Útgáfa Aaru´s Awakening fer vel af stað Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2015 14:09 Allar útlínur leiksins eru handteiknaðar. Lumenox Tölvuleikurinn Aaru´s Awakening kom út í vikunni en hann er gerður af íslenska fyrirtækinu Lumenox. Útgáfan mun hafa verið vel af stað og unnið er að því að gefa leikinn út á Playstation og Xbox leikjatölvurnar. „Þetta hefur farið mjög vel af stað,“ segir Jóhann Ingi Guðjónsson um útgáfu leiksins. „Það lítur út fyrir að við séum að ná mjög góðri sölu. Þó við fáum ekki tölur strax lítur þetta mjög vel út.“ Þá segir Jóhann að leikurinn hafi fengið mjög góða dóma erlendis. Þó séu gagnrýnendur stórra miðla enn að spila leikinn og Jóhann segir þá hjá Lumenox vera mjög spennta fyrir hvað komi út úr því. Dómur um leikinn mun birtast á Leikjavísi á næstu misserum. Lumenox mun gefa leikinn út á Playstation þrjú og fjögur og vinna þeir einnig að því að gefa leikinn út á Xbox One leikjatölvu Microsoft. Enn sem komið er, er leikurinn eingöngu fáanlegur á Steam leikjaveitunni fyrir PC tölvur. Allar útlínur leiksins eru handteiknaðar og þykir hann vera einstaklega fallegur. Jóhann segir leikinn vera litaðan á tölvur, en hefði það verið gert með höndum hefði það tekið mjög langan tíma. „Þetta er fyrsti leikur allra sem koma að honum. Þannig að við erum að fara vel yfir það sem allir eru að segja, þá gagnrýnendur og almennir leikjaspilarar. Við reynum að læra sem mest af þessu, því þetta verður ekki síðasti leikurinn okkar,“ segir Jóhann. Leikjavísir Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Tölvuleikurinn Aaru´s Awakening kom út í vikunni en hann er gerður af íslenska fyrirtækinu Lumenox. Útgáfan mun hafa verið vel af stað og unnið er að því að gefa leikinn út á Playstation og Xbox leikjatölvurnar. „Þetta hefur farið mjög vel af stað,“ segir Jóhann Ingi Guðjónsson um útgáfu leiksins. „Það lítur út fyrir að við séum að ná mjög góðri sölu. Þó við fáum ekki tölur strax lítur þetta mjög vel út.“ Þá segir Jóhann að leikurinn hafi fengið mjög góða dóma erlendis. Þó séu gagnrýnendur stórra miðla enn að spila leikinn og Jóhann segir þá hjá Lumenox vera mjög spennta fyrir hvað komi út úr því. Dómur um leikinn mun birtast á Leikjavísi á næstu misserum. Lumenox mun gefa leikinn út á Playstation þrjú og fjögur og vinna þeir einnig að því að gefa leikinn út á Xbox One leikjatölvu Microsoft. Enn sem komið er, er leikurinn eingöngu fáanlegur á Steam leikjaveitunni fyrir PC tölvur. Allar útlínur leiksins eru handteiknaðar og þykir hann vera einstaklega fallegur. Jóhann segir leikinn vera litaðan á tölvur, en hefði það verið gert með höndum hefði það tekið mjög langan tíma. „Þetta er fyrsti leikur allra sem koma að honum. Þannig að við erum að fara vel yfir það sem allir eru að segja, þá gagnrýnendur og almennir leikjaspilarar. Við reynum að læra sem mest af þessu, því þetta verður ekki síðasti leikurinn okkar,“ segir Jóhann.
Leikjavísir Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira