Dustin Johnson át upp fimm högga forskot J.B. Holmes á lokahringnum á Doral 8. mars 2015 23:24 Johnson gat leyft sér að brosa þegar sigurinn var í höfn. Getty Dustin Johnson tryggði sér sinn níunda titil á PGA-mótaröðinni í kvöld en hann lék best allra á Cadillac meistaramótinu sem fram fór á Doral vellinum. Fyrir lokahringinn hafði Bandaríkjamaðurinn J.B. Holmes fimm högga forskot á næstu menn sem var þó fljótt að fara á fyrri níu holunum sem hann lék á þremur höggum yfir pari. Það nýtti Johnson sér en hann lék mjög stöðugt golf og kom inn á 69 höggum eða þremur undir pari. Það dugði til þar sem staða J.B. Holmes vænkaðist lítið á seinni níu holunum en hann náði þó öðru sætinu á átta höggum undir pari á meðan að Johnson sigraði á níu undir pari. Sigurinn kemur aðeins mánuði eftir að Johnson snéri aftur á PGA-mótaröðina en hann tók sér hálfs árs frí frá keppnisgolfi vegna persónulegra ástæðna sem sumir fréttamiðlar fullyrtu að væri vegna eiturlyfjafíknar. Það gengur samt greinilega allt upp hjá þessum högglanga kylfingi þessa dagana en fyrir sigurinn fær hann rúmlega 180 milljónir króna í sinn hlut. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Dustin Johnson tryggði sér sinn níunda titil á PGA-mótaröðinni í kvöld en hann lék best allra á Cadillac meistaramótinu sem fram fór á Doral vellinum. Fyrir lokahringinn hafði Bandaríkjamaðurinn J.B. Holmes fimm högga forskot á næstu menn sem var þó fljótt að fara á fyrri níu holunum sem hann lék á þremur höggum yfir pari. Það nýtti Johnson sér en hann lék mjög stöðugt golf og kom inn á 69 höggum eða þremur undir pari. Það dugði til þar sem staða J.B. Holmes vænkaðist lítið á seinni níu holunum en hann náði þó öðru sætinu á átta höggum undir pari á meðan að Johnson sigraði á níu undir pari. Sigurinn kemur aðeins mánuði eftir að Johnson snéri aftur á PGA-mótaröðina en hann tók sér hálfs árs frí frá keppnisgolfi vegna persónulegra ástæðna sem sumir fréttamiðlar fullyrtu að væri vegna eiturlyfjafíknar. Það gengur samt greinilega allt upp hjá þessum högglanga kylfingi þessa dagana en fyrir sigurinn fær hann rúmlega 180 milljónir króna í sinn hlut.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira