Innlent

Á annan tug skjálfta í Bárðarbungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki hefur sést til jarðeldsins í Holuhrauni á vefmyndavélum í nótt.
Ekki hefur sést til jarðeldsins í Holuhrauni á vefmyndavélum í nótt. Vísir/Guðbergur Daníelsson
Síðan í gærmorgun hafa mælst á annan tug skjálfta í Bárðarbungu og voru þeir allir minni en 2 af stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Í kvikuganginum voru um 15 jarðskjálftar og sá stærsti  um 1,5 stig. Um 20 jarðskjálftar hafa verið við Herðubreið/Herðubreiðartögl  og allir undir 2 að stærð.

Ekki hefur sést til jarðeldsins í Holuhrauni á vefmyndavélum í nótt og morgun vegna snjómuggu á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×