Hefur árangurslaust reynt að gefa rektor málverk af píku Birgir Olgeirsson skrifar 9. mars 2015 15:30 Stefanía Pálsdóttir með verkið sem hún málið sem mótvægi við öllum listaverkunum af berrössuðum körlum í Háskóla Íslands. Vísir/GVA Heimspekineminn Stefanía Pálsdóttir hefur árangurslaust reynt að afhenda rektor Háskóla Íslands málverk af píku undanfarnar vikur. Stefanía hafði í fyrstu ætlað sér að skrifa grein í Stúdentablaðið til að vekja athygli á fjölda listaverka af berrössuðum karlmönnum í Háskóla Íslands, og þar af leiðandi typpum, og hversu lítið fer fyrir nöktum kvenmönnum. „Ég ætlaði fyrst að skrifa greinina fallus á campus en síðan langaði mig svo mikið að mála mynd af píku og gefa þeim. Þannig að planið breyttist aðeins og ég málaði mynd og ætlaði að afhenda rektor en það gekk ekki. Við höfum reynt að fara með verkið til þeirra í svolítinn tíma núna. Ég reyndi fyrst í janúar,“ segir Stefanía í samtali við Vísi um málið.Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Anton Brink.Greint var fyrst frá málinu í Stúdentablaðinu en þar sagði Stefanía frá þeirri stundu þegar hún mætti með verkið á skrifstofu rektors en þar virtust skrifstofudömurnar fara hjá sér að sögn Stefaníu. Hún sagði Kristínu Ingólfsdóttur rektor hafa séð verkið og þakkað henni fyrir að hugsa hlýlega til skólans. Kristín greindi Stefaníu síðan frá því að hún þyrfti að drífa sig á fund en tók ekki við gjöfinni og hefur ekki enn veitt gjöfinni viðtöku rúmum tveimur mánuðum síðar. Ekki náðist í Kristínu við vinnslu þessarar fréttar en samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá hefur verið mikið annríki hjá rektor síðastliðnar vikur og því ekki tekist að afgreiða málið. Stefanía segist hissa á því að fólk fari hjá sér þegar það sér verkið hennar og bendir á að rúmlega helmingur landsmanna er með píku. „Við erum öll með kynfæri, hversu mikla blygðunarkennd er hægt að hafa?,“ segir Stefanía sem ætlar halda áfram að reyna að gefa Háskóla Íslands þessa gjöf. Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Heimspekineminn Stefanía Pálsdóttir hefur árangurslaust reynt að afhenda rektor Háskóla Íslands málverk af píku undanfarnar vikur. Stefanía hafði í fyrstu ætlað sér að skrifa grein í Stúdentablaðið til að vekja athygli á fjölda listaverka af berrössuðum karlmönnum í Háskóla Íslands, og þar af leiðandi typpum, og hversu lítið fer fyrir nöktum kvenmönnum. „Ég ætlaði fyrst að skrifa greinina fallus á campus en síðan langaði mig svo mikið að mála mynd af píku og gefa þeim. Þannig að planið breyttist aðeins og ég málaði mynd og ætlaði að afhenda rektor en það gekk ekki. Við höfum reynt að fara með verkið til þeirra í svolítinn tíma núna. Ég reyndi fyrst í janúar,“ segir Stefanía í samtali við Vísi um málið.Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Anton Brink.Greint var fyrst frá málinu í Stúdentablaðinu en þar sagði Stefanía frá þeirri stundu þegar hún mætti með verkið á skrifstofu rektors en þar virtust skrifstofudömurnar fara hjá sér að sögn Stefaníu. Hún sagði Kristínu Ingólfsdóttur rektor hafa séð verkið og þakkað henni fyrir að hugsa hlýlega til skólans. Kristín greindi Stefaníu síðan frá því að hún þyrfti að drífa sig á fund en tók ekki við gjöfinni og hefur ekki enn veitt gjöfinni viðtöku rúmum tveimur mánuðum síðar. Ekki náðist í Kristínu við vinnslu þessarar fréttar en samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu rektors þá hefur verið mikið annríki hjá rektor síðastliðnar vikur og því ekki tekist að afgreiða málið. Stefanía segist hissa á því að fólk fari hjá sér þegar það sér verkið hennar og bendir á að rúmlega helmingur landsmanna er með píku. „Við erum öll með kynfæri, hversu mikla blygðunarkennd er hægt að hafa?,“ segir Stefanía sem ætlar halda áfram að reyna að gefa Háskóla Íslands þessa gjöf.
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira