Stjórnendakrísa hjá Sinfó 22. febrúar 2015 16:31 Sigrún Eðvaldsdóttir er fiðluleikari á heimsmælikvarða og konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Vísr/Vilhelm Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð landsmönnum til hádegistónleika í Hörpu á föstudaginn þar sem önnur sinfónía Beethoven var á dagskrá. Sinfónían var einnig flutt á fimmtudagskvöldið undir vaskri stjórn Santtu-Matias Rouvali. Misskilningur er talinn hafa valdið því að Finninn átti bókaði flug frá Íslandi svo snemma daginn eftir að útlit var fyrir að hljómsveitin yrði stjórnandalaus á tónleikunum á föstudaginn. Bernharður Wilkinsson og Daníel Bjarnason, sem reglulega stjórna hljómsveitinni, voru hvorugir til taks að hlaupa í skarðið. Góð ráð dýr enda stutt í tónleika. Var meðal annars þeirri hugmynd velt fyrir sér hvort konsertmeistarinn Sigrún Eðvaldsdóttir gæti ekki tekið hlutverkið að sér úr sæti sínu. Sett sveitina af stað sem myndi svo spila tónverkið stjórnandalaust.Guðmundur Óli GunnarssonTil að gera langa sögu stutta var enn ekki komin lausn á því að morgni föstudags hvernig tónleikunum yrði stjórnað. Um klukkustund fyrir tónleika fékk svo einhver þá hugdettu að Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi hjá Íslensku óperunni, væri mögulega í Hörpu þennan dag. Svo vel vildi til að Guðmundur Óli var á svæðinu og ekki nóg með það. Hann hafði stjórnað Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fyrir skömmu við flutning sama tónverks og þekkti það því vel. „Það er sjaldgæft að maður fái Beethoven í hádeginu,“ segir Guðmundur Óli léttur í samtali við Vísi. Hann hafi fengið símtalið klukkustund fyrir tónleika, stjórnað hljómsveitinni í gegnum rennsli á verkinu. Þegar landsmenn og aðrir gestir mættu á svæðið í Hörpu rétt fyrir tólf var Guðmundur Óli því kominn með sprotann í hönd eins og ekkert annað hefði staðið til. Sigrún mundaði fiðlubogann af sinni alkunnu snilld og úr urðu, að sögn nærstaddra, ljómandi vel heppnaðir hádegistónleikar. „Aðdragandinn var mjög óvenjulegur en þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Guðmundur Óli. Framundan hjá hljómsveitinni í vikunni eru tónleikar með Eivöru Pálsdóttur eins og lesa má um nánar hér að neðan.Post by Sinfóníuhljómsveit Íslands. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð landsmönnum til hádegistónleika í Hörpu á föstudaginn þar sem önnur sinfónía Beethoven var á dagskrá. Sinfónían var einnig flutt á fimmtudagskvöldið undir vaskri stjórn Santtu-Matias Rouvali. Misskilningur er talinn hafa valdið því að Finninn átti bókaði flug frá Íslandi svo snemma daginn eftir að útlit var fyrir að hljómsveitin yrði stjórnandalaus á tónleikunum á föstudaginn. Bernharður Wilkinsson og Daníel Bjarnason, sem reglulega stjórna hljómsveitinni, voru hvorugir til taks að hlaupa í skarðið. Góð ráð dýr enda stutt í tónleika. Var meðal annars þeirri hugmynd velt fyrir sér hvort konsertmeistarinn Sigrún Eðvaldsdóttir gæti ekki tekið hlutverkið að sér úr sæti sínu. Sett sveitina af stað sem myndi svo spila tónverkið stjórnandalaust.Guðmundur Óli GunnarssonTil að gera langa sögu stutta var enn ekki komin lausn á því að morgni föstudags hvernig tónleikunum yrði stjórnað. Um klukkustund fyrir tónleika fékk svo einhver þá hugdettu að Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi hjá Íslensku óperunni, væri mögulega í Hörpu þennan dag. Svo vel vildi til að Guðmundur Óli var á svæðinu og ekki nóg með það. Hann hafði stjórnað Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fyrir skömmu við flutning sama tónverks og þekkti það því vel. „Það er sjaldgæft að maður fái Beethoven í hádeginu,“ segir Guðmundur Óli léttur í samtali við Vísi. Hann hafi fengið símtalið klukkustund fyrir tónleika, stjórnað hljómsveitinni í gegnum rennsli á verkinu. Þegar landsmenn og aðrir gestir mættu á svæðið í Hörpu rétt fyrir tólf var Guðmundur Óli því kominn með sprotann í hönd eins og ekkert annað hefði staðið til. Sigrún mundaði fiðlubogann af sinni alkunnu snilld og úr urðu, að sögn nærstaddra, ljómandi vel heppnaðir hádegistónleikar. „Aðdragandinn var mjög óvenjulegur en þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Guðmundur Óli. Framundan hjá hljómsveitinni í vikunni eru tónleikar með Eivöru Pálsdóttur eins og lesa má um nánar hér að neðan.Post by Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira