Körfubolti

Bosh ekki í lífshættu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Chris Bosh er ekki í lífshættu eftir því sem Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat í NBA-deildinni, greindi frá í kvöld.

Bosh var fluttur á sjúkrahús í morgun og greindu bandarískir fjölmiðlar frá því að grunur væri á að Bosh væri með blóðtappa í lungum. Spoelstra vildi ekki staðfesta það.

„Það er enn of snemmt að koma með fullunna greiningu á ástandinu,“ sagði Spoelstra en Miami mætir New York Knicks í kvöld.

Spoelstra sagði í gær að Bosh myndi missa af leiknum vegna veikinda og vonaðist til þess að hann væri ekki með flensu.

„Hugsanir okkar eru með CB og heilsufar hans er það eina sem skpitir máli. Hann er í góðum höndum og líður vel. Það er of snemmt að stíga fram með einhverjar vangaveltur.“

Ef rétt reynist að Bosh er með blóðtappa í lungu er líklegt að hann spili ekki meira á tímabilinu. Anderson Varejao, leikmaður Cleveland, greindist með blóðtappa í lundu í janúar 2013 og spilaði ekki fyrr en um næsta haust.

Þá er Mirza Teletovic, leikmaður Brooklyn Nets, frá af sömu ástæðu en hann greindist með nokkra blóðtappa í lungum í síðasta mánuði.

NBA

Tengdar fréttir

Bosh sendur á sjúkrahús

Miami Heat staðfesti í gær að stjörnuleikmaður liðsins, Chris Bosh, væri farinn í rannsóknir á spítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×