Á þriðja tug jarðskjálfta hafa mælst í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Stærstu skjálftarnir voru um 1,7 að stærð.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að í kvikuganginum hafi mælst um tuttugu jarðskjálftar, allir minni en 1,5 að stærð.
Fáeinir skjálftar voru við Herðubreið og Herðubreiðartögl og voru þeir allir minni en 2 stig.
Á þriðja tug skjálfta síðasta sólarhringinn
Atli Ísleifsson skrifar
