Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2025 09:02 Donnarumma sagði hingað og ekki lengra. Lionel Hahn/Getty Images Í liðinni viku lauk undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu og nú er ljóst að Inter frá Mílanó á Ítalíu mun mæta París Saint-Germain frá Frakklandi. Bæði lið geta þakkað markvörðum sínum fyrir en báðir voru stórfenglegir milli stanganna í undanúrslitaeinvígum liða sinna. Það hefur verið lenskan undanfarin misseri að ræða hvernig markverðir eru í fótunum. Uppáhald margra spekinga er að segja að ákveðinn markvörður sé það góður með boltann að hann gæti allt eins spilað á miðri miðjunni. Þegar líður á útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu kemur hins vegar í ljós að helsta starf markvarðar er að koma í veg fyrir það að boltinn fari yfir marklínuna. Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd, hefur að mörgu leyti drottnað yfir öðrum markvörðum í Meistaradeildinni eins og Real hefur drottnað yfir öðrum félögum. Nú er hins vegar komið að öðrum að skína. Hinn ítalski Gianluigi Donnarumma virtist um tíma ætla að enda eins og samlandi sinn Marco Veratti. Sá fór til Parísar og virtist njóta lífsstílsins meira en góðu hófi gegnir. Veratti var án efa einn hæfileikaríkasti miðjumaður Evrópu en líferni hans gerði það að verkum að hann hefur spilað í Katar frá 2023 þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gamall. Donnarumma, sem eins ótrúlegt og það hljómar er aðeins 26 ára gamall, virtist hafa orðið líferni Parísar að bráð. Það er þangað til nú þegar líða tók á útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann var hreint út sagt magnaður í báðum leikjum sínum gegn Arsenal. Fingertips from Donnarumma 👏#UCL pic.twitter.com/B4UjAxDQlh— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Donnarumma kann vel við sig gegn enskum liðum, sama hvort um er að ræða félagslið eða landslið. Hann átti hverja markvörsluna á fætur annarri gegn Skyttunum hans Mikel Arteta og minnti fólk á af hverju hann var lengi vel talinn efnilegasti markvörður heims. Hver veit nema hann sé nú að taka við af Courtois sem kóngurinn í Meistaradeildinni? Still thinking about this Donnarumma save from Ødegaard 😮💨#UCL pic.twitter.com/9LSuFD9LsO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Donnarumma þarf hins vegar að vinna Meistaradeildina, og líklega oftar en einu sinni, til að skáka Courtois. Ætli Ítalinn sér til fyrirheitna landsins þurfa framherjar París Saint-Germain að finna leið framhjá Yann Sommer í marki Inter. Vissulega fundu Börsungar sex sinnum leiðina í gegnum vörn Mílanóliðsins og í kjölfarið leiðina framhjá Sommer. Það breytir því þó ekki að hann átti tvær ef ekki þrjár markvörslur í hæsta gæðaflokki þegar Inter vann Barcelona 4-3 í framlengdum leik í vikunni. 1st: Yann Sommer 2nd: Achraf HakimiSensational Sommer wins Player of the Week! 🧤@PlayStationEU | #UCLPOTW pic.twitter.com/OVIwoVXC6E— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Spænska ungstirnið Lamine Yamal er eflaust enn að klóra sér í hausnum yfir því hvernig 36 ára gamall Svisslendingur - sem er aðeins 1.83 metri á hæð - kom í veg fyrir að hann gæti orðið Evrópumeistari með Barcelona innan við ári eftir að hann varð Evrópumeistari með Spáni. Yamal skilur ekkert.Carl Recine/Getty Images Sommer lék með Gladbach í nærri áratug áður en Bayern München sótti hann vegna meiðsla Manuel Neuer. Sumarið 2023 mætti Inter svo þar sem André Onana var seldur til Manchester United. Það fer ekkert á milli mála að Inter kom betur úr þeim viðskiptum þar sem Sommer kostaði aðeins brot af því sem Onana var seldur á. Þá er Svisslendingurinn einfaldlega mun betri markvörður. Sommer & Donnarumma 🥵Yamal masterclass at 17 🤯Stadio San Siro classic 🍿What a week in the Champions League!@MastercardEU | #PricelessMoments pic.twitter.com/reomnNHIeL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram 31. maí á Allianz-vellinum í München og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira
