Varð bikarmeistari með glerbrot í hælnum Tómas Þór Þóraðrson skrifar 25. febrúar 2015 14:35 Tómas Þórður Hilmarsson lét taka risastórt stykki úr hælnum tveimur vikum fyrir bikarúrslitaleikinn en það var meira eftir. vísir/þórdís/aðsend „Maður lifir á þessu eitthvað út vikuna,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson, framherji Stjörnunnar, sem varð bikarmeistari með Garðabæjarliðinu eftir ótrúlegan sigur á KR síðastliðinn laugardag. Tómas Þórður átti flotta innkomu í leikinn, en hann spilaði tólf mínútur, skoraði fimm stig, tók þrjú fráköst og varði tvö skot. Hann nýtti eina skotið sitt í teignum og eina skotið sitt fyrir utan þriggja stiga línuna. Frammistaða Tómasar er áhugaverð í ljósi þess að hann spilaði með nokkur glerbrot föst í hælnum og hafði lítið æft í aðdraganda leiksins. „Tveimur vikum fyrir leikinn var ég í afmæli hjá Jóhanni Laxdal [Leikmanni karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta, innsk.blm] þar sem ég steig á flöskubotn,“ segir Tómas Þórður í samtali við Vísi. „Það brotnaði flaska og ég steig aftur fyrir mig og fæ glerbrot í gegnum skóinn og upp í hælinn. Ég fór beint á slysó þar sem stærsta stykkið var tekið úr mér, en ég æfði ekkert í heila viku eftir það. Þegar ég spilaði Fjölnisleikinn á mánudaginn í síðustu viku var það í fyrsta sinn í viku sem ég hreyfði mig.“Tómas Þórður (11) horfir á Justin Shouse kyssa bikarinn.vísir/þórdísÞessi tvítugi 201cm framherji sem er að skora 4,8 stig og taka 3,8 fráköst að meðaltali í leik í Dominos-deildinni var staðráðinn í að missa ekki af bikarúrslitaleiknum. „Ég keypti mér deyfikrem og bar það á mig auk þess sem ég tók verkjalyf. Ég hætti bara að væla í viku,“ segir hann léttur. Á mánudaginn eftir bikarúrslitaleikinn var hann hættur að geta stigið í hælinn og var augljóst að eitthvað meira væri að. „Ég fór aftur upp á slysó þar sem tekin var mynd og þá kom í ljós að það voru enn glerbrot í hælnum. Læknarnir opnuðu þetta aftur og tóku vonandi restina úr hælnum að þessu sinni,“ segir Tómas Þórður, en næsti leikur Stjörnunnar er á föstudaginn gegn Þór í Þorlákshöfn. „Ég veit ekki hvort ég verði klár. Læknirinn sagði mér að hlusta á hælinn. Ég mun örugglega prófa en frekar vil ég missa af einum leik en vera að drepast langt fram í úrslitakeppnina.“Glerbrotið sem tekið var úr hæl Tómasar eftir veisluna.mynd/aðsendTómas Þórður segist hafa verið verkjalaus í leiknum sjálfum: „Þegar maður er komin inn á finnur maður ekkert fyrir þessu, en kvöldið var óþægilegt. Ég get ekki stigið í hælinn í dag þannig ég er bara á tánum.“ Sigur Stjörnunnar var ótrúlegur, en hvernig upplifði Tómas Þórður spennuna og dramatíkina undir lokin? „Ég trúði ekki að Helgi Már klúðraði tveimur galopnum skotum. Ég minntist bara undanúrslitanna í fyrra þegar hann kláraði okkur með svipuðu skoti. Ég sá boltann ofan í en þegar þeta var í höfn missti maður sig alveg,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Stjarnan er bikarmeistari karla í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á KR. 21. febrúar 2015 00:01 Stjarnan bikarmeistari 2015 | Myndaveisla Stjarnan varð bikarmeistari í þriðja sinn þegar Garðbæingar lögðu KR að velli í ótrúlegum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 22:15 Bikar-Shouse sá aftur um KR í úrslitaleiknum Stjarnan endurtók leikinn frá 2009 og vann firnasterkt lið KR í úrsiltum Powerade-bikars karla í körfubolta. Justin Shouse leiddi sína menn til sigurs og var kjörinn besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum. 23. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Maður lifir á þessu eitthvað út vikuna,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson, framherji Stjörnunnar, sem varð bikarmeistari með Garðabæjarliðinu eftir ótrúlegan sigur á KR síðastliðinn laugardag. Tómas Þórður átti flotta innkomu í leikinn, en hann spilaði tólf mínútur, skoraði fimm stig, tók þrjú fráköst og varði tvö skot. Hann nýtti eina skotið sitt í teignum og eina skotið sitt fyrir utan þriggja stiga línuna. Frammistaða Tómasar er áhugaverð í ljósi þess að hann spilaði með nokkur glerbrot föst í hælnum og hafði lítið æft í aðdraganda leiksins. „Tveimur vikum fyrir leikinn var ég í afmæli hjá Jóhanni Laxdal [Leikmanni karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta, innsk.blm] þar sem ég steig á flöskubotn,“ segir Tómas Þórður í samtali við Vísi. „Það brotnaði flaska og ég steig aftur fyrir mig og fæ glerbrot í gegnum skóinn og upp í hælinn. Ég fór beint á slysó þar sem stærsta stykkið var tekið úr mér, en ég æfði ekkert í heila viku eftir það. Þegar ég spilaði Fjölnisleikinn á mánudaginn í síðustu viku var það í fyrsta sinn í viku sem ég hreyfði mig.“Tómas Þórður (11) horfir á Justin Shouse kyssa bikarinn.vísir/þórdísÞessi tvítugi 201cm framherji sem er að skora 4,8 stig og taka 3,8 fráköst að meðaltali í leik í Dominos-deildinni var staðráðinn í að missa ekki af bikarúrslitaleiknum. „Ég keypti mér deyfikrem og bar það á mig auk þess sem ég tók verkjalyf. Ég hætti bara að væla í viku,“ segir hann léttur. Á mánudaginn eftir bikarúrslitaleikinn var hann hættur að geta stigið í hælinn og var augljóst að eitthvað meira væri að. „Ég fór aftur upp á slysó þar sem tekin var mynd og þá kom í ljós að það voru enn glerbrot í hælnum. Læknarnir opnuðu þetta aftur og tóku vonandi restina úr hælnum að þessu sinni,“ segir Tómas Þórður, en næsti leikur Stjörnunnar er á föstudaginn gegn Þór í Þorlákshöfn. „Ég veit ekki hvort ég verði klár. Læknirinn sagði mér að hlusta á hælinn. Ég mun örugglega prófa en frekar vil ég missa af einum leik en vera að drepast langt fram í úrslitakeppnina.“Glerbrotið sem tekið var úr hæl Tómasar eftir veisluna.mynd/aðsendTómas Þórður segist hafa verið verkjalaus í leiknum sjálfum: „Þegar maður er komin inn á finnur maður ekkert fyrir þessu, en kvöldið var óþægilegt. Ég get ekki stigið í hælinn í dag þannig ég er bara á tánum.“ Sigur Stjörnunnar var ótrúlegur, en hvernig upplifði Tómas Þórður spennuna og dramatíkina undir lokin? „Ég trúði ekki að Helgi Már klúðraði tveimur galopnum skotum. Ég minntist bara undanúrslitanna í fyrra þegar hann kláraði okkur með svipuðu skoti. Ég sá boltann ofan í en þegar þeta var í höfn missti maður sig alveg,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Stjarnan er bikarmeistari karla í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á KR. 21. febrúar 2015 00:01 Stjarnan bikarmeistari 2015 | Myndaveisla Stjarnan varð bikarmeistari í þriðja sinn þegar Garðbæingar lögðu KR að velli í ótrúlegum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 22:15 Bikar-Shouse sá aftur um KR í úrslitaleiknum Stjarnan endurtók leikinn frá 2009 og vann firnasterkt lið KR í úrsiltum Powerade-bikars karla í körfubolta. Justin Shouse leiddi sína menn til sigurs og var kjörinn besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum. 23. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Stjarnan er bikarmeistari karla í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á KR. 21. febrúar 2015 00:01
Stjarnan bikarmeistari 2015 | Myndaveisla Stjarnan varð bikarmeistari í þriðja sinn þegar Garðbæingar lögðu KR að velli í ótrúlegum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 22:15
Bikar-Shouse sá aftur um KR í úrslitaleiknum Stjarnan endurtók leikinn frá 2009 og vann firnasterkt lið KR í úrsiltum Powerade-bikars karla í körfubolta. Justin Shouse leiddi sína menn til sigurs og var kjörinn besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum. 23. febrúar 2015 07:00