„Hákarlinn" bítur í Tiger Woods Kári Örn Hinriksson skrifar 26. febrúar 2015 08:15 Tiger Woods er ávalt miðpunktur athyglinnar. Getty Öll spjót beinast að Tiger Woods og hans vandamálum þessa dagana en fáir virðast hafa trú á því að þessi goðsagnakenndi kylfingur nái að komast aftur í sitt besta form eftir stöðug meiðsli og vandræði í einkalífinu á undanförnum árum.Greg Norman, sem oft er kallaður Hákarlinn, er einn af þeim en í viðtali við Today Show fyrr í vikunni tjáði hann sig um vandamál Woods. „Ég held að Tiger eigi ekki eftir að verða tilbúinn fyrir Masters mótið sem fram í apríl. Miðað við hvernig stutta spilið hjá honum er búið að vera undanfarið.“ Norman, sem hefur sigrað í 90 atvinnumótum á ferlinum og var á sínum tíma besti kylfingur heims talaði einnig um hvernig andlegi þátturinn hamlar Woods. „Á lykilstundum í stærstu mótunum þarf maður að hafa sjálfstraust og Tiger virðist ekki vera með þetta óbilandi sjálfstraust sem hann var með áður fyrr. Í hreinskilni sagt þá held ég að hann eigi aldrei eftir að ná fyrri hæðum.“ Woods er þessa dagana í fríi frá keppnisgolfi eftir að hafa byrjað tímabilið afar illa. Hann mun ekki vera meðal þátttakenda á Honda Classic sem hefst á morgun en þar munu flestir af bestu kylfingum heims mæta til leiks. Þá hefur hann ekki þátttökurétt á Cadillac meistaramótinu sem fram fer í næstu viku þar sem hann hefur verið í frjálsu falli niður heimslistann að undanförnu. Á eftir því kemur Valspar meistaramótið sem er mót sem Woods hefur aldrei tekið þátt í áður þannig að hann mun eflaust ekki snúa til baka á golfvöllinn fyrr en í fyrsta lagi á Arnold Palmer Invitational.Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, tjáði sig um skjólstæðing sinn fyrr í vikunni en hann segir að allt gangi betur hjá honum og að æfingarnar á undanförnum vikum séu byrjaðar að skila sér. Woods hefur á ferlinum sigrað alls átta sinnum á Arnold Palmer Invitational og það væri því ekki ólíklegt að hann mæti til leiks þar á ný, vonandi í betra formi og við betri heilsu. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Öll spjót beinast að Tiger Woods og hans vandamálum þessa dagana en fáir virðast hafa trú á því að þessi goðsagnakenndi kylfingur nái að komast aftur í sitt besta form eftir stöðug meiðsli og vandræði í einkalífinu á undanförnum árum.Greg Norman, sem oft er kallaður Hákarlinn, er einn af þeim en í viðtali við Today Show fyrr í vikunni tjáði hann sig um vandamál Woods. „Ég held að Tiger eigi ekki eftir að verða tilbúinn fyrir Masters mótið sem fram í apríl. Miðað við hvernig stutta spilið hjá honum er búið að vera undanfarið.“ Norman, sem hefur sigrað í 90 atvinnumótum á ferlinum og var á sínum tíma besti kylfingur heims talaði einnig um hvernig andlegi þátturinn hamlar Woods. „Á lykilstundum í stærstu mótunum þarf maður að hafa sjálfstraust og Tiger virðist ekki vera með þetta óbilandi sjálfstraust sem hann var með áður fyrr. Í hreinskilni sagt þá held ég að hann eigi aldrei eftir að ná fyrri hæðum.“ Woods er þessa dagana í fríi frá keppnisgolfi eftir að hafa byrjað tímabilið afar illa. Hann mun ekki vera meðal þátttakenda á Honda Classic sem hefst á morgun en þar munu flestir af bestu kylfingum heims mæta til leiks. Þá hefur hann ekki þátttökurétt á Cadillac meistaramótinu sem fram fer í næstu viku þar sem hann hefur verið í frjálsu falli niður heimslistann að undanförnu. Á eftir því kemur Valspar meistaramótið sem er mót sem Woods hefur aldrei tekið þátt í áður þannig að hann mun eflaust ekki snúa til baka á golfvöllinn fyrr en í fyrsta lagi á Arnold Palmer Invitational.Mark Steinberg, umboðsmaður Woods, tjáði sig um skjólstæðing sinn fyrr í vikunni en hann segir að allt gangi betur hjá honum og að æfingarnar á undanförnum vikum séu byrjaðar að skila sér. Woods hefur á ferlinum sigrað alls átta sinnum á Arnold Palmer Invitational og það væri því ekki ólíklegt að hann mæti til leiks þar á ný, vonandi í betra formi og við betri heilsu.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira