þér þykir vænt um og finndu hlýjuna sem fer um líkamann. Þakkaðu fyrir það sem að þú hefur í lífinu og einbeittu þér að því. Þriðja skrefið er að hugleiða. Þú getur leitt markmið og hugmyndir inn í hugleiðsluna þína. Sjáðu fyrir þér bestu mögulegu útkomuna fyrir þig. Hugleiðsla hefur einnig róandi áhrif á hugann og hugsanir skýrast í kjölfarið. Í fjórða skrefinu liggur traust, treystu því að allt fari á besta veg. Þú hefur ekkert að óttast og getur miklu meira en þú heldur. Fimmta skrefið felur í sér að umkringja þig jákvæðu og hvetjandi fólki, fólki sem hefur trú á þér og ber hag þinn fyrir brjósti.
Heilsa Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið