Körfubolti

Steve Kerr: Ætlar ekki að vera í kosningarherferð fyrir Curry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry og Steve Kerr.
Stephen Curry og Steve Kerr. Vísir/Getty
Það stefnir í spennandi keppni um hver verður kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili en flestir eru þó á því að valið standi á milli þeirra Stephen Curry hjá Golden State Warriors og James Harden hjá Houston Rockets.

Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, og Daryl Morey, framkvæmdastjóri Houston Rockets, gætu talist vera komnir í hálfgert sálfræðistríð þessa dagana vegna ummæla sína um sína leikmenn.

„Mér er ekki sama um þetta því ég vil að Steph verði valinn bestur og ég tel að hann eigi þessi verðlaun skilið," sagði Steve Kerr við blaðamanna ESPN eftir æfingu liðsins.

„Ég tel hinsvegar að það sé ekki í okkar verkahring að setja af stað kosningarherferð," sagði Kerr en hann var þá að vísa til þess að Daryl Morey, framkvæmdastjóri Houston Rockets, hefur notað hvert tækifæri til að tala um að James Harden eigi skilið að vera kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili.

„Við erum að reyna að vinna leiki og það er mikil vinna framundan. Ef Daryl Morey vill vera í eins manns kosningarherferð fyrir James Harden þá má hann það. Það er í fínu lagi en við ætlum að einbeita okkur að öðru," sagði Steve Kerr.

Curry og félagar í Golden State Warriors eru með besta árangurinn í Vesturdeildinni (47 sigrar og 12 töp) en Harden og félagar í Hopustin (41 sigur og 20 töp) eru í fjórða sætinu.

Stephen Curry er með 23,8 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali og hefur hitt úr 48,4 prósent skota sinna. Harden er með 26,9 stig og 7,0 stoðsendingar að meðaltali og hefur hitt úr 44,7 prósent skota sinna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×