Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöll skrifar 21. febrúar 2015 00:01 Stjarnan vann KR, 85-83, í bikarúrslitum karla í Laugardalshöllinni í dag en liðið elti allan leikinn og náðu rétt að komast yfir undir blálokin. Ótrúlegur leikur og enn eiga KR-ingar í vandræðum með Stjörnumenn í bikarúrslitum. Jeremy Martez Atkinson var magnaður í lið Stjörnunnar og gerði 31 stig. Hann tryggði einni þeim bláum sigurinn á vítapunktinum undir lokin.Hér að ofan má sjá þegar Stjörnumenn lyftu bikarnum. Mikil spenna var í leiknum í fyrsta leikhluta og skiptust liðin á því að hafa nokkra stiga forystu. Á einum kafla gerði KR-ingar tíu stig í röð en þá svöruðu Stjörnumenn með níu stigum í röð. Staðan eftir 10 mínútna leik var 23-22 fyrir KR. Í öðrum leikhluta gerðu Stjörnumenn fyrstu fimm stigin og virkuðu vel ferskir. KR-ingar voru samt ekki langt undan og náðu fljótlega ákveðnum tökum á leiknum. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af hálfleiknum höfðu KR-ingar sjö stiga forystu og voru að komast í gírinn. KR-ingar sýndu fínan varnarleik og keyrðu hraðan upp í sóknarleiknum. KR hélt áfram uppteknum hætti út hálfleikinn og voru tólf stigum yfir eftir tuttugu mínútna leik. Þeir gengu til búningsherbergja með sjálfstraustið í botni en Brynjar Þór Björnsson setti niður flautuþrist rétt undir blálokin á hálfleiknum. Hann hafði gert 16 stig í fyrri hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn fór vel af stað fyrir KR-ingar en Pavel Ermolinskij setti niður þrist strax í upphafi og gaf tóninn. KR-ingar héldu þeim bláu nokkuð þægileg frá sér í upphafi síðari hálfleiksins en Garðbæingar neituðu að gefast upp og minnkuðu hægt og rólega muninn. Justin Shouse stýrði leik Stjörnumanna eins og herforingi og þegar loka leikhlutinn var eftir munaði aðeins fimm stigum 68-63. Svipaður munur var á með liðinum stóran hluta af fjórða leikhluta og þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 79-75 fyrir KR. Þá var Pavel Ermolinskij farinn meiddur útaf og leikurinn því galopinn. Gríðarleg spenna var undir lok leiksins og stemningin var mögnuð í Laugardalshöllinni. KR-ingar fóru illa með sínar sóknir þegar Pavel var farinn útaf meiddur og má segja að þeir hafi farið á taugum. Stjörnumenn nýttu sér það og á einhvern ótrúlegan hátt náði liðið að vinna leikinn 85-83. Hrafn: Ótrúlegt hugafar í liðinu„Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Þvílíkur efniviður sem við erum með í Stjörnunni. Það var grimmt fyrir KR-ingana að missa Pavel útaf, við vorum búnir að vera í vandræðum með hann allan leikinn.“ Hrafn segir að Stjarnan hafi komið sér inn í leikinn með ótrúlegu hugafari og baráttu. „Það er ekki hægt að tapa fyrir framan þetta lið, þau eru ótrúlega og stuðningurinn var ótrúlegur,“ segir Hrafn sem stökk síðan strax í hópmyndatöku með liðinu. Brynjar: Fórum á taugum„Maður er bara sársvekktur, enda ekki annað hægt,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir ósigurinn í dag. „Við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann en misstum tökum þegar Pavel fer útaf meiddur á ögurstundu.“ Brynjar segir að liðið hafi einfaldlega farið á taugum undir lokin. „Stjarnan komst á lagið, við fengum ekki góð skot og þeir keyrði í bakið á okkur og skoruðu auðveldar körfur. Stjarnan á þetta bara fyllilega skilið enda spiluðu þeir bara fantavel.