Það hefur verið lenskan undanfarin misseri að ræða hvernig markverðir eru í fótunum. Uppáhald margra spekinga er að segja að ákveðinn markvörður sé það góður með boltann að hann gæti allt eins spilað á miðri miðjunni. Þegar líður á útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu kemur hins vegar í ljós að helsta starf markvarðar er að koma í veg fyrir það að boltinn fari yfir marklínuna. Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd, hefur að mörgu leyti drottnað yfir öðrum markvörðum í Meistaradeildinni eins og Real hefur drottnað yfir öðrum félögum. Nú er hins vegar komið að öðrum að skína. Hinn ítalski Gianluigi Donnarumma virtist um tíma ætla að enda eins og samlandi sinn Marco Veratti. Sá fór til Parísar og virtist njóta lífsstílsins meira en góðu hófi gegnir. Veratti var án efa einn hæfileikaríkasti miðjumaður Evrópu en líferni hans gerði það að verkum að hann hefur spilað í Katar frá 2023 þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gamall. Donnarumma, sem eins ótrúlegt og það hljómar er aðeins 26 ára gamall, virtist hafa orðið líferni Parísar að bráð. Það er þangað til nú þegar líða tók á útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann var hreint út sagt magnaður í báðum leikjum sínum gegn Arsenal. Fingertips from Donnarumma 👏#UCL pic.twitter.com/B4UjAxDQlh— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Donnarumma kann vel við sig gegn enskum liðum, sama hvort um er að ræða félagslið eða landslið. Hann átti hverja markvörsluna á fætur annarri gegn Skyttunum hans Mikel Arteta og minnti fólk á af hverju hann var lengi vel talinn efnilegasti markvörður heims. Hver veit nema hann sé nú að taka við af Courtois sem kóngurinn í Meistaradeildinni? Still thinking about this Donnarumma save from Ødegaard 😮💨#UCL pic.twitter.com/9LSuFD9LsO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Donnarumma þarf hins vegar að vinna Meistaradeildina, og líklega oftar en einu sinni, til að skáka Courtois. Ætli Ítalinn sér til fyrirheitna landsins þurfa framherjar París Saint-Germain að finna leið framhjá Yann Sommer í marki Inter. Vissulega fundu Börsungar sex sinnum leiðina í gegnum vörn Mílanóliðsins og í kjölfarið leiðina framhjá Sommer. Það breytir því þó ekki að hann átti tvær ef ekki þrjár markvörslur í hæsta gæðaflokki þegar Inter vann Barcelona 4-3 í framlengdum leik í vikunni. 1st: Yann Sommer 2nd: Achraf HakimiSensational Sommer wins Player of the Week! 🧤@PlayStationEU | #UCLPOTW pic.twitter.com/OVIwoVXC6E— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Spænska ungstirnið Lamine Yamal er eflaust enn að klóra sér í hausnum yfir því hvernig 36 ára gamall Svisslendingur - sem er aðeins 1.83 metri á hæð - kom í veg fyrir að hann gæti orðið Evrópumeistari með Barcelona innan við ári eftir að hann varð Evrópumeistari með Spáni. Yamal skilur ekkert.Carl Recine/Getty Images Sommer lék með Gladbach í nærri áratug áður en Bayern München sótti hann vegna meiðsla Manuel Neuer. Sumarið 2023 mætti Inter svo þar sem André Onana var seldur til Manchester United. Það fer ekkert á milli mála að Inter kom betur úr þeim viðskiptum þar sem Sommer kostaði aðeins brot af því sem Onana var seldur á. Þá er Svisslendingurinn einfaldlega mun betri markvörður. Sommer & Donnarumma 🥵Yamal masterclass at 17 🤯Stadio San Siro classic 🍿What a week in the Champions League!@MastercardEU | #PricelessMoments pic.twitter.com/reomnNHIeL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 9, 2025 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram 31. maí á Allianz-vellinum í München og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira