Stjarnan með stórsigur fyrir austan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2015 23:26 Stjörnumenn höfðu ástæðu til að fagna í dag. vísir/valli Sex leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag.ÍA er með fullt hús stiga í riðli 3 og HK hefur sömuleiðis farið vel af stað í riðli 1. Íslandsmeistarar Stjörnunnar rúlluðu yfir Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni, 1-6. Þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna í Lengjubikarnum. Arnar Már Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Garðbæinga og þeir Ólafur Karl Finsen, Pablo Punyed og Atli Freyr Ottesen Pálsson sitt markið hver. Þá skoraði Fjarðabyggð eitt sjálfsmark. Brynjar Jónasson skoraði mark Austfirðinga úr vítaspyrnu. FH vann 1-0 sigur á BÍ/Bolungarvík í Akraneshöllinni. Atli Guðnason skoraði eina mark leiksins 20. á mínútu. Fimleikafélagið er með níu stig í 3. sæti riðils 1 en Djúpmenn eru enn stigalausir og verma botnsæti riðilsins. Í riðli 2 náði 1. deildarlið Gróttu í stig gegn Víkingi R. Leiknum lyktaði með 3-3 jafntefli en Seltirningar náðu forystunni í tvígang. Agnar Guðjónsson, Viktor Smári Segatta og Sigurður Steinar Jónsson skoruðu fyrir Gróttu sem er með tvö stig eftir þrjá leiki. Rolf Toft, Viktor Bjarki Arnarsson og Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkings sem hefur fengið á sig 10 mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í Lengjubikarnum. Víkingar sitja í 2. sæti riðils 2 með sjö stig, fimm stigum á eftir Leikni R. sem er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Leiknismenn lentu 0-2 undir eftir níu mínútna leik gegn KA í dag en náðu samt að knýja fram sigur. Kristján Páll Jónsson og Kolbeinn Kárason skoruðu fyrir Leiknis auk þess sem leikmaður KA skoraði sjálfsmark. Davíð Rúnar Bjarnason og Ýmir Már Geirsson skoruðu mörk Norðanmanna sem eru með þrjú stig eftir þrjá leiki. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍA og HK með fullt hús stiga í Lengjubikarnum ÍA hefur byrjað frábærlega í Lengjubikarnum í fótbolta og það var engin breyting þar í dag. Skagamenn tóku þá á móti Grindavík í Akraneshöllinni og fóru með sigur af hólmi, 3-2. 7. mars 2015 14:53 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Sex leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag.ÍA er með fullt hús stiga í riðli 3 og HK hefur sömuleiðis farið vel af stað í riðli 1. Íslandsmeistarar Stjörnunnar rúlluðu yfir Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni, 1-6. Þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna í Lengjubikarnum. Arnar Már Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Garðbæinga og þeir Ólafur Karl Finsen, Pablo Punyed og Atli Freyr Ottesen Pálsson sitt markið hver. Þá skoraði Fjarðabyggð eitt sjálfsmark. Brynjar Jónasson skoraði mark Austfirðinga úr vítaspyrnu. FH vann 1-0 sigur á BÍ/Bolungarvík í Akraneshöllinni. Atli Guðnason skoraði eina mark leiksins 20. á mínútu. Fimleikafélagið er með níu stig í 3. sæti riðils 1 en Djúpmenn eru enn stigalausir og verma botnsæti riðilsins. Í riðli 2 náði 1. deildarlið Gróttu í stig gegn Víkingi R. Leiknum lyktaði með 3-3 jafntefli en Seltirningar náðu forystunni í tvígang. Agnar Guðjónsson, Viktor Smári Segatta og Sigurður Steinar Jónsson skoruðu fyrir Gróttu sem er með tvö stig eftir þrjá leiki. Rolf Toft, Viktor Bjarki Arnarsson og Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkings sem hefur fengið á sig 10 mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í Lengjubikarnum. Víkingar sitja í 2. sæti riðils 2 með sjö stig, fimm stigum á eftir Leikni R. sem er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Leiknismenn lentu 0-2 undir eftir níu mínútna leik gegn KA í dag en náðu samt að knýja fram sigur. Kristján Páll Jónsson og Kolbeinn Kárason skoruðu fyrir Leiknis auk þess sem leikmaður KA skoraði sjálfsmark. Davíð Rúnar Bjarnason og Ýmir Már Geirsson skoruðu mörk Norðanmanna sem eru með þrjú stig eftir þrjá leiki.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍA og HK með fullt hús stiga í Lengjubikarnum ÍA hefur byrjað frábærlega í Lengjubikarnum í fótbolta og það var engin breyting þar í dag. Skagamenn tóku þá á móti Grindavík í Akraneshöllinni og fóru með sigur af hólmi, 3-2. 7. mars 2015 14:53 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
ÍA og HK með fullt hús stiga í Lengjubikarnum ÍA hefur byrjað frábærlega í Lengjubikarnum í fótbolta og það var engin breyting þar í dag. Skagamenn tóku þá á móti Grindavík í Akraneshöllinni og fóru með sigur af hólmi, 3-2. 7. mars 2015 14:53