“ Brynjar segir að leikurinn gegn Stjörnunni árið 2009 hafi ekki setið í huganum á leikmönnum KR. „Við ætluðum bara að skapa nýja hefð í dag, því miður gekk það ekki.“ Dagur: Höfðum alltaf trú á okkur„Mér líður frábærlega, þetta var svo mikill karaktersigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Þrátt fyrir að vera tólf stigum undir í hálfleik, þá héldum við bara áfram að berjast og höfðum alltaf trú á þessu.“ Dagur segir að liðið hafi aldrei efast um eigin getu í dag. Stjarnan fór heldur betur í gang þegar Pavel var farinn útaf meiddur. „Það eru samt alltaf fimm KR-ingar inná vellinum gegn fimm Stjörnumönnum og við unnum þá einfaldlega í dag.“ Stjarnan-KR 85-83 (22-23, 16-27, 25-18, 22-15)Stjarnan: Jeremy Martez Atkinson 31/9 fráköst, Justin Shouse 19/4 fráköst/10 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 14, Marvin Valdimarsson 11/8 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 5, Ágúst Angantýsson 5, Daði Lár Jónsson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Elías Orri Gíslason 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0.KR: Brynjar Þór Björnsson 23/5 stoðsendingar, Michael Craion 18/9 fráköst/6 varin skot, Darri Hilmarsson 13/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 12/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/13 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 7, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Illugi Steingrímsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Björn Kristjánsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0. [Bein textalýsing].Leik lokið (83-85): ÞETTA ER MEÐ HREINUM ÓLÍKINDUM. STJARNAN ER BIKARMEISTARI!! KR-ingar reyndu tvö þriggja stiga skot undir lokin og þau geiguðu. 40. mín (83-85): Stjarnan er komin yfir!!! Atkinson fer á línuna og setur niður tvö skot. Þetta er með ólíkindum og aðeins 42 sekúndur eftir. 40. mín (83-83): Það er jafnt!!! Brotið á Justin Shouse sem fer á línuna og setur bæði skotin niður. 39. mín (83-81): Dagur Kár aftur upp völlinn og setur niður skot. Munar aðeins tveimur stigu. 38. mín (83-77). Finnur Atli setur auðvelt sniðskot niður. Kemur þessu í sex stig. 37. mín (79-77): KR-ingar kasta boltanum frá sér og Dagur Kár brunar upp völlinn og setur boltann ofan í. Þakið er að rifna af húsinu. 37. mín (79-75): Rosalega troðsla hjá Atkinson hjá Stjörnunni. Þetta kveikir í áhorfendum Garðbæinga. 37. mín (79-73): Pavel fer útaf meiddur og virðist það vera í aftanverðu læri. Hann tekur líklega ekki meira þátt. 36. mín (79-71): Dagur Kár fékk alveg frían þrist en skotið klikkaði hjá honum. Í staðinn fyrir að minnka muninn í 77-74 fóru KR-inga upp völlinn og því með átta stig forskot. 35. mín (67-75): Pavel og Craion eru báðir komnir með fjórar villu hjá KR. Áhyggjuefni fyrir KR-inga. 34. mín (72-66): Atkinson setur bara niður annað vítaskotið eftir að brotið var á honum. 32. mín (70-63): Liðin bæði í vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna hér í byrjun fjórða. 3. leikhluta lokið (68-63): Rosaleg staða fyrir loka leikhlutann. 29. mín (68-60): Brotið á Brynjari í þriggja stiga skoti. Hann fer á línuna og setur niður tvö af þremur. 28. mín (66-60): Stjörnumenn náðu næstum því að vinna boltann en allt kom fyrir ekki og Brynjar Þór setti í staðinn þrist beint í andlitið á þeim. 27. mín (63-58): Nú munar aðeins fimm stigum. Þetta er ennþá spennandi. Það er fyrir öllu. 25. mín (60-54): Stjörnumenn eru alls ekkert að fara gefast upp. Það er að koma stemning í liðið og þeir til alls líklegir. Sex stiga munur. 25. mín (60-50): Munar tíu stigum á liðunum þegar Darri Hilmars setur niður þægilegt sniðskot. 24. mín (55-47): Justin Shouse með þrist fyrir Stjörnuna. Gríðarlega mikilvægt. 23. mín (55-42): Liðin bæði í smá vandræðum til að byrja með í síðari hálfleiknum. 21. mín (53-38): Pavel Ermolinskij opnar síðari hálfleikinn með þristi. Hálfleikur (50-38): Brynjar Þór með flautuþrist undir lokin og kemur KR-ingum tólf stigum yfir. KR-ingar er svo sannarlega komnir af stað. 18. mín (42-35): Darri Hilmars með þrist. KR-ingar að komast í gírinn. 17. mín (35-35): Þeir bláu svara strax. Þetta er frábær köfuboltaleikur. 16. mín (35-31): KR-ingar með flottan kafla. 15. mín (31-31): Darri Hilmarsson setur niður flott skot fyrir KR. 13. mín (27-29): Dagur Kár setur aðeins annað skotið niður af vítalínunni. Kemur Þeim samt tveimur stigum yfir. 12. mín (27-27): Ingvaldur Magni setur niður tvö vítaskot fyrir KR og jafna leikinn. 11. mín (27-23): Stjarnan gerir fimm fyrstu stigin í öðrum leikhluta. 1. leikhluta lokið (23-22): Rosaleg spenna hér eftir fyrsta leikhluta. 8. mín (18-16): Brynjar Þór með þrist. Hann kann það vel. 7. mín (13-16): Nú gera gera Stjörnumenn níu stig í röð og eru allt í einu komnir þremur stigum yfir. Þetta er leikur áhlaupa og það sést glögglega hér á upphafsmínútunum. 7. mín (13-11): Stjörnumenn að koma til. Fjögur stig í röð frá Atkinson. 6. mín (13-7): KR-ingar hafa gert tíu stig í röð á meðan Stjörnumenn eru ekki að finna sig. 4. mín (12-7): Svakalegur kafli hjá KR. Brynjar Þór setur niður auðvelda tveggja stiga körfu og kemur KR fimm stigum yfir. Hrafn tekur leikhlé fyrir þá bláu. 3. mín (8-7): KR-ingar svara strax. Frábær byrjun á þessum leik. 2. mín (3-7): Stjörnumenn byrja leikinn vel. 2. mín. (2-2): Útlendingarnir með með fyrstu stig beggja liða. Craion fyrir KR og Jeremy Martez Atkinson fyrir Stjörnuna. 1. mín (0-0): Leikurinn farinn af stað. Fyrir leik: Nú fer þetta að skella á. Menn komnir í gírinn. Fyrir leik: Stemningin er strax orðin nokkuð góð hér í höllinni. Silfurskeiðin er mætt og lætur vel í sér heyra. Fyrir leiki: KR-ingar töpuðu sínum öðrum leik á tímabilinu í síðustu umferð gegn Haukum. Liðið hefur væntanlega viljað koma inn í þennan leik með sigur á bakinu. Stjarnan vann lið Fjölnis örugglega á dögunum. Fyrir leik: Aðeins þrír leikmenn KR sem urðu bikarmeistarar árið 2011 verða með liðinu í úrslitaleiknum í ár en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. Fyrir leik: Stjörnumenn urðu árið 2013 fjórða félagið til að vinna tvo fyrstu bikarúrslitaleikina í sögu félagsins en hin eru KR, Haukar og Grindavík. Fyrir leik: KR hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari frá og með 2002, en liðið vann tvöfalt árið 2011. Þjálfari liðsins þá var Hrafn Kristjánsson sem þjálfar Stjörnumenn í dag. Stjörnumenn eru vafalítið fegnir að vera með hann í sínu liði.Fyrir leik: Góðan dag og velkomin með Vísi í Laugardalshöllina. Hér verður fylgst með bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar.vísir/þórdísvísir/þórdís Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Stjarnan vann KR, 85-83, í bikarúrslitum karla í Laugardalshöllinni í dag en liðið elti allan leikinn og náðu rétt að komast yfir undir blálokin. Ótrúlegur leikur og enn eiga KR-ingar í vandræðum með Stjörnumenn í bikarúrslitum. Jeremy Martez Atkinson var magnaður í lið Stjörnunnar og gerði 31 stig. Hann tryggði einni þeim bláum sigurinn á vítapunktinum undir lokin.Hér að ofan má sjá þegar Stjörnumenn lyftu bikarnum. Mikil spenna var í leiknum í fyrsta leikhluta og skiptust liðin á því að hafa nokkra stiga forystu. Á einum kafla gerði KR-ingar tíu stig í röð en þá svöruðu Stjörnumenn með níu stigum í röð. Staðan eftir 10 mínútna leik var 23-22 fyrir KR. Í öðrum leikhluta gerðu Stjörnumenn fyrstu fimm stigin og virkuðu vel ferskir. KR-ingar voru samt ekki langt undan og náðu fljótlega ákveðnum tökum á leiknum. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af hálfleiknum höfðu KR-ingar sjö stiga forystu og voru að komast í gírinn. KR-ingar sýndu fínan varnarleik og keyrðu hraðan upp í sóknarleiknum. KR hélt áfram uppteknum hætti út hálfleikinn og voru tólf stigum yfir eftir tuttugu mínútna leik. Þeir gengu til búningsherbergja með sjálfstraustið í botni en Brynjar Þór Björnsson setti niður flautuþrist rétt undir blálokin á hálfleiknum. Hann hafði gert 16 stig í fyrri hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn fór vel af stað fyrir KR-ingar en Pavel Ermolinskij setti niður þrist strax í upphafi og gaf tóninn. KR-ingar héldu þeim bláu nokkuð þægileg frá sér í upphafi síðari hálfleiksins en Garðbæingar neituðu að gefast upp og minnkuðu hægt og rólega muninn. Justin Shouse stýrði leik Stjörnumanna eins og herforingi og þegar loka leikhlutinn var eftir munaði aðeins fimm stigum 68-63. Svipaður munur var á með liðinum stóran hluta af fjórða leikhluta og þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 79-75 fyrir KR. Þá var Pavel Ermolinskij farinn meiddur útaf og leikurinn því galopinn. Gríðarleg spenna var undir lok leiksins og stemningin var mögnuð í Laugardalshöllinni. KR-ingar fóru illa með sínar sóknir þegar Pavel var farinn útaf meiddur og má segja að þeir hafi farið á taugum. Stjörnumenn nýttu sér það og á einhvern ótrúlegan hátt náði liðið að vinna leikinn 85-83. Hrafn: Ótrúlegt hugafar í liðinu„Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Þvílíkur efniviður sem við erum með í Stjörnunni. Það var grimmt fyrir KR-ingana að missa Pavel útaf, við vorum búnir að vera í vandræðum með hann allan leikinn.“ Hrafn segir að Stjarnan hafi komið sér inn í leikinn með ótrúlegu hugafari og baráttu. „Það er ekki hægt að tapa fyrir framan þetta lið, þau eru ótrúlega og stuðningurinn var ótrúlegur,“ segir Hrafn sem stökk síðan strax í hópmyndatöku með liðinu. Brynjar: Fórum á taugum„Maður er bara sársvekktur, enda ekki annað hægt,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir ósigurinn í dag. „Við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann en misstum tökum þegar Pavel fer útaf meiddur á ögurstundu.“ Brynjar segir að liðið hafi einfaldlega farið á taugum undir lokin. „Stjarnan komst á lagið, við fengum ekki góð skot og þeir keyrði í bakið á okkur og skoruðu auðveldar körfur. Stjarnan á þetta bara fyllilega skilið enda spiluðu þeir bara fantavel.“ Brynjar segir að leikurinn gegn Stjörnunni árið 2009 hafi ekki setið í huganum á leikmönnum KR. „Við ætluðum bara að skapa nýja hefð í dag, því miður gekk það ekki.“ Dagur: Höfðum alltaf trú á okkur„Mér líður frábærlega, þetta var svo mikill karaktersigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Þrátt fyrir að vera tólf stigum undir í hálfleik, þá héldum við bara áfram að berjast og höfðum alltaf trú á þessu.“ Dagur segir að liðið hafi aldrei efast um eigin getu í dag. Stjarnan fór heldur betur í gang þegar Pavel var farinn útaf meiddur. „Það eru samt alltaf fimm KR-ingar inná vellinum gegn fimm Stjörnumönnum og við unnum þá einfaldlega í dag.“ Stjarnan-KR 85-83 (22-23, 16-27, 25-18, 22-15)Stjarnan: Jeremy Martez Atkinson 31/9 fráköst, Justin Shouse 19/4 fráköst/10 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 14, Marvin Valdimarsson 11/8 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 5, Ágúst Angantýsson 5, Daði Lár Jónsson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Elías Orri Gíslason 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0.KR: Brynjar Þór Björnsson 23/5 stoðsendingar, Michael Craion 18/9 fráköst/6 varin skot, Darri Hilmarsson 13/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 12/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/13 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 7, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Illugi Steingrímsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Björn Kristjánsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0. [Bein textalýsing].Leik lokið (83-85): ÞETTA ER MEÐ HREINUM ÓLÍKINDUM. STJARNAN ER BIKARMEISTARI!! KR-ingar reyndu tvö þriggja stiga skot undir lokin og þau geiguðu. 40. mín (83-85): Stjarnan er komin yfir!!! Atkinson fer á línuna og setur niður tvö skot. Þetta er með ólíkindum og aðeins 42 sekúndur eftir. 40. mín (83-83): Það er jafnt!!! Brotið á Justin Shouse sem fer á línuna og setur bæði skotin niður. 39. mín (83-81): Dagur Kár aftur upp völlinn og setur niður skot. Munar aðeins tveimur stigu. 38. mín (83-77). Finnur Atli setur auðvelt sniðskot niður. Kemur þessu í sex stig. 37. mín (79-77): KR-ingar kasta boltanum frá sér og Dagur Kár brunar upp völlinn og setur boltann ofan í. Þakið er að rifna af húsinu. 37. mín (79-75): Rosalega troðsla hjá Atkinson hjá Stjörnunni. Þetta kveikir í áhorfendum Garðbæinga. 37. mín (79-73): Pavel fer útaf meiddur og virðist það vera í aftanverðu læri. Hann tekur líklega ekki meira þátt. 36. mín (79-71): Dagur Kár fékk alveg frían þrist en skotið klikkaði hjá honum. Í staðinn fyrir að minnka muninn í 77-74 fóru KR-inga upp völlinn og því með átta stig forskot. 35. mín (67-75): Pavel og Craion eru báðir komnir með fjórar villu hjá KR. Áhyggjuefni fyrir KR-inga. 34. mín (72-66): Atkinson setur bara niður annað vítaskotið eftir að brotið var á honum. 32. mín (70-63): Liðin bæði í vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna hér í byrjun fjórða. 3. leikhluta lokið (68-63): Rosaleg staða fyrir loka leikhlutann. 29. mín (68-60): Brotið á Brynjari í þriggja stiga skoti. Hann fer á línuna og setur niður tvö af þremur. 28. mín (66-60): Stjörnumenn náðu næstum því að vinna boltann en allt kom fyrir ekki og Brynjar Þór setti í staðinn þrist beint í andlitið á þeim. 27. mín (63-58): Nú munar aðeins fimm stigum. Þetta er ennþá spennandi. Það er fyrir öllu. 25. mín (60-54): Stjörnumenn eru alls ekkert að fara gefast upp. Það er að koma stemning í liðið og þeir til alls líklegir. Sex stiga munur. 25. mín (60-50): Munar tíu stigum á liðunum þegar Darri Hilmars setur niður þægilegt sniðskot. 24. mín (55-47): Justin Shouse með þrist fyrir Stjörnuna. Gríðarlega mikilvægt. 23. mín (55-42): Liðin bæði í smá vandræðum til að byrja með í síðari hálfleiknum. 21. mín (53-38): Pavel Ermolinskij opnar síðari hálfleikinn með þristi. Hálfleikur (50-38): Brynjar Þór með flautuþrist undir lokin og kemur KR-ingum tólf stigum yfir. KR-ingar er svo sannarlega komnir af stað. 18. mín (42-35): Darri Hilmars með þrist. KR-ingar að komast í gírinn. 17. mín (35-35): Þeir bláu svara strax. Þetta er frábær köfuboltaleikur. 16. mín (35-31): KR-ingar með flottan kafla. 15. mín (31-31): Darri Hilmarsson setur niður flott skot fyrir KR. 13. mín (27-29): Dagur Kár setur aðeins annað skotið niður af vítalínunni. Kemur Þeim samt tveimur stigum yfir. 12. mín (27-27): Ingvaldur Magni setur niður tvö vítaskot fyrir KR og jafna leikinn. 11. mín (27-23): Stjarnan gerir fimm fyrstu stigin í öðrum leikhluta. 1. leikhluta lokið (23-22): Rosaleg spenna hér eftir fyrsta leikhluta. 8. mín (18-16): Brynjar Þór með þrist. Hann kann það vel. 7. mín (13-16): Nú gera gera Stjörnumenn níu stig í röð og eru allt í einu komnir þremur stigum yfir. Þetta er leikur áhlaupa og það sést glögglega hér á upphafsmínútunum. 7. mín (13-11): Stjörnumenn að koma til. Fjögur stig í röð frá Atkinson. 6. mín (13-7): KR-ingar hafa gert tíu stig í röð á meðan Stjörnumenn eru ekki að finna sig. 4. mín (12-7): Svakalegur kafli hjá KR. Brynjar Þór setur niður auðvelda tveggja stiga körfu og kemur KR fimm stigum yfir. Hrafn tekur leikhlé fyrir þá bláu. 3. mín (8-7): KR-ingar svara strax. Frábær byrjun á þessum leik. 2. mín (3-7): Stjörnumenn byrja leikinn vel. 2. mín. (2-2): Útlendingarnir með með fyrstu stig beggja liða. Craion fyrir KR og Jeremy Martez Atkinson fyrir Stjörnuna. 1. mín (0-0): Leikurinn farinn af stað. Fyrir leik: Nú fer þetta að skella á. Menn komnir í gírinn. Fyrir leik: Stemningin er strax orðin nokkuð góð hér í höllinni. Silfurskeiðin er mætt og lætur vel í sér heyra. Fyrir leiki: KR-ingar töpuðu sínum öðrum leik á tímabilinu í síðustu umferð gegn Haukum. Liðið hefur væntanlega viljað koma inn í þennan leik með sigur á bakinu. Stjarnan vann lið Fjölnis örugglega á dögunum. Fyrir leik: Aðeins þrír leikmenn KR sem urðu bikarmeistarar árið 2011 verða með liðinu í úrslitaleiknum í ár en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. Fyrir leik: Stjörnumenn urðu árið 2013 fjórða félagið til að vinna tvo fyrstu bikarúrslitaleikina í sögu félagsins en hin eru KR, Haukar og Grindavík. Fyrir leik: KR hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari frá og með 2002, en liðið vann tvöfalt árið 2011. Þjálfari liðsins þá var Hrafn Kristjánsson sem þjálfar Stjörnumenn í dag. Stjörnumenn eru vafalítið fegnir að vera með hann í sínu liði.Fyrir leik: Góðan dag og velkomin með Vísi í Laugardalshöllina. Hér verður fylgst með bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar.vísir/þórdísvísir/þórdís
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum